Agnar BA 125

1852. Agnar BA 125 ex Anna SH 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Agnar BA 125 kemur hér til hafnar á Patreksfirði í dag en hann er á handfærum. Heimahöfn hans er Bíldudalur.

Harður ehf. gerir Agnar út en báturinn var smíðaður í Englandi árið 1987 og er tæplega 19 brúttótonn að stærð. Hann hét áður Anna SH 13 en var keyptur vestur árið 2015.

Nánar verður sagt frá bátnum síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Indriði Kristins BA 751

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þessar myndir sem nú birtast sýna línubátinn Indriða Kristins BA 751 koma að landi á Tálknafirði sem er hans heimahöfn.

Báturinn,sem er af gerðinni Cleopatra 46B, er gerður út af Þórsbergi ehf. á Tálknafirði.

Lesa má nánar um bátinn hér

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Smári ÓF 20

2580. Smári ÓF 20 ex Digranes 1 NS 125. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Smári ÓF 20 er í eigu Smára ehf. á Ólafsfirði og hét upphaflega Hópsnes GK 77 frá Grindavík.

Báturinn var keyptur til Ólafsfjarðar frá Bakkafirði vorið 2017 en þar hét hann Digranes.

Smári ÓF 20 er af gerðinni Gáski 1150 og var smíðaður árið 2003. Hann er rúmlega 11 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ási ÞH 19

755. Ási ÞH 19 ex Þorfinnur EA 120. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ási ÞH 19 hét upphaflega Ófeigur EA 17 og var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1955. Hann var smíðaður fyrir Sæmund Benediktsson og Stefán Snælaugsson á Litla-Árskógssandi.

Báturinn, sem var 5,5 brl. að stærð og búinn 32 hestafla Lister díselvél, var seldur á Sauðárkrók árið 1958. Kaupendur voru Valdimar Magnússon og Ólafur Jónsson og nefndu þeir bátinn Sigurvon SK 8.

Um miðjan sjöunda áratuginn kaupir Áslaugur Jóhannesson í Hrísey bátinn og gefur honum nafnið Þorfinnur EA 120. Í Hrísey var hann til ársins 1990 en þá keypti Sigurður Kristjánsson bátinn til Húsavíkur og fékk hann nafnið Ási ÞH 19. Sigurður seldi bátinn til Þórshafnar ári síðar en þá keypti hann Vilborgu ÞH 11 og nefndi Von ÞH 54.

Á Þórshöfn fékk báturinn nafnið Manni ÞH 81 og árið 1994 fékk hann sitt síðasta nafn sem var Gísli á Bakka BA 400. Báturinn var afskráður í nóvember 1996.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Vilborg

6431. Vilborg ÞH 11 ex Eyrún ÞH 268. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Vilborg ÞH 11 kemur hér í plássið sitt við eina flotbryggjuna í Húsavíkurhöfn í dag.

Báturinn, sem er í eigu Hreiðars Jósteinssonar á Húsavík, er af gerðinni Skel 80 og var smíðuð í Trefjum árið 1982.

Vilborg mælist 5,3 brl./5,21 BT að stærð búin 63 hestafla Mermaid-vél síðan 1998.

Upphaflega hét báturinn Draumur ÞH 31 og var í eigu Steingríms Árnasonar. Gunnar Gunnarsson kaupir Draum af Steingrími og nefnir Eyrúnu ÞH 268. Hreiðar kaupir síðan af Gunnari í árslok 1990 og nefnir bátinn Vilborgu ÞH 11.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sæfari SH 104

1750. Sæfari SH 104 ex Vinur ÞH 73. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Vinur ÞH 73 hefur verið seldur til Stykkishólms þar sem hann fékk nafnið Sæfari SH 104. Það er Hólmurinn ehf. sem mun gera bátinn út.

Báturinn, sem kemur úr smiðju Baldurs á Hlíðarenda við Akureyri, var smíðaður árið 1986 og hét Matthildur EA 222. Árið 1991 kaupir Sigurður Sigurðsson á Húsavík bátinn og nefnir Vin ÞH 73.

Árið 2014 er báturinnn kominn í eigu Arnars Sigurðssonar sem seldi bátinn á dögunum í Hólminn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Lilja ÞH 21

6603. Lilja ÞH 21 ex Einar EA 209. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Tók þessa mynd fyrir stundu þegar strandveiðibáturinn Lilja ÞH 21 kom að landi á Húsavík.

Lilja ÞH 21 hét áður Einar EA 209 og var smíðaður í Plastgerðinni sf. í Kópavogi árið 1984. Báturinn er tæplega 6 brl. að stærð.

Lilja hét upphaflega Snókafell GK 30 en 1985 fékk hann nafnið Gunnar Níelsson EA 555 með heimahöfn á Hauganesi. Heimild: aba.is

Árið 1991 fékk báturinn nafnið Einar EA 209 með heimahöfn á Akureyri og því nafni hét hann þar til hann var keytur til Húsavíkur í vor.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Halldór NS 302

2672. Halldór NS 302 ex Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Halldór NS 302 sést hér á myndum Jóns Steinars leggja upp í línuróður frá Bakkafirði í vikunni.

Halldór NS 302, sem er í eigu Halldórs fiskvinnslu ehf. á Bakkafirði, hét upphaflega Óli á Stað GK 99 og var smíðaður í Njarðvík árið 2005.

2672. Halldór NS 302 ex Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Víðir EA 423

7758. Víðir EA 423. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Þessar myndir af strandveiðibátnum Víði EA 423 frá Akureyri voru teknar á Siglufirði sumarið 2015.

Víðir EA 423, sem er Sómi 870 og rúmar 6 brl. að stærð. Skrokkur bátsins og stýrishús var steypt hjá Bátasmiðjunni Bláfelli í Reykjanesbæ en á vefnun aba.is segir að eigendur hans hafi klárað bátinn. Eigandi er Brúin ehf. á Akureyri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Garðar ÍS 225

2494. Garðar ÍS 225 ex Bensi ÍS 225. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2013.

Garðar ÍS 225 kemur hér að landi á Flateyri þann 9. júlí 2013 með 8,5 tonna afla, steinbítur var það.

Báturinn heitir í dag Helga Sæm ÞH 70 eins og fram kom í færslu hér í vikunni en upphaflega Jakob Valgeir ÍS 84.

2494. Garðar ÍS 225 ex Bensi ÍS 225. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution