Sædís Bára GK 88

2829. Sædís Bára GK 88. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Sædís Bára GK 88 var smíðuð á Suðurnesjunum og sjósett í júnímánuði árið 2012.

Sædís Bára var með heimahöfn í Garði en eigandi hennar var H. Pétursson ehf.

Útgerðarsaga bátsins, sem var tæplge 19 BT að stærð, varð ekki löng því hann varð eldi að bráð í Sandgerðishöfn þann 13. júní árið 2014.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Ósk ÞH 54

2447. Ósk ÞH 54 ex Guðný NS 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Ósk ÞH 54 kemur til hafnar á Húsavík í dag en hún er á netum.

Guðný er tæp 12 bt. að stærð, af AWIgerð og smíðuð í Færeyjum 1999. Það er Sigurður Kristjánsson sem gerir hana út.

Hér má lesa nánar um Ósk ÞH 54

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Kallarnir á Vininum

1750. Vinur ÞH 73 ex Matthildur EA 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Þær myndir sem nú birtast voru teknar þann 3. september árið 2008 og sýna Vin ÞH 73 koma að landi á Húsavík og löndun úr honum.

Þann dag skrifað ég eftirfarandi á gömlu síðuna:

Þessar myndir tók ég í dag þegar netabáturinn Vinur ÞH 73 kom að landi á Húsavík. Skipstjórinn og útgerðarmaðurinn er Sigurður Sigurðsson eða Siggi stýssi eins og margir þekkja hann. Hann vantar 2-3 mánuði í áttrætt en er enn að róa, tekur sinn kvóta í netin. Siggi var lengi með fengsælustu skipstjórum síldar- og loðnuskipaflotans, stýrði m.a. Dagfara, Gísla Árna og Erninum.

1750. Vinur ÞH 73 ex Matthildur EA 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Vinur ÞH 73 var smíðaður af Baldri á Hlíðarenda við Akureyri árið 1986 og hét upphaflega Matthildur EA 222. Sigurður kaupir hann til Húsavíkur árið 1991 og leysti hann af hólmi eldri trillu sem Sigurður átti og bar sama nafn.

Kallarnir á Vininum við löndun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Með Sigurði réru á Vininum þegar þetta var Arnar sonur hans og Óskar Axelsson. Arnar á Vin ÞH 73 í dag.

Óskar Axelsson að ísa aflann. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Siggi Stýssi við löndun úr Vininum. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Sigurður Sigurðsson fæddist á Skálum á Langanesi 20. desember 1928. Hann lést á Húsavík, 8. febrúar 2016.

1750. Vinur ÞH 73 ex Matthildur EA 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Hreifi í skveringu sumarið 2008

5466. Hreifi ÞH 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hreifi ÞH 77 frá Húsavík er á þessum myndum í skveringu sumarið 2008.

Þarna er eigandi hans Héðinn Helgason eitthvað að bardúsa áður en borinn var botnfarvi á bátinn.

Hreifi var smíðaður fyrir Héðinn Maríusson, afa Héðins, árið 1973.

5466. Hreifi ÞH 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Fjóla SH 7

2070. Fjóla SH 7 ex Kópur Gk 175. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Fjóla SH 7 kemur hér að landi í Ólafsvík eftir makrílveiðiferð.

Fjóla SH 7 sem er í eigu Þórishólma ehf. í Stykkishólmi var smíðuð í Stálsmiðjunni árið 1990 fyrir Garðar Garðarsson útgerðarmann í Keflavík.

Báturinn fékk nafnið Jón Garðar KE 1. Hann var 9,7 brl. að stærð en mælist í dag 14,9 BT.

Haustið 2004 er báturinn seldur Víkurhrauni ehf. í Grindavík sem gaf honum nafnið Hraunsvík GK 75.

