Hafborg í Grímsey

1922. Hafborg EA 152 ex Magnús EA 25. Ljósmynd Rósa Árnadóttir.

Hér kemur mynd sem Rósa heitin Árnadóttir tengdamóðir mín tók í Grímsey árið 2001 en þangað fór hún oft til að kenna börnum eyjaskeggja sund.

Þarna er Óli á Hafborginni eittthvað að græja en þetta önnur Hafborgin af fjórum sem hann hefur átt og gert út.

Hafborg þessi hét upphaflega Sigmar NS 5 og var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1989. Árið 1990 fékk hann nafnið Mahnús EA 25 með heimahöfn í Grímsey.

Árið 1998 fékk hann nafnið Hafborg sem hann bar til ársins 2006 er hann fær nafnið Glaður ÍS 221 með heimahöfn í Bolungarvík.

Frá árinu 2009 hefur báturinn borið nafnið Finni NS 21 með heimahöfn á Bakkafirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Garpur

2018. Garpur RE 148 ex Garpur SH 95. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Hér er Garpur að koma inn til Grindavíkur á dögunum en hann rær þaðan á grásleppu.

Garpur var smíðaður árið 1989 á Seyðisfirði og hét upphaflega Litlanes ÞH 52, eigandi Óli Þorsteinsson á Þórshöfn.

Litlanes ÞH 52 var selt til Fáskrúðsfjarðar árið 1990 þar sem það fékk nafnið Dagbjört SU 50. Síðar átti það eftir að bera nöfnin Mímir ÍS 30, Bergey SK 7, Fiskanes NS 137 og svo NS 37.

Árið 2000 fékk báturin nafnið Garpur SH 95 og heimahöfnin Grundarfjörður. RE 148 varð hann svo árið 2013.

Garpur RE 148 er 13,8 metra langur, en hann var lengdur á sínum tíma og styttur aftur. Hann mælist 11,77 brl./19,78 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Án BA 92

6037. Án BA 92 ex Garðar SH 154. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Án BA 92 hét upphaflega Elín SI 30 og var smíðuð 1979 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd.

Elín var á Siglufirði til ársins 1983 en þá fékk báturinn nafnið Hansína EA 176 og heimahöfnin Grímsey.

Árið 1986 var báturinn aftur kominn til Siglufjarðar þar sem hann bar nafnið Svanurinn SI 17 til ársins 1994. Það ár fékk hann nafnið Bára SI 6 og síðar á árinu Björn Ásgeirsson SH 223 með heimahöfn í Grundarfirði.

Árið 1995 fékk hann nafnið Boði AK 44, heimahöfn á Akranesi og 1998 fór hann aftur á Snæfellsnes undir nafninu Elís SH 149. Heimahöfn Ólafsvík.

Árið 1999 fékk báturinn nafnið Ármann SH 323, heimahöfn áfram Ólafsvík og svo var til ársins 2010 er hann fær nafnið Ingey SH 323. Heimahöfnin verður Stykkishólmur og báturinn heldur þessu nafni til ársins 2019 er hann varð Garðar II SH 154 og heimahöfnin áfram Stykkkishólmur.

Það var svo vorið 2020 sem báturinn fær stutt og laggott nafn, Án BA 92. Heimahöfnin Patreksfjörður og eigandi Grímur Barði Grétarsson.

Án er í dag 3,15 brl. að stærð gerð út til strandveiða en myndin var tekin á Patreksfirði sl. sumar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sævík GK 757

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla. GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Sævíkin kom með 15 tonn að landi í gær en það er Vísir hf. í Grindavík sem gerir bátinn út til línuveiða.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Svala Dís KE 29

1666. Svala Dís KE 29 ex Gullfaxi II GK 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Grásleppubáturinn Svala Dís KE 29 kemur hér að landi í Sandgerði fyrir skömmu en báturinn er gerður út af FREYR-freshfish ehf. og heimhöfn hans Keflavík.

Báturinn var smíðaður árið 1983 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd.

Upphaflega hét báturinn Stakkur RE 186 og var 11,63 brl. að stærð, búinn 115 hestafla G.M vél. Eigendur Sæmundur Rögnvaldsson og Rögnvaldur Sæmundsson.

Stakkur var seldur vestur á Rif árið 1986 þar sem hann fékk nafnið Stapavík SH 132. Árið 1990 er hann kominn á Skagann og fær nafnið Stapavík AK 132. 

Árið 1991 fær hann nafnið Enok AK 8 og hét hann því nafni til ársins 1999.

Þá fékk Enok nafnið Anna H GK 80 sem hann bar til ársins 2001 er hann fékk nafnið Rafnkell SF 100. Síðar sama ár fékk hann nafnið Margrét HF 95 og ári síðar Gullfaxi II GK 14.

Þða var svo árið 2004 sem báturinn fékk það nafn sem hann ber í dag, Svala Dís KE 29. 

Báturinn var lengdur árið 2001 og mælist 11,62 brl. að stærð í dag. Í dag er í honum 203 hestafla Cummins frá árinu 2004.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Beta

2764. Beta GK 36 ex Beta VE 36. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Línubáturinn Beta GK 36 sést hér koma að landi í Grindavík á dögunum og var aflinn þann daginn um tíu tonn.

Beta GK 36 er af gerðinni Cleopatra 38 og var smíðuð fyrir Útgerðarfélagið Má ehf. í Vestmannaeyjum árið 2008 og afhent um mitt það ár. Hét Beta VE 36.

Í ársbyrjun 2019 var Beta komin með GK í stað VE eftir að Útgerðarfélagið Már ehf. hafði verið selt til Suðurnesja. Það er nú í eigu Nesfisks hf. í Garðinum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hafborg NS 48

7015. Hafborg NS 48. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hafborg NS 48 var smíðuð í bátasmiðjunni Mótun árið 1987 fyrir Vopnfirðingana Guðna Þ. Sigurðsson og Einar Guðnason.

Hafborgin, sem sést á myndinni koma til hafnar í Sandgerði um árið, var Gáski 1000. Hún var tæpar 10 brl. að stærð og búin 271 hestafla Mermaidvél.

Hafborg var seld til Færeyja og tekin af skipaskrá í ágústmánuði árið 2003. (heimild aba.is)

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Jón Ásbjörnsson RE 777

2755. Jón Ásbjörnsson RE 777 ex Ragnar SF 550. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2021.

Sigurður Davíðsson tók þessa mynd í dag af línubátnum Jóni Ásbjörnssyni RE 777 koma til hafnar í Þorlákshöfn.

Jón Ásbjörnsson RE 777 var smíðaður í Bátagerðinni Samtak árið 2008 og er af gerðinni Víkingur 1200.

Báturinn var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Vigur ehf. á Hornafirði og hét Ragnar SF 550 til ársins 2013. Það ár var báturinn seldur Fiskkaup hf. í Reykjavík sem gaf honum nafnið Jón Ásbjörnsson RE 777.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hafrafell SU 65

2912. Hafrafell SU 65 ex Hulda GK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Hafrafell SU 65 kemur hér að landi í Grindavík á dögunum en báturinn var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri fyrir BG Nes ehf. á Siglufirði.

Báturinn hét Oddur á Nesi SI 76 og kom til heimahafnar á Siglufirði upp úr miðjum janúar 2017.

Seldur Blikabergi ehf. í júlí 2017 og fékk þá nafnið Hulda HF 17, um ári síðar var heimahöfn Huldu skráð í Sandgerði og hún GK 17.

Blikaberg ehf. seldi Huldu GK 17 til Háuaxlar ehf. vorið 2019 og fékk hún þá nafnið Hafrafell SU 65.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dóri GK 42 kemur að landi í Sandgerði

2604. Dóri GK 42 ex Óli G HF 22. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Dóri GK 42 kemur hér að landi í Sandgerði fyrir helgi en það er Nesfiskur sem gerir bátinn út.

Báturinn var smíðaður hjá Samtak í Hafnarfirði árið 2004 og hét upphaflega Keilir II AK 4. Hann var í eigu samnefnds fyrirtækis á Akranesi.

Árið 2013 kaupir Blikaberg ehf. bátinn og hann fær nafnið Óli G, fyrst ÍS 122 og síðar HF 22.

Nesfiskur kaupir Óla G HF 22 vorið 2104 og upp úr því fékk hann nafnið Dóri GK 42.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution