
Þessa mynd af Samskip Hvitbjørn tók Eiríkur Sigurðsson á dögunum en skipið, sem notar gas sem eldsneyti, er af svokallaðri Ro Ro gerð flutningaskipa.
Skipið var smíðað árið 2015 og siglir undir færeysku flaggi með heimahöfn í Þórshöfn.
Skipið er 119,92 metrar að lengd, breidd þess er 22,4 metrar og það mælist 9,132 brúttótonn að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution