Fagraberg FD 1210 kom með kolmunna

IMO 9184641. Fagraberg FD 1210 ex Krúnborg. Ljósmynd Óðinn Magnason 2020.

Fagraberg FD 1210 frá Fuglafirði í Færeyjum kom til Fáskrúðsfjarðar um helgina með um 2.800 tonn af kolmunna.

Fagraberg var smíðað árið 1999 og hét áður Krúnborg. Skipið er 2,832 brúttótonn að stærð, lengd þess er 83 metrar og breiddin 14 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lagarfoss kom til Húsavíkur í gær

IMO 9641314. Lagarfoss á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Lagarfoss, skip Eimskipafélgsins, kom til Húsavíkur í gærkveldi og var birtan orðin heldur lítil til að hægt væri að ná góðum myndum.

Á vef Faxaflóahafna þann 18. ágúst 2014 mátti lesa þetta:

Sunnudaginn 17. ágúst kom til hafnar í Reykjavík nýtt skip Eimskipafélags Íslands og ber skipið nafnið Lagarfoss, sem er sjöunda skip félagsins með því nafni, en sá fyrsti var í eigu félagsins frá árinu 1917 til 1949.   

Skipið var smíðað í Kína, en burðargeta skips­ins er 12.200 tonn. Það er 140,7 metr­ar á lengd og 23,2 metr­ar á breidd.  Skipið er búið öfl­ug­um skut- og bóg­skrúf­um og er sérstaklega styrkt fyr­ir ís­sigl­ing­ar, með ísklassa 1A, auk þess að vera með tengla fyr­ir 230 frystigáma.

Lagarfoss, sem mælist 10,160 brúttótonn að stærð, siglir undir fána Færeyja.

IMO 9641314. Lagarfoss á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristinn HU 812 á landleið

2860. Kristinn HU 812 ex Kristinn SH 812. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Ekki er langt síðan það birtust myndir af línubátnum Kristni HU 812 hér á síðunni en hér koma nokkrar sem Jón Steinar tók á drónann í gær.

Báturinn var þá að koma til hafnar í Grindavík með þrettán tonna afla.

Hér segir aðeins frá bátnum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution