Auður Þórunn ÞH 344

2485. Auður Þórunn ÞH 344 ex Narfi SU 680. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Auður Þórunn ÞH 344 var gerð út frá Húsavík um skeið en Hraunhöfði ehf. keypti bátinn frá Stöðvarfirði í desembermánuði 2004.

Að því fyrirtæki stóðu bræðurnir Hermann A. Sigurðsson og Kristján Fr. Sigurðsson sem nefndu bátinn eftir móður sinni.

Báturinn hét áður Narfi SU 68 og var smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði og var af gerðinni Cleopatra 31. Hann var 8 brl. að stærð.

Sumarið 2007 keypti Útgerðarfélag Bolungarvíkur ehf. bátinn og nefndi Björgmund ÍS 49 en ári síðar var hann seldur úr landi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Litli Hamar SH 222

1773. Litli Hamar SH 222 ex Erna RE 47. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Á þessum myndum Alfons Finnssonar sjáum við Litla Hamar SH 222 sem upphaflega hét Erna RE 47 og var smíðuð á Akranes árið 1987.

Erna RE 47 var smíðuð hjá Bátasmiðjunni Knörr fyrir Hrein Hreinsson í Reykjavík en 1998 fær hann nafnið Litli Hamar SH 222. Það var Kristinn J. Friþjófsson sem keypti bátinn sem var upphaflega tæpar 10 brl. að stærð. Búinn 148 hestafla Volvo Pentavél.

Eitthvað tognaði nú úr Litla Hamri SH 222 í gegnum tíðina en hann var seldur til Noregs árið 2016.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Sæunn ÞH 22

7158. Sæunn ÞH 22 ex Þyrí. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sómabáturinn Sæunn ÞH 22 er hér á skriði einn Sjómannadaginnn á Skjálfandaflóa.

Sómi 800 held ég örugglega, smíðaður 1989 í Hafnarfirði. Eigandi Sævar Guðbrandsson frá árinu 1991. Hét áður Þyrí.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Árni ÞH 127

1493. Árni ÞH 127 ex Ástvaldur NK 52. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Árni ÞH 127 sem hér sést koma til hafnar á Húsavík var smíðaður hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði árið 1977.

Báturinn, sem var 6,30 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Draupni Marteinsson á Neskaupstað sem nefndi bátinn Ástvald NK 52.

Bræðurnir Bragi og Sigurður Sigurðssynir á Húsavík keyptu bátinn 1983 og gerðu út um tveggja ára skeið. Nefndu þeir bátinn Árna ÞH 127. Heimild: Saga Húsavíkur.

Haustið 1985 var Árni ÞH 127, sem var búinn 80 hestafla Ford dieselvél, seldur til Seyðisfjarðar þar sem hann fékk nafnið Sigmar NS 83.

Báturinn átti síðan eftir að bera nöfnin Stakknes RE 105, Lárungur SU 205, Benni KE 18, Pá GK 231, Smári GK 231 og frá árinu 1992 Smári BA 231. Það nafn bar báturinn til ársins 2006 er hann var tekinn af skipaskrá. Heimild: aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Þrír rauðir í Hafnarfirði

1144. Aron HF 555, 1224. Faxaberg HF 104, 1197. Hrefna GK 58. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér gefur að líta þrjá fagurrauða smábáta í Hafnarfjarðarhöfn um 1990 og allir voru þeir smíðaðir þar í bæ.

Næstur bryggjunni er Aron HF 555 sem upphaflega hét Aron ÞH 105 og smíðaður fyrir Guðmund A. Hólmgeirsson á Húsavík árið 1971.

Næstur kemur Faxaberg HF 104 sem var smíðaður árið 1972 fyrir Guðmund Ragnarsson og Hrein Björgvinsson á Vopnafirði. Báturinn hét upphaflega Rita NS 13 en báðir þessir bátar voru smíðaðir í Bátalóni hf. í Hafnarfirði.

Þriðja bátinn og þann sem liggur ystur í röðinni smíðaði Jóhann L. Gíslason í bátasmiðju sinni. Upphaflega hét hann Unnur EA 87 og var smíðaður árið 1971 fyrir Harald Jóhannsson í Grímsey.

Allir voru bátarnir smíðaðir úr furu og eik og mældust 10-11 brl. að stærð. Allir bátarnir þrír voru teknir af skipaskrá árið 1992. Heimildir: aba.is

Ársæll Sigurðsson HF 80

1873. Ársæll Sigurðsson HF 80 ex Már GK 265. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Ársæll Siguðrsson HF 80 sem hér kemur að landi í Sandgerði vorið 2008 var smíðaður í Bátalóni árið 1987.

Upphaflega hét hann Bjarni KE 23 og var 11,70 brl. að stærð búinn 235 hestafla Volvo Penta. Smíðaður fyrir Hauk St. Bjarnason, Keflavík.

Síðar hét hann Bjarni BA 64, Askur GK 65 og Már GK 265 áður en hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni.

Það var árið 2006 sem hann var keyptur til Hafnarfjarðar af Sæla ehf. og nefndur Ársæll Sigurðsson HF 80.

Báturinn hafði verið lengdur árið 1995 í 13,97 metra og er í dag 21,59 BT að stærð. Í honum er 300 hestafla Volvo Penta frá árinu 1998. Þá var sett á hann pera.

Haustið 2012 fær báturinn nafnið Kæja ÍS 19 með heimahöfn í Súðavík. Það var svo fyrrihluta árs 2014 sem báturinn fær núverandi nafn, Hreggi AK 85. Í eigu samnefnds fyrirtækis á Akranesi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Indriði Kristins kemur að landi í dag

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Indriði Kristins BA 751 fór í línuróður frá Grindavík í  fyrrakvöld og kom að landi í dag eftir að hafa lagt, og dregið, línuna tvisvar.

Um Indriða Kristins BA 751 hefur verið skrifað hér á síðunni og því tala myndirnar sínu máli að þessu sinni. Þær tók Jón Steinar Sæmundsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Lundey ÞH 350

1352. Lundey ÞH 350 ex Svala NK 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Lundey ÞH 350 kemur hér til hafnar á Húsavík en hún var gerð út af Kristbirni Árnasyni, Bóba, skipstjóra á Sigurði.

Sigurður Konráðsson á Siglufirði smíðaði bátinn árið 1974 og nefndi Kóp SI 7. Hann var 6 brl. að stærð búinn 68 hestafla Listervél.

Í júní 1975 kaupir Örn Snorrason í Hrísey Kópinn sem varð við það EA 274. Sumarið 1976 kaupir Guðmundur Karlsson á Neskaupstað bátinn og nefnir Svölu NK 54.

Það var svo 1978 sem Bóbi kaupir bátinn til Húsavíkur og nefnir Lundey ÞH 350. Heimild: Íslensk skip

Ný Lundey ÞH 350 leysti þessa af hólmi árið 1991 og fékk sú gamla nafnið Lundey II ÞH 351.

Báturinn var felldur af skipaskrá 30. desember 1992 og í framhaldi þess settur á áramótabrenndu 31. des. 1993. Heimild: aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Sigrún AK 71 – Faxaberg HF 104

1780. Sigrún AK 71 ex Faxaberg HF 104. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Sigrún AK 71 var smíðuð í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ fyrir Geir Sigurjónsson í Hafnarfirði og hét báturinn upphaflega Björg HF 76.

Sigrún AK 71 var seld til Noregs árið 2007 en hafði á þessum 20 árum borið nöfnin Björg HF 76, Guðrún Bára HF 11, Þórunn HF 57, Faxaberg HF 104 og Sigrún AK 71.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.

Hrói, Maggi, Gosi, Orri og kirkjan

Trillur í Húsavíkurhöfn um 1990. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd var tekin við Húsavíkurhöfn um 1990 og sýnir kirkjuna okkar með smáabáta í forgrunni.

Innstur er Hrói ÞH 29, í eigu Guðmundar Baldurssonar, þá Maggi ÞH 68, í eigu Þorgeirs Þorvaldssonar, því næst Gosi ÞH 9, í eigu Birgirs Lúðvíkssonar og ystur er Orri ÞH 16 sem var í eigu Halldórs Þorvaldssonar. Síðar eignaðist Sigurjón Kristjánsson Orra og nefndi Val ÞH 16.

Baldur Pálsson bátasmiður á Húsavík smíðaði Hróa árið 1970 fyrir Guðmund son sinn, Jóhann Sigvaldason á Húsavík smíðaði Magga, sem hét upphaflega Farsæll ÞH 68, fyrir Bessa Guðlaugsson árið 1961. Baldur Halldórsson á Hlíðarenda við Akureyri smíðaði Gosa árið 1963 en upphaflega hét báturinn Rúna EA 41. Heimild aba.is

Orri ÞH 16 var smíðaður 1978 hjá Mótun í Hafnarfirði og samkvæmt skipakrá heitir hann Óli Tóftum KE 1 í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution