Smábátar við bryggju

Smábátar við bryggju á Húsavík í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þessi mynd sýnir smábáta við bryggju á Húsavík síðdegis í dag. Háey I ÞH 295 kom af vertíð í gær og verið að landa úr Karólínu ÞH 100 eftir róður dagsins. Strandveiðibátar í forgrunni. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana … Halda áfram að lesa Smábátar við bryggju

Jón Pétur að draga grásleppunetin

2033. Jón Pétur RE 411. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022 Jón Steinar tók þessar myndir af grásleppubátnum Jóni Pétri RE 411 í gær þar sem hann var að draga netin á Hraunsvíkinni. Jón Pétur var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1987 og lengdur tíu árum síðar. 2033. Jón Pétur RE 411. Ljósmyndir Jón Steinar … Halda áfram að lesa Jón Pétur að draga grásleppunetin

Hópsnes GK 77

2457. Hópsnes GK 77 ex Katrín SH 575. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Línubáturinn Hópsnes GK 77 kemur hér að landi í Grindavík í gær. Stakkavík gerir hann út. Upphaflega hét báturinn Katrín RE 375 og var smíðaður árið 2000 hjá Bátagerðinni Samtak fyrir Rafn ehf. í Reykjavík. Sumarið 2006 varð báturinn SH 575 og heimahöfn Ólafsvík. … Halda áfram að lesa Hópsnes GK 77

Laxinn á Naustavíkurhólnum

5920. Laxinn ÞH 177 ex Laxinn GK 177. Ljósmynd Hörður Sigurgeirsson 2022. Laxinn á Naustavíkurhólnum voru skilaboðin sem fylgdu þessari mynd sem sýnir Reyni Hilmarsson við handfæraveiðar á Laxinum. Naustavíkurhóllinn er í vestanverðum Skjálfandaflóa. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can … Halda áfram að lesa Laxinn á Naustavíkurhólnum

Hafþór EA 19

7144. Hafþór EA 19 ex Hafþór AK 140. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Strandveiðibáturinn Hafþór EA 19 kemur hér að landi í Sandgerðisbót í dag, á fyrsta degi strandveiðitímabilsins 2022. Báturinn hét upphaflega Diddó BA 38 en hann var smíðaður hjá Trefjum hf. í Hafnarfirði árið 1989. Síðan þá hefur hann heitið mörgum nöfnum en það … Halda áfram að lesa Hafþór EA 19