Sæunn í fjárflutningum

7158. Sæunn ÞH 22 ex Þyrí. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessi mynd var tekin sl. laugardag þegar Sæunn ÞH 22 kom til hafnar á Húsavík með lömb sem höfðu haft sumarbeit í Lundey á Skjálfanda.

Hér má sjá aðra mynd frá þessum fjárflutningum.

Sæunn er í eigu Sævars Guðbrandssonar og er af Sómagerð. Hét áður Þyrí og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 1989 en hefur verið í eigu Sævars frá árinu 1991.

Skráð sem skemmtibátur í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Garpur SI 26

6158. Garpur SI 26 ex Garpur HU 58. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Handfærabáturinn Garpur SI 26 kemur hér til hafnar á Siglufirði síðastliðnum ágústmánuði.

Garpur er gerður út af Guðbrandi J. Ólafssyni en báturinn var keyptur til Siglufjarðar haustið 2018.

Hann var smíðaður árið 1980 og hét Kristín BA og var með heimahöfn á Reykhólum. Smíðin ór fram hjá Flugfiski hf. í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Frá árinu 1983 hefur báturinn, sem er tæplega 4 BT að stærð, borið eftirfarandi nöfn og einkennisstafi og númer:

Kristín SH 140, Kristín AK 144, Sædís SU 100, Ásdís SF 5, Hornafirði, Valberg SH 298, Hlöddi VE 98, Hlöddi VE 198 Garpur RE 58, Garpur HU 58 og Garpur SI 26.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rúna Péturs GK 478

1572. Rúna Péturs GK 478 ex Helga Péturs GK 478. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rúna Péturs GK 478 hét upphaflega Helga Péturs RE 88 síðar RE 478. Hún var smíðuð árið 1980 af Jóhanni S. Karlssyni í Reykjavík.

Báturinn var smíðaður fyrir Karl Leví Jóhannsson sem einnig vann að smíðinni eins og segir á vefnum aba.is en þar má lesa um bátinn.

Báturinn heitir Boði SH 184 í dag og er í núllflokki hjá Fiskistofu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gimli ÞH 5

6643. Gimli ÞH 5 ex Þorfinnur EA 120. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Gimli ÞH 5 kemur hér að landi á Húsavík í dag en báturinn hét áður Þorfinnur EA 120.

Upphaflega hét hann þó Gamli Valdi RE 480 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1995.

1989 fékk báturinn nafnið Hrói SH 116 með heimahöfn í Stykkishólmi. Næstur árin flakkaði hann dálítið um og bar nöfnin Ósk ÓF 8, Uggi SI 13, Fundvís ÍS 882 og Stella EA 183.

Árið 2004 var báturinn keyptur frá Grímsey til Hríseyjar þar sem hann fékk nafnið Þorfinnur EA 120.

Þaðan keypti Oddur Örvar Magnússon bátinn til Húsavíkur og fékk hann nafnið Gimli ÞH 5 árið 2009.

Árið 2017 fór Gimli í gagngerar breytingar hjá Baldri Halldórssyni ehf. við Hlíðarenda á Akureyri. Báturinn var upphaflega Sómi 800 en varð Sómi 940 eftir breytingarnar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Finni NS 21

1922. Finni NS 21 ex Glaður ÍS 221. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Finni NS 21 frá Bakkafirði við bryggju á Ajureyri fyrr á þessu ári. Það er Hróðgeir hvíti ehf. á Bakkafirði sem gerir bátinn út.

Upphaflega Sigmar NS 5 og var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1989. Árið 1990 fékk hann nafnið Magnús EA 25 með heimahöfn í Grímsey.

Árið 1998 fékk hann nafnið Hafborg sem hann bar til ársins 2006 er hann fær nafnið Glaður ÍS 221 með heimahöfn í Bolungarvík.

Frá árinu 2009 hefur báturinn borið nafnið Finni NS 21 með heimahöfn á Bakkafirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ebbi AK 37

2737. Ebbi AK 37. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hér gefur að líta Ebba AK 37 þar sem hann lá við flotbryggju í heimahöfn sinni á Akranesi í gær.

Ebbi AK 37 var smíðaður hjá Seiglu ehf. í Rekjavík árið 2006. Báturinn, sem er tæplega 30 Bt að stærð, var smíðaður fyrir Ebba – útgerð ehf. á Akranesi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dýri BA 98

6739. Dýri BA 98. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Dýri BA 98 kom til hafnar í Hafnarfirði í gær en þar var hann einmitt smíðaður árið 1986. Það var í Bátasmiðju Guðmundar en báturinn er Sómi 860.

Báturinn hefur alla tíð borið þetta nafn, einkennisstafi og númer en heimahöfn hans er Brjánslækur.

Dýri er í eigu F 98 ehf. og er hann gerður út til handfæraveiða.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýr Halldór NS 302

2790. Einar Hálfdáns ÍS 11 nú Halldór NS 302. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Áki í Brekku SU 760, sem áður hét Einar Hálfdáns ÍS 11, hefur nú fengið nafnið Halldór NS 302 og heimahöfn hans Bakkafjörður.

Eins og áður hefur komið fram á síðunni hafði GPG Seafood ehf. bátaskipti við Gullrúnu ehf. á Breiðdalsvík og fær Áka Í Brekku SU 760 í stað Halldórs NS 302.

Nýi Halldór hét upphaflega Einar Hálfdáns ÍS 11 og er Cleopatra 38 frá árinu 2009.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Óli á Stað

2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Óli á Stað GK 99 kemur hér til hafnar á Siglufirði í ágústmánuði en hann er gerður út af Stakkavík í Grindavík.

Óli á Stað GK 99 var smíðaður fyrir Stakkavík í Seiglu á Akureyri og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Halldór mun fá nafnið Áki í Brekku

2672. Halldór NS 302 ex ex Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessar myndir af Halldóri NS 302 voru teknar í gærkveldi þegar Halldór NS 302 tók smá kvæk út fyrir höfnina á Húsavík aður en honum var siglt til Raufarhafnar.

Þetta eru síðustu myndirnar sem ég tek af bátnum undir þessu nafni því hann mun fyrr en seinna fá nafnið Áki í Brekku SU 760.

Halldór NS 302 hét upphaflega Óli á Stað GK 99 og var smíðaður í Njarðvík árið 2005. Hann var seldur til Halldórs fiskvinnslu ehf. á Bakkafirði árið 2014.

Það fyrirtæki er nú í eigu GPG Seafood ehf. sem hefur nú bátaskipti við Gullrúnu ehf. á Breiðdalsvík og fær Áka Í Brekku SU 760 í stað Halldórs.

Áki þessi í Brekku hét áður Einar Hálfdáns ÍS 11 og er Cleopatra 38 frá árinu 2009.

Gullrún ehf. á fyrir nokkra báta og m.a Ella P SU 206 sem er samskonar bátur og Halldór en báðir bátarnir eru búnir línubeitningarvélum.

Elli P hét upphaflega Hópsnes GK 77 en bátarnir voru báðir smíðaðir fyrir Stakkavík í Grindavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution