Laganborg kom með hráefni fyrir PCC

IMO 9407419. Laganborg og hafnsögubáturinn Sleipnir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Laganborg kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarði hvar skipað verður upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka. Laganborg var smíðað í Hollandi árið 2008 og er 4,695 GT að stærð. Skipið er 123 metra langt og breidd þess er 14 metrar. Skipið … Halda áfram að lesa Laganborg kom með hráefni fyrir PCC

Ný Cleopatra 44 til Grímseyjar

3010. Björn EA 220. Ljósmynd Trefjar 2022. Útgerðarfélagið Heimsskautssport ehf í Grímsey fékk á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 44 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Heimskautssport ehf er í eigu bræðranna Sigurðar og Jóhannesar Henningssona og er Sigurður skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn heitir Björn EA 220 og leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 44 til Grímseyjar

Grænlenska hafrannsóknarskipið Tarajoq

IMO 9881225. Tarajoq í Hafnarfjarðarhöfn. Ljósmynd Grétar Þór Sæþórsson 2022. Grænlenska hafrannsóknaskipið Tarajoq hafði viðdvöl í Hafnarfirði á dögunum enkipið hefur að undanförnu verið við rannsóknir við austurströnd Grænlands og hafinu milli Íslands og Grænlands. Skipið er smíðað 2021 hjá Astilleros Balenciaga skipasmíðastöðinni í Zumaia á Spáni. Það er 61,4 metrar á lengd og 16 … Halda áfram að lesa Grænlenska hafrannsóknarskipið Tarajoq

Húsavíkurhöfn 25. september 2022

Hér birtist myndskeið sem var tekið við Húsavíkurhöfn í gærkveldi þegar sjór gekk inn á hafnarsvæðið á flóði. https://videopress.com/v/PSV4TGwQ?resizeToParent=true&cover=true&autoPlay=true&controls=false&posterUrl=https%3A%2F%2Fskipamyndir.files.wordpress.com%2F2022%2F09%2Fhusavikurhofn_2509224.jpg&preloadContent=metadata&useAverageColor=true Við Húsavíkurhöfn í gærkveldi. Myndataka Hafþór Hreiðarsson.

Bárður SH 81

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Dragnótabáturinn Bárður SH 81 kom til löndunar á Húsavík síðdegis í dag en hann var við dragnótaveiðar á Skjálfandaflóa. Bárður SH 81 var smíðaður fyrir Bárð SH 81 ehf. en að því fyrirtæki stendur Pétur Pétursson skipstjóri og útgerðarmaður á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Smíði bátsins fór fram í … Halda áfram að lesa Bárður SH 81

Seglskútan Byr

2924. Byr á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Seglskútan kom til Húsavíkur í dag frá Scoresbysund á Grænlandi og hafði samfylgd af Norðursiglingarskonnortunum Ópal og Hildi. Byr er tæplega 30 ára gamalt fley, smíðað úr stáli í Hollandi. Eigandi Láganes ehf. og heimahöfn Ísafjörður. Hér má lesa aðeins um Byr og eiganda þess. Með … Halda áfram að lesa Seglskútan Byr

Bárður við bryggju á Húsavík

2965. Bárður SH 81 við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Dragnótabáturinn Bárður SH 81 er hér við bryggju á Húsavík um helgina en báturinn var við veiðar á Skjálfanda. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in … Halda áfram að lesa Bárður við bryggju á Húsavík

Húsavíkurhöfn

Húsavíkurhöfn. Ljósmynd Pétur Jónasson. Hér gefur að líta mynd af Húsavíkurhöfn, tekna á seinni hluta áttunda áratugs síðustu aldar. Þarna má sjá, auk báta- og trilluflota heimamanna, þrjú íslensk kaupskip. Sunnan á bryggjunni er skip frá Skipadeild Sambandsins, við L-ið liggur skip frá Hafskip og við hafnargarðinn er skip frá Eimskip. Með því að smella … Halda áfram að lesa Húsavíkurhöfn