Ingimundur RE 387

1198. Ingimundur RE 387 ex Trausti KE 73. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson

Ingimundur RE 387 var smíðaður árið 1971 hjá Bátalóni h/f í Hafnarfirði og hét upphaflega Gautur ÁR 19. Báturinn var 11 brl. að stærð búinn 98 hestafla Power Marinevél.

Ingimundur RE 387 var að koma til hafnar í Sandgerði þegar myndin var tekin upp úr 1990.

Gautur ÁR 19 var seldur árið 1975 en hélt nafninu og var MB 15. Rúmum mánuði síðan var hann seldur á Rif þar sem hann fékk nafnið Trausti SH 72. Árið 1987 er hann kominn á Bíldudal þar sem hann hélt nafninu en var BA 2. 1989 er hann seldur til Keflavíkur og enn heldur báturinn nafninu en varð KE 73.

Árið 1991 fær hann það nafn sem hann ber á myndinni, Ingimundur RE 387. Það stóð ekki lengi því 1992 fær hann nafnið Bragi 274 og 1994 Bragi GK 54.

Báturinn, sem var tekinn af skipaskrá í lok árs 1995 og hefur síðan verið í umsjá Byggðarsafnsins á Garðaskaga sem varðveitir bátinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sævíkin komin heim eftir lengingu

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Sævík GK 757 er komin til heimahafnar í Grindavík eftir breytingar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. 

Breytingarnar fólust m.a í því að hún var lengd um tvo metra og skipt um vél og gír. Þá var ýmis annar búnaður var endurnýjaður. Og þá fékk báturinn græna Vísislitinn í stað þess blá sem áður var.

Báturinn var smíðaður fyrir Sjávarmál ehf. í Sandgerði hjá Seiglu árið 2006 og hét upphaflega Óli Gísla GK 112. Vísir hf. í Grindavík keypti Sjávarmál ehf. á árinu 2018.

Ráðgert er að Sævík GK 757 haldi til veiða á sunnudag ef allt gengur eftir.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Margrét GK 33 kemur að landi

2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Línubáturinn Margrét Gk 33 kemur hér að landi í Sandgerði en myndirnar tók Elvar Jósefsson í dag.

Eins og áður hefur komið fram á síðunni var báturinn smíðaður fyrir Útgerðarfélag Sandgerðis ehf. sem er í eigu Nesfisks í Garðinum.

Báturinn, sem smíðaður er af Víkingbátum ehf,, leysir Von GK 113 af hólmi.

Margrét GK 33 er tæplega 22 BT að stærð en lengd hennar er 11,99 metrar.

Heimahöfn Suðurnesjabær.

2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Margrét GK 33, nýr línubátur Útgerðarfélags Sandgerðis

2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Margrét GK 33, nýr línubátur Útgerðarfélags Sandgerðis ehf., er hér við bryggju í Hafnarfirði í vikunni.

Báturinn, sem smíðaður er af Víkingbátum ehf,, leysir Von GK 113 af hólmi en Nesfiskur keypti Útgerðarfélag Sandgerðis árið 2018.

Margrét GK 33 er tæplega 22 BT að stærð en lengd hennar er 11,99 metrar.

Heimahöfn Suðurnesjabær.

2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Magnús Jónasson 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Nanna Ósk II á makríl

2793. Nanna Ósk II ÞH 133. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Raufarhafnarbáturinn Nanna Ósk II ÞH 133 er á makrílveiðum þessa dagana og tók Jón Steinar þessa mynd af henni rétt utan við Keflavíkurhöfn.

Það er Útgerðarfélagið Stekkjavík ehf. á Raufarhöfn sem gerir bátinn út en hann er af Cleopatra 38 gerð. Smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði og afhentur í nóvember 2010.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Trausti EA 98 á Trilludögum

396. Trausti EA 98 ex Sigurður Pálsson ÓF 66. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir af Trausta EA 98 fyrir nokkru þegar Trilludagar voru haldnir á Siglufirði.

Trausti EA 98 er 8 brl. að stærð, hét upphaflega Eyrún EA 58 var smíðaður ári 1954 í skipasmíðastöð KEA.

Hann var smíðaður fyrir þá Jóhann Jónasson og Björn Björnsson í Hrísey.

1973 var báturinn seldur til Ólafsfjarðar þar sem hann fékk nafnið Sigurður Pálsson ÓF 66.

