Ný Cleopatra 44 til Grímseyjar

3010. Björn EA 220. Ljósmynd Trefjar 2022. Útgerðarfélagið Heimsskautssport ehf í Grímsey fékk á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 44 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Heimskautssport ehf er í eigu bræðranna Sigurðar og Jóhannesar Henningssona og er Sigurður skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn heitir Björn EA 220 og leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 44 til Grímseyjar

Björn Kristjónsson SH 164

7716. Björn Kristjónsson SH 164. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Jón Steinar myndaði handfærabátinn Björn Kristjónsson SH 164 í gær þegar hann var á landleið til Grindavíkur. Björn Kristjónsson SH 164 varr smíðaður 2012 hjá Bátasmiðjunni Bláfelli fyrir Jóhann Steinsson. 7716. Björn Kristjónsson SH 164. Ljósmyndir Jón Steinar Sæmundsson 2022. Með því að smella á myndirnar … Halda áfram að lesa Björn Kristjónsson SH 164

Daðey kemur til Skagastrandar

2799. Daðey GK 777 ex Örninn ÓF 176. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Línubátur Vísis hf., Daðey GK 777, rær frá Skagaströnd þessa dagana og tók Jón Steinar þessar myndir þegar hún kom að landi í gær. Aflinn 9-10 tonn að uppistöðu þorskur en þrjú tonn af ýsu. 2799. Daðey GK 777 ex Örninn ÓF 176. Ljósmyndir Jón … Halda áfram að lesa Daðey kemur til Skagastrandar

Eiríkur ÞH 303

1267. Eiríkur ÞH 303 ex Árni GK 450. Ljósmynd Pétur Jónasson. Bátalónsbáturinn Eiríkur ÞH 303 var smíðaður í Hafnarfirði árið 1971 og hét upphaflega Óskin ÁR 50. Árið 1973 hét báturinn orðið Árni GK 450 með heimahöfn í Sandgerði. Ekki stoppaði hann lengi á Suðurnesjunum því ári síðar var hann keyptur til Húsavíkur. Kaupendur voru bræðurnir … Halda áfram að lesa Eiríkur ÞH 303

Sævík komin úr breytingum

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla. GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Línubáturinn Sævík GK 757 kom til Grindavíkur í gærkveldi eftir að hafa verið í slipp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur að undanförnu. Þar var hún meðal annars lengd um þrjá metra, ný 60 kw. ljósavél sett í hana og svokallaður "skriðdreki" settur á dekkið … Halda áfram að lesa Sævík komin úr breytingum

Austfirðingur SU 205

2640. Austfirðingur SUU 205 ex Guðrún GK 47. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Austfirðingur SU 205 kom til Húsavíkur í kvöld en hann hefur stundað handfæraveiðar síðustu mánuðina. Það er Gullrún ehf. á Breiðdalsvík sem gerir bátinn, sem hét upphaflega Dúddi Gísla GK 48, út. Hann var smíðaður hjá Bátagerðinni Samtak í Hafnarfirði árið 2004 og … Halda áfram að lesa Austfirðingur SU 205

Nýr Indriði Kristins frá Trefjum

3007. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Alfons Finnsson 2022. Útgerðarfélagið Þórsberg ehf. á Tálknafirði fékk á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 40BB beitningavélarbáta frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Nýi báturinn heitir Indriði Kristins BA 751 og er hannaður í samstarfi við Ráðgarð ehf. Báturinn er 12,5 metrar á lengd, 6,5metra breiður  og mælist 30 brúttótonn.  … Halda áfram að lesa Nýr Indriði Kristins frá Trefjum

Háey I byrjuð að róa eftir sumarfrí

Unnið að lönfun úr Háey I á Húsavík í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Línubáturinn Háey I ÞH 295 hefur hafið róðra eftir sumarfrí og landað á Húsavík. Það er GPG Seafood sem gerir bátinn út en hann hóf veiðar í lok síðasta árs. Hér að neðan eru myndir af bátnum koma að landi í … Halda áfram að lesa Háey I byrjuð að róa eftir sumarfrí