Ottar T-25-T kom til Akureyrar

IMO 7618026. Ottar T-25-T ex Ottar T-69-T. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2020.

Gamalkunnugt skip kom til Akureyrar fyrir helgi þar sem það fór í flotkvínna hjá Slippnum til skveringar.

Þarna var um að ræða norska skipið Ottar T-25-T sem var í íslenska flotanum á fjórða áratug undir nafninu Ísleifur VE 63.

Haukur Sigtryggur á Dalvík tók þessa mynd sem hér birtist og smá fróðleikur fylgdi með:

Ottar T-25-T … TF-VO.IMO-nr. 761 80 26. Skipasmíðastöð: Skala Skipasmiðja S.F. Skalum.1976.Lengd: 44,70. Breidd: 9,01. Dýpt: 5,98.Brúttó: 428. U-þilfari: 322. Nettó: 160.Mótor 1976 Nohab Polar 1133 kw. 1540 hö.Ný vél 1997 Wärtsilä 2460 kw. 3345 hö.Durid KG 728. Útg: P/R Burhella. Klakksvík. Færeyjum. (1976 – 1981).

Ísleifur VE 63. Útg: Ísleifur h.f. Vestmannaeyjum. (1981 – 1992).Ísleifur VE 63. Útg: Ísleifur ehf. Vestmannaeyjum. (1992 – 2004).Ísleifur VE 63. Útg: Vinnslustöðin h.f. Vestmannaeyjum. (2004 – 2015).Ísleifur II. VE 336. Útg: Vinnslustöðin h.f. Vestmannaeyjum. (2015 – 2016).Ottar T-69-T. Útg: ?? Tromsø. Norge. (2016 – 2019).Og nú Ottar T-25-T.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lodario á toginu í morgun

9690676. Lodairo ex Kirkella. Ljósmynd Björn Valur Gíslason 2020.

Björn Valur Gíslason skipstjóri á franska togaranum Emeraude tók þessa mynd í morgun af spænska togaranum Lodairo.

Skipin voru að veiðum í Barentshafi, ca 40 sml. NA af eyjunni Hopen. 77°04N – 28°08A.

Lodario, sem er með heimahöfn í Vigo á Norður-Spáni, var smíðaður í Tyrklandi árið 2015 og hét upphaflega Kirkella frá Hull. Skipið er gert út af fyrirtækinu Pesquera Ancora sem Samherji Holding á hlut í í gegnum dótturfélag sitt UK Fisheries. 

Lodario er 86.06 metrar að lengd, breiddin er 16.29 metrar og hann mælist 4290 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eldborg á leið í pottinn

IMO 7362524. Eldborg EK 0604 ex Eldborg RE 13. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Rækjutogarinn Eldborg sem legið hefur í Hafnarfjarðarhöfn undanfarin ár lagði upp í sína hinstu för í gæerkveldi.

Hann verður dreginn erlendis þar sem hann í brotajárn, trúlega er Belgía endastöðin hjá þessum gamla pólsksmíðaða skuttogara sem um tíma gegndi hlutverki varðskips sem varði landhelgina.

Hér má hlusta á hlaðvarp sem Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur gerði um togarann sem upphaflega hét Baldur EA 124 og var í eigu Aðalsteins Loftssonar útgerðarmanns á Dalvík.

Skrifað hefur verið um togarann á síðunni og hér má lesa það.

IMO 7362524. Eldborg EK 0604 ex Eldborg RE 13. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tveir nýir Cleopatra 31 til Noregs

Ea N-10-SO. Ljósmynd Trefjar 2020.

Nú nýverið afgreiddi bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði tvo nýja Cleopatra báta til Nordlandsfylkis í Norður Noregi.

Bátarnir, sem komnir eru til Noregs og heita Emmy og Ea, eru báðir af gerðinnni Cleopatra 31 en þeir eru 9.6 metrar að lengd og mælast 9 brúttótonn að stærð.

Útgerðarmennirnir eru Trygve  Magnus Johnsen frá Alsvåg og Ove Alvestad frá Sortland og verða þeir sjálfir skipstjórar á bátunum, tveir verða í áhöfn.

Aðalvélar eru af gerðinni FPT N67, 420hö tengdar ZF 286IV gírum. Bátarnir eru útbúinn siglingatækjum af gerðinni Simrad, Furuno og Olex.

Þeir eru er einnig útbúnir með vökvadrifinum hliðarskrúfum sem tengdar er sjálfstýringu.

Bátarnir er útbúnir til neta, línu og handfæraveiða.  Netabúnaður er norskur, Línuspil frá beiti og handfærarúllur frá DNG.

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 14 stk. 380 lítra kör í lest. Fullbúin eldunaraðstaða er í lúkar og svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.

Emmy N-110-Ø, nær, og Ea N-10-SO. Ljósmynd Trefjar 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dylhháris H101

Dylháris H101. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Maggi Jóns tók þessar myndir í gær af nýsjósettri Cleopötru 50 þar sem hún lá í Hafnarfjarðarhöfn.

Dylháris heitir hún og er með heimahöfn í Bridlington á Englandi.

Látum þetta duga þar til meiri upplýsingar koma frá Trefjum.

Dylháris H101. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gadus Njord

Gadus Njord N-125-VV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2015.

Hér koma tvær myndir af norska skuttogaranum Gadus Njord sem Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók.

Efri myndina tók hann árið 2015 en togarinn er í eigu Havfisk sem fékk á árunum 2013 og 2014 afhenta þrjá nýja togara eftir sömu teikningu, Gadus Poseidon, Gadus Njord og Gadus Neptun. 

Gadus Njord og systurskipin tvö eru 69,8 metra löng og 15,6 metra breið.

Myndina hér að neðan tók Eiríkur á dögunum og eins og sjá má hefur stefni togarans verið breytt.

Gadus Njord N-125-VV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Merike blár og rauður

IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Það hafa áður birst hér myndir af rækjutogaranum Merike og það bæði í bláa litnum sem var á honum þegar hann var keypt frá Grænlandi og þeim Reyktalsrauða.

En hér koma fyrstu myndirnar sem birtast af togaranum í rauða litnum á miðunum því þær fyrri voru teknar í Hafnarfirði þegar hann kom úr slipp.

Merike EK 1802 var smíðaður fyrir Grænlendinga í Danmörku árið 2002 og hét áður Regina C. Togarinn er 70 metrar á lengd og 15 metra breiður og er með heimahöfn í Tallinn í Eistlandi.

Það var Eiríkur Sigurðsson sem tók þessar myndir af Merike (í rauða litnum) í gær en hina fyrri (í bláa litnum) í ágústmánuði 2019.

Eiríkur er skipstjóri á Reval Viking sem er í eigu útgerðafyrirtækisins Reyktal líkt og Merike.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Monte Meixueiro á slóðinni NA af Hopen

IMO 9329227. Monte Meixueiro. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Spænski skuttogarinn Monte Meixueiro var að veiðum NA af Hopen þegar Eiríkur Sigurðsson náði að mynda hann í þokunni þar nyðra.

Togarinn var smíðaður árið 2005 og mælist 1,790 GT að stærð. Hann er 63 metra langur og 13 metra breiður. Heimahöfn hans er í Vigo en hann var smíðaður fyrir Valiela, S.A í einni af skipasmíðastöðvunum við Vigoflóann. Astilleros M. Cies heitir hún.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Kirkella á toginu

IMO 9808405. Kirkella H 7. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi þessa mynd sem hann tók í morgun af frystitogaranum Kirkella frá Hull.

Þeir voru að veiðum NA úr Hopen kallarnir en Kirkella var smíðuð árið 2018 fyrir Onward Fishing Company sem er dótturfélag Samherja.

Kirkella var smíðuð hjá Myklebust Verft í Noregi og er systurskip þýsku togaranna Cuxhaven og Berlin sem og hins franska Emeraude. Þá er hinn grænlenski Ilivileq sömu gerðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Cleopatra 33 til Frakklands

Lauralex II SN 935 470. Ljósmynd Trefjar 2020.

Á dögunum afgreiddi Bátasmiðjan Trefjar ehf í Hafnarfirði nýjan Cleopatra bát til La Turballe á vesturströnd Frakklands.

Að útgerðinni stendur Alexis Baumal sem jafnframt er skipstjóri á bátnum sem hefur hlotið nafnið Lauralex II. Báturinn, sem er af gerðinni Cleopatra 33, er 11 brúttótonn að stærð.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSC8.3M tengd ZF286IV gír. Siglingatæki eru frá Furuno og Simrad. Báturinn er útbúinn til línu og gildruveiða á humri og krabba. Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 12 stk. 380 lítra kör í lest. Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá La Turballe allt árið, reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna um miðjan ágúst. 3 menn verða í áhöfn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution