Hlökk ST 66 í Hafnarfirði

2696. Hlökk ST 66 í krananum hjá Trefjum. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Hlökk ST 66 er í Hafnarfirði þessa dagana og í gær fór hún undir karnann hjá Trefjum sem hífði hana á land.

2696. Hlökk ST 66 í krananum hjá Trefjum. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Hlökk ST 66 er af gerðinni Cleopatra 38 og var afhent útgerðinni í marsmánuði árið 2006. Það er samnefnt útgerðarfyrirtæki á Hólmavík sem á bátinn sem og Herju ST 166 sem er af gerðinni Cleopatra 31.

2696. Hlökk ST 66 . Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dalborg EA 317

2387. Dalborg EA 317 ex Tumi EA 84. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Dalborg EA 317 kemur að landi á Dalvík í dag en báturinn, sem er í eigu Bræðrastígs ehf. , er á strandveiðum.

Báturinn hét upphaflega Dínó HU 70 og var smíðaður árið 1999 í bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn var af gerðinni Cleopatra 28 en eftir lengingu er hann Cleopatra 31L.

Dínó HU 70 var seldur til Húsavíkur haustið 2003 og fékk nafnið Katrín ÞH 5. Síðan hefur báturinn heitið Katrín HF 50, Katrín SH 41, Siglunes SH 22, Kristín KÓ 251, Bjargey ÞH 238, Tumi EA 84 og loks Dalborg EA 317.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Gústi Guðna heitir nú Matti Viktors

7768. Gústi Guðna SI 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Hér gefur að líta handfærabátinn Gústa Guðna SI 150 koma að landi á Siglufirði í júlímánuði árið 2015.

Gústi Guðna SI 150 var í eigu F-610 ehf. á Siglufirði frá árinu 2014 og þar til fyrir skömmu að Bubba Gump ehf. á Þingeyri við Dýraafjörð keypti bátinn.

Honum var gefið nafnið Matt Viktors ÍS 312.

Báturinn var smíðaður hjá Siglufjarðar-Seig ehf. á Siglufirði árið 2013, hann er 4,58 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ösp HF 210

2398. Ösp HF 210. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Krókaaflamarksbáturinn Ösp HF 210 kemur hér að landi í Hafnarfirði í júlí árið 2002 en hann var í eigu Mardísar ehf.

Í dag er báturinn gerður út frá Suðurnesjum undir nafninu Guðrún GK 90 og eigand Baltic ehf. en báturinn hefur heitið Jórunn ÍS 140, Jón Emils ÍS 19, Bjarni Egils ÍS 16, Bjarmi GK 33, HU 33 og GK 38 áður en hann varð Guðrún GK 90.

Báturinn var lengdur árið 2002 og telst vera Cleopatra 31 eftir það.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Beta GK 36 kom til Grindavíkur í dag

2764. Beta GK 36 ex Beta VE 36. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Beta GK 36 kom til hafnar í Grindavík síðdegis í dag úr línuróðri og var aflinn um 8, 5 tonn samkvæmt upplýsingum ljósmyndarans.

Beta GK 36 er af gerðinni Cleopatra 38 og var smíðuð fyrir Útgerðarfélagið Má ehf. í Vestmannaeyjum árið 2008 og afhent um mitt það ár. Hét Beta VE 36.

2764. Beta GK 36 ex Beta VE 36. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Samkvæmt vef Fiskistofu er Útgerðarfélag Sandgerðis ehf. útgerðaraðili bátsins í dag en eigandi sem fyrr Útgerðarfélagið Már ehf. í Vestmannaeyjum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Erla Kristín EA 155

2587. Erla Kristín EA 155 ex Ásdís ÞH 136. Ljósmynd Haukur Sigtrygur 2019.

Erla Kristín EA 155 úr Hrísey lenti fyrir linsunni hjá Hauki Sigtryggi í dag en báturinn er af gerðinni Sómi 795.

Báturinn, sem er Sómi 795, var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 2003 og hefur borið eftirfarandi nöfn: Aðalbjörg Þ. BA 399. – Auðbjörg GK 88. – Auðbjörg GK 130. – Nonni í Vík SH 89. – Ásdís ÞH 136. – Erla Kristín EA 155.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hraunsvík leggur netin suður af Hópsnesi

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Á dögunum birtust myndir af Hraunsvík GK 75 þar sem kallarnir voru að draga netin en það þarf líka að leggja þau.

Á þessum myndum sem Jón Steinar tók eru þeir Viktor og Brynjólfur að leggja netin skammt suður af Hópsnesi.

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar segir að þeir hafi verið að skreppa út upp úr kvöldmat og fara svo út svona 7-8 á morgnana, þannig að netin eru að fá um 12 tíma legu og fiskiríið hefur bara verið gott.

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ragnar Alfreðs GK 183

1511.Ragnar Alfreðs GK 183 ex Ragnar Alfreðs HU 7. Ljósmynd Þór Jónsson.

Ragnar Alfreðs GK 183 var smíðaður í Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. á Skagaströnd og afhentur árið 1978.

Hann hét upphaflega Sif ÍS 90 og var frá Suðureyri við Súgandafjörð. Síðar Jóhannes Gunnar GK 74, Freyr HF 134, Vörðufell GK 205, Sandvík SK 188, Sandvík II GK 189, Gaui Gamli VE 6, Pétursey VE 6, Sólveig GK 39, Ragnar Alfrðs HU 7 og að lokun GK 183.

Báturinn er 14,50 brl. að stærð og er gerður út af Háeyri ehf. í Garðinum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurður Pálsson ÓF 66

396. Sigurður Pálsson ÓF 66 ex Eyrún EA 58. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sigurður Pálsson ÓF 66 kemur hér að landi á Ólafsfirði um árið, Akureyrarsmíði sem enn er að undir nafninu Trausti EA 98.

Báturinn sem, er 8 brl. að stærð, hét upphaflega Eyrún EA 58 var smíðaður 1954 fyrir Hríseyinga í skipasmíðastöð KEA.

1973 var báturinn seldur til Ólafsfjarðar þar sem hann fékk nafnið Sigurður Pálsson ÓF 66.

Árið 2005 var báturinn tekinn af skrá en eftir að Lúðvík Gunnlaugsson á Akureyri keypti hann árið 2009 og hóf að endurbyggja komst hann aftur á skipaskrá árið 2010. Heimild aba.is

Lúðvík hefur stundað strandveiðar á Trausta EA 98 undanfarin sumur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Glófaxi NS 54

1300. glófaxi NS 54 ex Sveinbjörg NS 49. Ljósmynd Ingibjörg Stefánsdóttir.

Um daginn birti ég mynd af Báru ÞH 7 sem var smíðuð af Herði Björnssyni á Borgarfirði eystra árið 1973 fyrir Jón B. Gunnarsson og Kristinn Lúðvíksson á Húsavík.

Þar kom m.a fram að heitir báturinn Glófaxi NS 49 og er í eigu Ólafs Sveinbjörnssonar sem hefur gert bátinn upp.

Ég falaðist eftir mynd hjá Ólafi sem sendi mér þessa mynd og sagði í póstinum að Glófaxi sé nú í smábátahöfninni á Seyðisfirði. Hann væri með haffærniskírteini og skráður sem skemmtibátur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution