Askur GK 65

1811. Askur GK 65 ex Ýmir BA 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hér koma nokkrar myndir sem sýna dragnótabátinn Ask GK 65 koma til hafnar í Grindavík í lok aprílmánaðar árið 2008.

Upphaflega hét báturinn Mýrarfell HF 150, var 10 brl. að stærð. Hann var smíðaður í Bátalóni árið 1987 fyrir Hvammsfell hf. í Hafnarfirði.

Síðar sama ár var einkennisstöfum og númeri breytt í ÍS 123. Eigandi Rani ehf. og heimahöfn Þingeyri.

Þann 26. júní 1996 hvolfdi bátnum úti fyrir mynni Arnarfjarðar og hann sökk. Mannbjörg varð og náðist báturinn á flot aftur og var gerður upp.

Báturinn hefur verið lengdur oftar en einu sinni og breikkaður og mælist nú 28 brl. að stærð.

Árið 2003 var báturinn kominn til Bíldudals þar sem hann fékk nafnið Ýmir BA 32 og þrem árum síðar var hann keyptur til Grindavíkur. Þar fékk hann nafnið Askur GK 65, eigandi Jens Valgeir ehf. í Grindavík.

Frá Grindavík var báturinn gerður út til neta- og dragnótaveiða áratug eða svo en snemma árs 2017 keypti Hraðfrystihús Hellisands bátinn sem varð SH 165 um tíma.

Um ári síðar var báturinn afur kominn vestur á firði, nú til Tálknafjarðar þar sem hann fékk nafnið Fálki BA 65. Samkvæmt vef Fiskistofu er eigandinn Björg Finance ehf. og báturinn notaður til að þjónusta fiskeldi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Maró SK 33

2833. Maró SK 33. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Maró SK 33 var smíðaður hjá Seiglu ehf. á Akureyri árið 2012 fyrir Maró slf. á Sauðárkróki.

Maró, sem gerður hefur verið út til handfæraveiða, er 10 metra langur og þrír metrar á breidd. Hann mælist 9,1 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ívar NK 124

1930. Ívar NK 124 ex Ívar SH 287. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Ívar NK 124 var smíðaður í Skipasmiðjunni Herði hf. í Njarðvík árið 1988 og fór á flot á laugardegi fyrir páska. hét upphaflega Jón Pétur ST 21.

Báturinn, sem var 10 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Ástvald Pétursson í Hafnarfirði og fékk nafnið Jón Pétur ST 21. Heimahöfn Hólmavík.

Um haustið sama ár, þ.e.a.s 1988, var báturinn seldur Súlum s/f í Ólafsvík og fékk hann nafnið Ívar SH 287.

Báturinn var lengdur árið 1991 og mældist eftir það tæplega 12 brl. að stærð en um það leyti var hann kominn til Neskaupsstaðar. Eigandi Máni ehf. og báturinn hét Ívar NK 124.

Hér látum við staðar numið í sögu bátsins sem gerð verður betri skil síðar en hann átti eftir að vera gerður út frá Snæfellsnesi í annað sinn en endaði á Suðurnesjunum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Brimfaxi EA 10

6795. Brimfaxi EA 10 ex Kristbjörg RE 95. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Brimfaxi EA 10 var smíðaður árið 1987 í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði og hét upphaflega Kristbjörg RE 95.

Því nafni hélt báturinn til ársins 2017 er hann fékk núverandi nafn. Útgerð og eigandi Brimfaxi ehf. og heimahöfnin Dalvík þar sem þessi mynd var tekin í lok ágústmánaðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fríða EA 12

2612. Fríða EA 12 ex Skalli GK 98. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Fríða EA 12, sem hér sést koma að landi á Dalvík í lok ágústmánaðar, var smíðuð árið 2004 í Bátsmiðju Guðmundar í Hafnarfirði.

Fríða EA 124 er Sómi 865 og var smíðuð fyrir Gústa Bjarna ehf. á Dalvík. Árið 2010 var báturinn kominn til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Garri GK 60 sem hann bar til ársins 2014.

Síðan hefur báturinn borið nöfnin Elvis GK 60, Anita HU 236, Björn Jónsson ÞH 245, Skalli HU 33, og Skalli GK 98.

Það var svo í fyrra sem Óskar og synir ehf. keyptu bátinn aftur til Dalvíkur og gáfu honum sitt upphaflega nafn en nú EA 12.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Amma Lillý BA 55

6626. Amma Lillý BA 55 ex Ljúfur BA 302. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Amma Lillý BA 55 hét upphaflega Þorvaldur HF 141 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1985.