396. Trausti EA 98 ex Sigurður Pálsson ÓF 66. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Árið 2005 var báturinn tekinn af skrá en eftir að Lúðvík Gunnlaugsson á Akureyri keypti hann árið 2009 og hóf að endurbyggja komst hann aftur á skipaskrá árið 2010. Heimild aba.is

Lúðvík hefur stundað strandveiðar á Trausta EA 98 undanfarin sumur.

396. Trausti EA 98 ex Sigurður Pálsson ÓF 66. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dögg SU 118

2718. Dögg SU 118 ex Dögg SF 18. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Dögg SU 118 leitaði makríls á dögunum fyrir utan Grindavík og tók Jón Steinar þessar myndir af henni þá.

Dögg SU 118 er frá Trefjum af gerðinni Cleopatra 38 og var smíðuð fyrir Ölduós ehf. á Höfn í Hornafirði árið 2007.

Upphaflega var Dögg SF 18 en árið 2010 var skráningu hennar breytt í SU 118 og heimahöfnin Stöðvarfjörður.

2718. Dögg SU 118 ex Dögg SF 18. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Maggi ÞH 68

5459. Maggi ÞH 68 ex Gæfa ÞH 68. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Maggi ÞH 68 er þarna að koma úr línuróðri um miðbik níunda áratug síðustu aldar.

Maggi ÞH 68 var í eigu Þorgeirs Þorvaldssonar á Húsavík en bátinn smíðaði Jóhann Sigvaldason bátasmiður á Húsavík.

Bátinn smíðaði Jóhann árið 1961 fyrir Bessa Guðlaugsson sem nefndi bátinn Farsæl ÞH 68.

Á vefnum aba.is segir að Bessi hafi átt Farsæl í ellefu ár.

Frá árinu 1972 hét báturinn Gæfa ÞH-68, Húsavík;  Frá árinu 1977 hét hann Maggi ÞH-68, Húsavík; Frá árinu 1993 hét báturinn Maggi ÞH-338, Húsavík og það nafn bar hann þegar honum var fargað og hann felldur af skipaskrá 14. nóvember 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Þórarinn GK 35

335. Þórarinn GK 35 ex Þórarinn KE 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þórarinn GK 35 er hér á siglingu innan hafnar í Grindavík og virðist hafa verið á handfærum þegar myndin var tekin. Myndin var sennilega tekin árið 1998.

Þórarinn GK 35 hét upphaflega Auðunn EA 57 og var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1954.

Hann var smíðaður fyrir Kristinn Jakobsson og Garðar Sigurpálsson í Hrísey og var báturinn rúmlega 8 brl. að stærð. Búinn 32 hestafla Lister sem skipt var út árið 1967 fyrir 105 hestafla Perkingsvél.

Á vef Árna Björns Árnasonar segir að þeir Kristinn og Garðar hafi átt bátinn í átta ár en þá var hann seldur örðum heimamönnum í Hrísey. Þeir sem keyptu voru Tryggvi Ingimarsson, Guðlaugur Jóhannsson og Þorstein Júlíusson og báturinn fékk nafnið Björg EA 57.

Árið 1972 fékk báturinn nafnið Smári EA 57 og var í eigu Geirfinns Sigurðssonar í Hrísey. Árið 1976 fór báturinn til Grindavíkur og var á Suðurnesjunum eftir það. Í Grindavík fékk hann nafnið Sandvík GK 57. 

Frá árinu 1981 hét hann fyrst Kristín Björg RE 115, Reykjavík og síðar á sama ári Þórarinn KE 18 Keflavík. 

Árið 1984 er báturinn kominn aftur til Grindavíkur. Þar hann hét áfram Þórarinn en nú GK 35 og var í eigu Jóns Guðmundssonar. Rétt fyrir aldarmótin var báturinn kominn í eigu Gjögurs hf. og var hann tekinn úr rekstri og af skipaskrá 12. des. 2002.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Halla Daníelsdóttir RE 770

2728. Halla Daníelsdóttir RE 770 ex Hringur GK 18. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Makrílveiðibáturinn Halla Daníelsdóttir RE 770 kom til Grindavíkur í gærkveldi og þá tók Jón Steinar þessa mynd.

Halla Danílesdóttir RE 770 er af gerðinni Seigur 1120 og var smíðaður á Siglufirði árið 2006. Upphaflega hét báturinn Hringur GK 18.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.