Um mitt ár 2007 fær hann nafnið Kópur GK 175, sami eigandi en tæpu ári síðar er hann seldur Þórishólma ehf. sem gaf honum nafnið sem hann ber í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Happadís GK 16

2652. Happadís GK 16 ex Spútnik 4 AK 110. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Happadís GK 16 kemur hér til hafnar í Sandgerði í lok aprílmánaðar árið 2008.

Sverrir Þór Jónsson gerði Happadísina út og var skiptjóri á henni. Hann var sérklega fengsæll á henni og sem dæmi var Happadís aflahæst krókaaflamarksbáta árið 2007 með 1.108 tonn.

Haustið 2011 var báturinn keyptur til Bolungarvíkur þar sem hann fékk nafnið Siggi Bjartar ÍS 50, í eigu samnefnds útgerðarfyrirtækis.

2014 kaupir K&G ehf. bátinn og nefnir Darra GK 31 en skömmu síðar er hann orðinn EA 75 með heimahöfn í Hrísey.

Í ársbyrjun 2018 fær báturinn nafnið Áki í Brekku SU 760 eftir að hann komst í eigu Gullrúnar ehf. á Breiðdalsvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Grásleppukarlar á Húsavík vorið 1981

Jósteinn Finnbogason og Héðinn Maríusson. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1981.

Hér koma nokkrar myndir sem Hreiðar Olgeirsson á Húsavík tók vorið 1981 þegar grásleppukarlar voru að komnir að landi og voru að landa.

Þetta voru þeir Jósteinn Finnbogason á Hafdísi ÞH 12 og Héðinn Maríusson á Hreifa ÞH 77.

Héðinn Maríusson um borð í báti sínum. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1981.
Guðmundu G. Halldórsson og Einar Jónsson. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1981.

Guðmundur hrognakaupmaður á Kvíslarhóli kom til að athuga aflabrögð og það gerði Einsi frá Móbergi líka.

Vor við Húsavíkurhöfn 1981. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1981.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Sævík GK 575

2714. Sævík GK 575 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Línubáturinn Sævík GK 575, í eigu Vísis hf. í Grindavík, kemur hér til hafnar í gær.

Vísir hf. keypti Sávarmál ehf., þ.e.a.s Óla Gísla GK 112 ásamt aflaheimildum, um mitt ár í fyrra og fékk hann síðan nafnið Sævík GK 575.

Báturinn var smíðaður fyrir Sjávarmál ehf. í Sandgerði í Seiglu árið 2006.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Víkurröst VE 70

2342. Víkurröst Ve 70 ex Víkurröst VE 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Víkurröst VE 70 sést hér koma til hafnar í Vestmannaeyjum í gær eftir handfæraróður.

Víkurröst var var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1999 fyrir Þorstein Gunnarsson og var fyrst með heimahöfn í Vík í Mýrdal. Hún var með einkennisstafina VS og númerið 2.

2342. Víkurröst VS 2. Ljósmynd Hafþór Hreiðarssson.

2002 var hún komin til Vestmannaeyja og var VE 70 eins og Krissan í gamla daga en eigandinn HH útgerð ehf. og eins og sjá má á myndinni hér að neðan hefur hún verið skutlengd.

2342. Víkurröst VE 70 ex Víkurröst VS 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þæ í hærri upplausn.

Daðey GK 777

2799. Daðey GK 777 ex Örninn ÓF 176. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Daðey GK 777 kemur hér að landi í Grindavík í marsmánuði 2018.

Daðey, sem í dag er gerð út af Vísi hf., hét upphaflega Oddur á Nesi SI 76. Smíðaður á Siglufirði 2010 fyrir Útgerðarfélagið Nesið ehf. á Siglufirði.

Í maímánuði 2015 var hann orðinn ÓF 176, í eigu sömu útgerðar, og í apríl 2016 fær hann nafnið Örninn ÓF 176.

Marver ehf. í Grindavík keypti bátinn síðan á árinu 2016 og fékk hann nafnið Daðey GK 777. Í nóvember 2017 er Vísir hf. skráður eigandi á vef Fiskistofu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.