Norðingur KG 21 landaði kolmunna á Fáskrúðsfirði

9281633. Norðingur KG 21 ex Ruth. Ljósmynd Óðinn Magnason 2020.

Færeyska skipið Norðingur kom inn til löndunar á Fáskrúðsfirði í gær, sumardaginn fyrsta með um 1781 tonn af kolmunna.

Nordingur, sem hefur heimahöfn í Klakksvík, var smíðaður hjá Fitjar Mek. Verkstad í Noregi árið 2003.

Skipið er 68,8 metrar að lengd, 13,8 metra breitt og mælist 2,017 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björn Jónsson ÞH 345

7461. Björn Jónsson ÞH 345 ex Arnar SH 157. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Grásleppubáturinn Björn Jónsson ÞH 345 kemur hér að landi á Raufarhöfn í vikunni en það er Útgerðarfélagið Röðull ehf. sem gerir hann út.

Upphaflega hét báturinn Jói á Nesi II SH 259 og var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar fyrir Pétur F. Karlsson í Ólafsvík. Það var árið 1998 og árið 2006 var báturinn lengdur.

Í ársbyrjun 2012 er báturinn kominn með nafnið Arnar II SH 557 eftir að hafa verið seldur í Stykkishólm. Eigandi Útgerð Arnars ehf.

Það var svo í árslok 2019 sem Útgerðarfélagið Röðull ehf., sem Einar Sigurðsson stendur að, keypti bátinn og nefndi Björn Jónsson ÞH 345. Báturinn hafði árið á undan eða svo borið nafnið Arnar SH 157.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution