Hafaldan EA 190

2326. Hafaldan EA 190 ex Konráð eldri EA 190. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Hafaldan EA 190 úr Grímsey hét upphaflega Hópsnes GK 118 og var smíðuð árið 1998 fyrir Stakkavík í Grindavík.

Smíðin fór fram í Bátagerðinni Samtak í Hafnarfirði en báturinn var af gerðinni Víkingur 800.

Í dag er eigandi hans og útgerðaraðili AGS ehf. en áður var eigandi Sigurbjörn ehf. sem keypti bátinn til Grímseyjar árið 1999. Þá fékk hann nafnið Konráð EA 90 en þegar nýr Konráð var keyptur haustið 2012 fékk þessi nafnið Konráð eldri EA 190 um tíma.

Í ársbyrjun 2013 fékk báturinn nafnið Hafaldan EA 190 sem hann ber enn þann dag í dag. Báturinn var lengdur árið 2004 og um leið skipt um vél. Hann mælist 10,95 metrar að lengd og 10,31 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lilja SH 16

2712. Lilja SH 16 ex Alda HU 112. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Lilja SH 16 hét upphaflega Kristinn SH 712 og var smíðuð fyrir Útgerðarfélagið Breiðuvík ehf. í Ólafsvík árið 2006.

Báturinn er Cleopatra 38 frá Trefjum í Hafnarfirði og mælist 15 BT að stærð.

Árið 2009 fékk hann nafnið Kristinn II en áfram SH 712. Það var svo árið 2014 er Vík ehf. útgerð á Skagaströnd keypti bátinn og nefndi Öldu HU 112.

Árið 2018 er báturinn kominn aftur á Snæfelssnesið og undir þessu nafni sem hann ber á myndinni, Lilja SH 16. Eigandi Guðbjartur ehf. og heimahöfnin Hellisandur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýr Einar Guðnason ÍS 303 til Suðureyrar

2997. Einar Guðnason ÍS 303. Ljósmynd Trefjar 2021.

Útgerðarfélagið Norðureyri ehf. á Suðureyri fékk í síðustu viku afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50 beitningavélarbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Íslandssaga ehf. tekur við afla bátsins og er einn eigandi Norðureyrar. Framkvæmdastjóri Íslandsögu ehf. er Óðinn Gestsson.

Báturinn heitir Einar Guðnason ÍS 303 og er 15 metrar á lengd og mælist 30brúttótonn.  Hann leysir af hólmi eldri bát útgerðarinnar sem strandaði við Gölt síðla árs 2019.  

Skipstjórar á bátnum eru Bjarni Bjarnason og Friðrik Ólafsson.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan V158 480kW (15L) tengd frístandandi ZF 360 V-gír.

Rafstöð og glussarafall er af gerðinni Scam frá Ásafli ehf.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða. Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.

Búnaður á dekki er frá Stálorku.

Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.

Í bátnum er ARG250 stöðugleikabúnaður frá Ásafli ehf. 

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir allt að 43 stk. 460 lítra kör í lest.  Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Stór borðsalur er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn og ísskáp.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Báturinn hefur þegar hafið veiðar og gengið vel.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Enok AK 8

1666. Enok AK 8 ex Stapavík AK 132. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1999.

Enok AK 8, sem hér kemur að landi í Grindavík vorið 1999, var smíðaður árið 1983 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd.

Upphaflega hét báturinn Stakkur RE 186 og var 11,63 brl. að stærð, búinn 115 hestafla G.M vél. Eigendur Sæmundur Rögnvaldsson og Rögnvaldur Sæmundsson.

Stakkur var seldur vestur á Rif árið 1986 þar sem hann fékk nafnið Stapavík SH 132. Árið 1990 er hann kominn á Skagann og fær nafnið Stapavík AK 132.

Árið 1991 fær hann það nafn sem hann ber á myndinni, Enok AK 8, og hét hann því nafni til ársins 1999.

Þá fékk Enok nafnið Anna H GK 80 sem hann bar til ársins 2001 að hann fékk nafnið Rafnkell SF 100. Síðar sama ár fékk hann nafnið Margrét HF 95 og ári síðar Gullfaxi II GK 14.

Þða var svo árið 2004 sem báturinn fékk það nafn sem hann ber í dag, Svala Dís KE 29.

Báturinn var lengdur árið 2001 og mælist 11,62 brl. að stærð í dag. Í dag er í honum 203 hestafla Cummins frá árinu 2004.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Árni Jónsson KE 109

1958. Árni Jónsson KE 109 ex Patrekur BA 66. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1999.

Línubáturinn Árni Jónsson KE 109 kemur hér að landi í Grindavík í aprílmánuði árið 1999.

Báturinn var smíðaður 1988 í Svíþjóð og hét upphaflega Mikley SF 128.

Í Dagblaðinu Vísi kom þessi frétt þann 28. desember 1988:

Nýr bátur, Mikley SF 128, var sjósettur á Höfn um miðjan desemb er. Mikley er sænsk, Starlett, og hefur eigandinn, Bjarni Jónsson, unnið að því í vetur að koma tækjum og innréttingum fyrir í bátnum. Nú er bara að bíða sjóveðurs.

Mikley SF 128 hét síðan Sigurvík SH 117, Trausti KE 73, Trausti BA 66 og Patrekur BA 66 áður en hún fékk nafnið Árni Jónsson KE 109. Það var haustið 1998 en í september árið síðar kom upp eldur í bátnum þar sem hann lá við bryggju í Ólafsvík .

Skemmdist báturinn mikið en var gerður upp og fékk nafnið Þjóðbjörg GK 110, síðar Heimdallur GK 110.

Báturinn heitir í dag Fannar EA 29 en það nafn fékk hann haustið 2009 eftir að Elvar Þór Antonsson á Dalvík eignaðist hann.

Hann er 9,97 metrar að lengd og mælist 8,72 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Diddó ÍS 232

369. Diddó ÍS 232 ex Diddó RE 232. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Diddó ÍS 232 hét alla tíð þessu nafni en upphaflega var hann Diddó BA 45 með heimahöfn á Patreksfirði.

Báturinn, sem var 8 brl. að stærð, var smíðaður úr furu og eik í Bátalóni í Hafnarfirði fyrir Þorstein Friðþjófsson á Patreksfirði. Hann var búinn 44 hestafla Kelvinvél. Smíðaár 1963.

Báturinn bar eins og áður segir alla tíð nafnið Diddó en einkennisstafir og númer voru þessi: Frá 1963-1980 BA 45, frá 1980-1982 KÓ 7, frá 1982-1988 RE 232, 1988-1991 ÍS 232 og AK 232 frá 1991 til ársins 1994.

Báturinn var afskráður af skipaskrá árið 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rán ÞH 141

6501. Rán ÞH 141 ex Gæsi NS 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rán ÞH 141, sem var í eigu Smára Gunnarssonar á Húsavík, var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1983 og hét upphaflega Máni RE 173.

Á árunum 1985 til 1987 var báturinn á Húsavík undir nafninu Dísa ÞH 374 en þaðan fór hann til Vopnafjarðar þar sem hann fékk nafnið Gæsi NS 77.

Það var svo árið 1990 sem báturinn kom aftur til Húsavíkur og var þar í rúmlega ár en þaðan fór hann til Akureyrar.

Báturinn hélt Ránarnafninu það sem eftir var, fyrst á Akureyri og síðar í Reykjavík.

Rán var afskráð í febrúar árið 2005 vegna skemmda sem höfðu orðið á bátnum. Heimild: aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristín nýkomin úr skveringu

2461. Kristín ÞH 15 ex Elvis GK 60. Ljósmynd Hörður Ingimar Þorgeirsson 2021.

Raufarhafnarbáturinn Kristín ÞH 15 er komin heim eftir að hafa verið í skveringu á Siglufirði að undanförnu.

Það Rán ehf. sem gerir bátinn út en að því fyrirtæki stendur Hörður Ingimar Þorgeirsson.

Hörður keypti bátinn frá Grindavík sumarið 2015. Þar hét hann Elvis GK 60 en hafði áður borið nöfnin Sandra HU 336, Sandra GK 86 og Elvis GK 80 en það nafn fékk hann árið 2007.

En upphaflega hét báturinn, sem er af gerðinni Sómi 1000, Óli Bjarnason EA 279 og var smíðaður árið 2000 í Bátasmiðju Guðmundar ehf. í Hafnarfirði. Óli Bjarnason EA 279 var smíðaður fyrir feðgana Óla Hjálmar Ólason og Óla Bjarna Ólason í Grímsey sem áttu bátinn til ársins 2007.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Mávur SI 96

2795. Mávur SI 96 ex Ingunn Sveinsdóttir AK 91. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Mávur SI 96 hét upphaflega Ingunn Sveinsdóttir AK 91 og var smíðuð árið 2010 hjá Siglufjarðar-Seig fyrir Harald Böðvarsson & co ehf. á Akranesi.

Báturinn, sem er 14,77 BT að stærð, var seldur Siglunesi hf. á Siglufirði árið 2012. Árið 2015 var Páley ehf. skráður eigandi en Mávurinn var seldur til Noregs árið 2017.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Knarrarnes KE 399

1251. Knarrarnes KE 399 ex Knarrarnes EA 399. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Knarrarnes KE 399 sem hér sést koma að landi í Sandgerði var smíðað í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1972.

Báturinn, sem var 11 brl. að stærð, hét alla tíð Knarrarnes. Hann var upphaflega GK 157 og smíðaður fyrir Indriða Kristinsson og Guðjón Indriðason í Hafnarfirði.

Haustið 1974 var báturinn seldur vestur í Bolungarvík þar sem hann varð ÍS 99. Eigandi Jakob Ragnarsson.

Um ári síðar var báturinn kominn aftur suður. Fékk GK 99 og heimahöfnin varð Vogar á Vatnsleysuströnd. Eigandi Helmuth Guðmundsson.

Vorið 1978 kaupa bátinn Grétar Árnason á Akureyri og Jakob Líndal Þingeyri bátinn sem verður EA 399 með heimahöfn á Akureyri.

Gunnlaugur Þorgilsson í Njarðvík kaupir Knarrarnesið í nóvember 1979 og einhverju síðar verður það KE 399.

Knarrarnes KE 399 fórst fórst með þremur mönnum út af Garðskaga 12. mars 1988.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution