Áki í Brekku

2790. Áki í Brekku SU 760 ex Einar Hálfdáns ÍS 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Áki á Brekku SU 760 kemur hér til hafnar á Húsavík í vikunni en báturinn er á handfærum.

Áður Einar Hálfdáns ÍS 11 en báturinn er í eigu Gullrúnar ehf. á Breiðdalsvík en fyrirtækið hafði bátaskipti við Vébjarnarnúp ehf. í Bolungarvík og heitir gamli Áki í Brekku SU 760 nú Einar Hálfdáns ÍS 11, samkvæmt skipaskrá.

Hann verður merktur upp á nýtt einhvern næstu daga og þá næ ég vonandi nýjum myndum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Einar Hálfdáns – Áki í Brekku

2790. Einar Hálfdáns ÍS 11 nú Áki í Brekku SU 760. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Einar Hálfdáns ÍS 11 sem nú heitir samkvæmt skipaskrá Áki í Brekku SU 760 landaði á Húsavík í morgun en báturinn er á handfærum.

Hann er í eigu Gullrúnar ehf. á Breiðdalsvík en fyrirtækið hafði bátaskipti við Vébjarnarnúp ehf. í Bolungarvík og heitir gamli Áki í Brekku SU 760 nú Einar Hálfdáns ÍS 11, samkvæmt skipaskrá.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Víkingar

7361. Aron ÞH 105 – 7465. Jökull ÞH 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hér gefur að líta Aron og Jökull en báðir eru bátarnir af Víking-gerð frá Bátasmiðjunni Samtak í Hafnarfirði.

Myndin var tekin nú í morgunsárið á Húsavík en þar hefur Aron heimahöfn en Jökull á Kópaskeri.

Aron, sem hefur verið lengdur, hét upphaflega Lukka RE 86 en Jökull hét fyrst Guðmundur Einarsson ÍS 155.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þröstur ÓF 42

6931. Þröstur ÓF 42 ex Smári ÓF 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Strandveiðibáturinn Þröstur ÓF 42 kemur hér að landi á Siglufirði fyrir skömmu en hann hét upphaflega Smári ÓF 20 en hann var smíðaður hjá Bátagerðinni Samtak ehf. í Hafnarfirði árið 1987.

Það er Frímann Ingólfsson sem á og gerir Þröst út en hann keypti bátinn af Smára ehf. árið 2017.

Hér má sjá fleiri myndir af bátnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýr bátur á Húsavík

7311. Hanna Ellerts SH 4 ex Korri SH 66. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Nýr bátur, Hanna Ellerts SH 4, kom til Húsavíkur eftir siglingu frá Stykkishólmi þaðan sem báturinn var keyptur.

Um er að ræða níu metra langan Sómabát, smíðaðan árið 1991 í Bátasmiðju Guðmundar.

Upphaflega hét báturinn Þyrí HF 42 en hefur í gegnum tíðina heitið þó nokkrum nöfnum. S.s. Sigurvík, Draupnir, Tímon, Katrín, Ásdís, Venni og Korri.

Það er Eyrarvík ehf. sem keypti bátinn til Húsavíkur en að því fyrirtæki standa Sigurjón Sigurbjörnsson og Sigurgeir Pétursson. Þeir hyggjast m.a nota bátinn til Flateyjarferða en báðir eiga þeir ættir að rekja þangað.

Að sögn Sigurgeirs mun báturinn sennilega fá nafnið Njörður ÞH 112.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Jón Ásbjörnsson RE 777 á Siglufirði

2755. Jón Ásbjörnsson RE 777 ex Ragnar SF 550. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hérna kemur myndasyrpa af línubátnum Jóni Ásbjörnssyni RE 777 sem ég tók á Siglufirði fyrir skömmu.

Jón Ásbjörnsson RE 777 var smíðaður í Bátagerðinni Samtak árið 2008 og er af gerðinni Víkingur 1200.

Báturinn var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Vigur ehf. á Hornafirði og hét Ragnar SF 550 til ársins 2013. Það ár var báturinn seldur Fiskkaup hf. í Reykjavík sem gaf honum nafnið Jón Ásbjörnsson RE 777.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Skálanes NS 45

2501. Skálanes NS 45 ex Gunna Beta ST 60. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Skálanes NS 45 liggur hér í höfninni á Hafnarhólma í Borgarfirði eystra um helgina. Upphaflega hét báturinn Hafgeir HU 21.

Báturinn var smíðaður árið 2001 í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði. Hann var með heimahöfn á Skagaströnd.

Árið 2008 fékk hann nafnið Gunna Beta RE 14 með heimahöfn í RTeykjavík, árið síðar var Gunna Beta orðin ÍS 94 með heimahöfn á Ísafirði.

Vorið 2017 var Gunna Beta orðin ST 60 með heimahöfn á Norðurfirði en í október sama ár fékk báturinn nafnið Skálanes NS 45.

Eigandi er Faxavík ehf. og heimahöfnin á Borgarfirði eystra.

Báturinn er Sómi 960 og mælist 6,79 brl. að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sæþór kemur til hafnar á Dalvík

2705. Sæþór EA 101. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Sæþór EA 101 kemur hér til hafnar á Dalvík í vikunni en báturinn er gerður út til netaveiða af G.Ben útgerðarfélagi ehf. á Árskógssandi.

Sæþór EA 101 er af gerðinni Víkingur 1500 og var smíðaður hjá bátagerðinni Samtak árið 2006. Hann mælist 29,04 BT að stærð og lengd hans er 14,99 metrar. Breiddin 4,18 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón og Óli mætast

2755. Jón Ásbjörnsson – 2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hér mætast línubátarnir Jón Ásbjörnsson RE 777 og Óli á Stað GK 99 í Siglufjarðarhöfn á dögunum en þaðan hafa bátarnir róið að undanförnu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Hópsnes GK 77 kemur að landi á Siglufirði

2457. Hópsnes GK 77 ex Katrín SH 575. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubátur Stakkavíkur, Hópsnes GK 77, kemur hér að landi á Siglufirði í vikunni en upphaflega hét báturinn Katrín RE 375.

Katrín var smíðuð árið 2000 hjá Bátagerðinni Samtak fyrir Rafn ehf. í Reykjavík.

Sumarið 2006 varð báturinn SH 575 og heimahöfn Ólafsvík. Hann var lengdur árið 2008 og mælist í dag 29 BT að stærð.

Stakkavík hf. í Grindavík keypti bátinn í lok síðasta árs og í janúar sl. fékk hann nafnið Hópsnes GK 77.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution