Garpur dregur grásleppunetin á Hraunsvíkinni

2018. Garpur RE 148 ex Garpur SH 95. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Jón Steinar tók þessar myndir í dag af grásleppubátnum Garpi RE 148 draga netin á Hraunsvíkinni austan Grindavíkur.

Garpur var smíðaður árið 1989 á Seyðisfirði og hét upphaflega Litlanes ÞH 52, eigandi Óli Þorsteinsson á Þórshöfn.

Litlanes ÞH 52 var selt til Fáskrúðsfjarðar árið 1990 þar sem það fékk nafnið Dagbjört SU 50. Síðar átti það eftir að bera nöfnin Mímir ÍS 30, Bergey SK 7, Fiskanes NS 137 og svo NS 37.

Árið 2000 fékk báturin nafnið Garpur SH 95 og heimahöfnin Grundarfjörður. RE 148 varð hann svo árið 2013.

Garpur RE 148 er 13,8 metra langur, en hann var lengdur á sínum tíma og styttur aftur. Hann mælist 11,77 brl./19,78 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristín lagði í´ann í gærkveldi

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Línubáturinn Kristín GK 457 lagði upp í róður frá Grindavík í gær og myndaði Jón Steinar hana í kvöldsólinni.

Kristín, sem upphaflega hét Þorsteinn RE 303, er annar tveggja báta sem enn eru gerðir út af þeim átján sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Boizenburg á árunum 1965-1967. Hinn er Saxhamar SH 50 sem upphaflega hét Hrafn Sveinbjarnarson GK 255.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Andri KE 46

1075. Andri KE 46 ex Andri VE 244. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Andri KE 46, sem hér sést að dragnótaveiðum, hét upphaflega Hásteinn ÁR 8 frá Stokkseyri og var smíðaður árið 1969 í Skipavík h/f í Stykkishólmi.

Í Víkurfréttum sagði svo frá 10. mars 1994:

Andri VE bætist í flotann

Jón Björn Vilhjálmsson og Arnar Magnússon hafa fest kaup á 4 7 tonna eikarbáti frá Vest- mannaeyjum. Báturinn heitir Andri VE 244 (Skipaskrárnúmer: 1075). Andri VE var smíðaður í Stykkishólmi fyrir 2 6 árum, e n endurbyggður í Hafnarfirði fyrir 14 árum.

Báturinn verður gerður út á snurvoð frá Suðurnesjum.

Báturinn átti síðar eftir að bera nöfnin Dagný GK 91, Austurborg KE, SH, GK og aftur SH en báturinn var tekinn af skipaskrá árið 2010.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution