Þingey ÞH 51

1650. Þingey ÞH 51. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009. Þingey ÞH 51 var smíðuð árið 1983 í Bátasmiðjunni Vör á Akureyri fyrir Auðun Benediktsson útgerðarmann á Kópaskeri. Auðun gerði bátinn m.a út til rækjuveiða á Öxarfirði. Þingey er 12 brl að stærð og upphaflega búin 215 hestafla Caterpillarvél sem skipt var út fyrir aðra eins árið … Halda áfram að lesa Þingey ÞH 51

Sigrún GK 380

1173. Sigrún GK 380 ex Sæþór KE 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sigrún GK 380 hét upphaflega Sæþór KE 70 og var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi. Hann var smíðaður fyrir útgerðarfélagið Sænes hf. í Keflavík og var afhentur í júnímánuði árið 1971. Báturinn var 49 brl. að stærð búinn 240 hestafla Kelvin aðalvél. Hann var … Halda áfram að lesa Sigrún GK 380

Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi stefna að sameiningu

2917. Sólberg ÓF 1 flaggskip Ramma hf. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017. Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna. Sameinað félag mun heita Ísfélagið hf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félögin sendu frá sér í kvöld. Forsvarsmenn félaganna tveggja eru sammála um að mörg tækifæri séu … Halda áfram að lesa Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi stefna að sameiningu

Björn Jónsson ÞH 345

2390. Björn Jónsson ÞH 345 ex Jói Berg GK 33. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007. Björn Jónsson ÞH 345 kemur hér að bryggju á Raufarhöfn vorið 2007, úr grásleppuróðri. Báturinn var gerður út af Útgerðarfélaginu Röðli ehf. á Raufarhöfn. Báturinn var smíðaður fyrir Reyni Jóhannsson í Grindavík í Trefjum í Hafnarfirði árið 2000. Hann er af … Halda áfram að lesa Björn Jónsson ÞH 345

Smári ÞH 59

1533. Smári ÞH 59 ex Vigur SU 60. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005. Smári ÞH 59 kemur hér til hafnar á Húsavík eftir netaróður í byrjun febrúarmánaðar árið 2005. Báturinn var gerður út um tíma frá Húsavík eftir að hafa verið keyptur frá Djúpavogi haustið 2004. Hann var smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1979 og … Halda áfram að lesa Smári ÞH 59

Grettir SH 104

182. Grettir SH 104 ex Ólafur Ingi KE 34. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Grettir SH 104 frá Stykkishólmi lætur hér úr höfn á Húsavík í nóvembermánuði árið 2004. Grettir hét upphaflega Sigurður Jónsson SU 150 og var smíðaður í Noregi 1963 og kom til heimahafnar á Breiðdalsvík í nóvember það ár. Grettir hét áður Ólafur Ingi KE … Halda áfram að lesa Grettir SH 104

Marietje Marsilla við Bökugarðinn

IMO 9458248. Marietje Marsilla. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hollenska flutningaskipið Marietje Marsilla kom til Húsavíkur að morgni annars í jólum og lagðist að Bökugarðinum. Skipið er með hráefnisfarm til PCC á Bakka og strax var hafist handa við uppskipun hans. Marietje Marsilla er með heimahöfn í Delfzijl og var smíðað í Hollandi árið 2010. Skipið … Halda áfram að lesa Marietje Marsilla við Bökugarðinn