Þessar myndir af bátnum sem hér birtast voru teknar á Patreksfirði í sumar en þaðan var báturinn gerður út til strandveiað. Eigandi hans er samkvæmt vef Fiskistofu Unnar Valby Gunnarsson en báturinn gerður út af Ármanni Kára Unnarssyni.

En aðeins að sögu bátsins en 1988 fékk báturinn nafnið Sverrir RE 141. 1991 varð báturinn BA 89 með heimahöfn í Örlygshöfn. Árið 1993 fékk hann nafnið Ljúfur BA 89 sem breyttist fljótlega í BA 302. heimahöfn Barðaströnd. Árið 2005 varð heimahöfnin Patreksfjörður og 2007 fékk hann núverandi nafn, Amma Lilly BA 55 með heimahöfn á Patreksfirði. Heimild: aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigrún Hrönn ÞH 36

2736. Sigrún Hrönn ÞH 36. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar í marsmánuði árið 2008 og sýna línubátinn Sigrúnu Hrönn ÞH 36 koma að landi á Húsavík.

Ein myndanna birtist á mbl.is með eftirfarandi texta:

ÓTÍÐIN fyrir norðan hefur sett strik í reikninginn hjá bátunum þar. En þegar dúrar og menn komast út, hefur fiskiríið verð oft á tíðum mjög gott. Ingólfur Árnason á línubeitningarbátnum Sigrúnu Hrönn kom til dæmis inn til Húsavíkur nýlega með 12 til 13 tonn af fallegum fiski.

Sigrún Hrönn var smíðuð fyrir fyrrnefndan Ingólf og fjölskyldu hjá Trefjum og kom hún í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík 23. júní 2007.

Báturinn var seldur Melnesi ehf. árið 2014 og fékk hann nafnið Sæbliki SH 15 með heimahöfn á Hellissandi.

Hann heitir Sæli BA 333 í dag en hét í millitíðinni Steinunn HF 108.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sædís EA 54

6936. Sædís EA 54 ex Sandvík GK 73. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Grímseyingurinn Bjarni Reykjalín Magnússon brá sér í upp á land í dag þegar hann kom siglandi á Sædísi EA 54 til Húsavíkur.

Þegar erindum lauk var haldið aftur út í eyju og voru þessar myndir teknar þegar Sædís lét úr höfn.

Það vakti athygli í vor og komst í fréttir þegar tveir ungir Grímseyingar keyptu sitt hvorn Sómabátinn og stefndu á strandveiðar. Bjarni var annar þeirra en hinn Ingólfur Bjarni Svafarsson.

Sædís EA 54 hét áður Sandvík GK 73 og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 1987. Sandvík var upphaflega ST 20 með heimahöfn í Munaðarnesi í Árneshreppi. Síðan var Sandvík ÍS 707 og GK 707 áður en hún varð GK 73.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kalli í Höfða ÞH 234

2434. Kalli í Höfða ÞH 234. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2000.

Kalli í Höfða ÞH 234 var smíðaður hjá Trefjum árið 2000 fyrir Aðalstein Pétur Karlsson á Húsavík.

Báturinn kom í fyrsta skipti til heimahafnar um miðjan septembermánuð það ár og hóf fljótlega róðra. Ef síðuhöfundur man rétt er hann að koma þarna úr fyrsta róðri og samkvæmt uppl. um myndina var það 19. september 2000.

Fallegt haustveður á víkinni þennan dag og hér koma nokkrar myndir sem teknar voru.

Árið 2009 kaupir Sæmundur Ólason í Grímsey bátinn og nefnir hann Steina í Höfða EA 37 en Steini lést sumarið áður.

Báturinn heitir Arnþór EA 37 í dag en G.Ben útgerðarfélag ehf. keypti hann árið 2015.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Leifur Jóns SH 290

6347. Leifur Jóns SH 290 ex Fagranes ÍS 8. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Leifur Jóns SH 290 var gerður út til strandveiða í sumar og voru þessar myndir teknar þegar hann kom að landi á Patreksfirði í byrjun júlímánaðar.

Það er Sveinbjarnargerði ehf. sem á og gerir bátinn út en hann er með heimahöfn í Stykkishólmi.

Báturinn hét upphaflega Elding EA 427 og var smíður árið 1982 fyrir Arthur Bogason og Sveinbjörn Jónsson í Bátasmiðjunni Mótun í Hafnarfirði. heimild aba.is

Báturinn hefur borið eftirfarandi nöfn: Elding EA 427, Elding GK 427, Garpur SF 27, Elding VE 225, Dögg BA 28, Bragi RE 2, Bragi ÞH 50, Rósa í Brún ÞH 50, Fagranes ÍS 8 og Leifur Jóns SH 290.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution