Sæfaxi VE 30

244. Sæfaxi VE 30 ex Krossey SF 26. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Sæfaxi VE 30 sem sést hér á mynd Þorgeirs Baldurssonar hét upphaflega Gullberg NS 11 og var smíðaður 1964 hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum.

Báturinn var smíðaður fyrir Gullberg hf. á Seyðisfirði og vae 162 brl. að stærð. Búinn 625 hestafla Krohout aðalvél.

Árið 1971 keypti Ufsaberg hf. í Vestmannaeyjum bátinn og varð hann Gullberg VE 292. Hann var endurmældur árið 1971 og mældist þá 105 brl. að stærð.

1975 er báturinn seldur Snæfelli sf. í Vestmannaeyjum sem nefnir bátinn Glófaxa VE 300. Báturinn var endurmældur árið 1977 og mældist þá 108 brl. að stærð. heimild: Íslensk skip

Glófaxi VE 300 var yfirbyggður árið 1985 hjá Bátalóni í Hafnarfirði og á einhverjum tímapunkti var sett í hann um 800 hestafla Mitsubishi aðalvél.

Þegar nýr Glófaxi VE 300 kom til Eyja vorið 1996 varð þessi Glófaxi VE 301 en haustið sama ár fékk hann nafnið Krossey SF 26.

Samkvæmt vef Fiskistofu fékk báturinn aftur nafnið Glófaxi II VE 301 haustið 1998 en í mars 1998 fékk hann nafnið Sæfaxi VE 30 sem hann bar til ársins 2003 er hann var seldur til Ghana.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jaki EA 15

2620. Jaki EA 15 ex Guðrún Helga EA 85. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Óskar & synir ehf. á Dalvík gerir grásleppubátinn Jaka EA 15 út frá Kópaskeri en þaðan hafa þeir róið til grásleppuveiða lengi vel.

Jaki EA 15, sem hét upphaflega Bjössi Krist EA 80 með heimahöfn í Hrísey, var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 2004. Hann er Sómi 865.

Á árunum 2003 -2006 hét báturinn Guðrún Helga EA 85 en frá 2006 hefur hann borið nafnið Jaki EA 15.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution