Merike á miðunum

IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Rækjutogarinn Merike EK 1802 öslar hér í átt að Reval Viking hvar Eiríkur Sigurðsson er skipstjóri en hann tók þessar myndir á dögunum.

Skipin voru við rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu en bæði eru þau í eigu útgerðafyrir-tækisins Reyktal.

IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Merike EK 1802 var smíðaður fyrir Grænlendinga í Danmörku árið 2002 og hét áður Regina C.

Togarinn er 70 metrar á lengd og 15 metra breiður og er með heimahöfn í Tallinn í Eistlandi.

IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Granit á veiðislóðinni

IMO 9796896. Granit H-11-AV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Hann er glæsilegur norski frystitogarinn Granit H-11-AV sem Eiríkur Sigurðsson myndaði við veiðar á Svalbarðasvæðinu í fyrradag.

Hann var smíðaður fyrir Halstensen Granit AS í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhentur í september árið 2017.

Granit er 81,20 metrar að lengd, 16,60 metra breiður og mælist 4,427 GT að stærð.

Halstensen Granit AS er staðsett í Bekkjarvik sem er um 50 km. suður af Bergen sem er heimahöfn skipsins.

IMO 9796896. Granit H-11-AV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nordtind við veiðar á Svalbarðasvæðinu í gær

IMO 9804538. Nordtind N-6-VV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Frystitogarinn Nordtind N-6-VV er hér á rækjuveiðum á Svalbarðasvæðinu í gær.

Myndina tók Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking og voru þeir að veiðum um 100 sml. austur af Hopen.

Nordtind er í eigu  norsku stórútgerðarinnar Havfisk AS og hóf veiðar árið 2018. Togarinn var afhentur frá Vard skipasmíðastöðinni í Søviknes í Noregi snemma það ár.

Nordtind er 80,40 metrar að lengd, 16,70 metra breiður og mælist 4,129 GT að stærð. Aðalvélin er 6300 Bhp. RRM Bergen. 

Heimahöfn togarans er Bergen.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Dorado 2 á toginu

IMO: 8817540. Dorado 2 LVL 2158 ex Newfound Pioneer. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi síðunni þessar myndir af frystitogaranum Dorado 2.

Myndina tók hann fyrir helgi þar sem þeir voru að veiðum í Smugunni.

Togarinn hét áður Nefound Pioneer frá Kanada en skipti um eigendur í vor og er heimahöfn hans nú Liepaia í Lettlandi.

Newfound Pioneer var eitt sinn í eigu ÚA og hét Svalbakur EA 2. Þá var hann einnig ÞH 6 um tíma.

IMO: 8817540. Dorado 2 LVL 2158 ex Newfound Pioneer. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Atlantic Challange í flotkví á Spáni

IMO:9213442. Atlantic Challange D 642. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Írska uppsjávarveiðiskipið Atlantic Challange D 642 er í flotkvínni í Teis sem er rétt innan við Vigo.

Skipið, sem er með heimahöfn í Dublin, var smíðað árið 1999 í Eidsvik Skipsbyggeri AS í Uskedalen í Noregi.

Það er 59 metrar að lengd, 14,53 metrar á breidd og mælist 1,783 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Argelés við bryggju í Vigo

IMO 9221542. Argelés LO 932355 ex Nuevo Nemesia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Franski togarinn Argelés frá Lorient lá við bryggju í Vigo í gær.

Togarinn var smíðaður árið 2000 og hét áður Nuevo Nemesia, hann er 34 metrar að lengd og 8 metra breiður. Mælist 393 GT að stærð.

Heimahöfn hans er eins og áður kemur fram Lorient.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Tuneq kom til Hafnarfjarðar í gær

1903. Tuneq GR 6-40 ex Þorsteinn ÞH 360. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Óskar Franz tók þessa mynd af grænlenska uppsjávarveiðiskipinu Tuneq GR 6-40 koma til Hafnarfjarðar í gær.

Tuneq GR 6-40 hét upphaflega Helga II RE 373 og var smíðuð í Ulsteinvik í Noregi árið 1988 fyrir Ingimund hf. í Reykjavík.

Síðar Þorsteinn EA 810 og Þorsteinn ÞH 360.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ontika kom til Hafnarfjarðar í dag

Ontika KL 913 ex Orri ÍS 20. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Óskar Franz tók þessa mynd af skuttogaranum Ontika L 913 koma til Hafnarfjarðar í dag.

Togarinn var að koma úr síðustu veiðiferðinni fyrir útgerðarfyrirtækið Reyktal en Lokys KL 926 mun leysa hann af hólmi.

Ontika hefur verið seldur til Lettlands. Togarinn, sem hét upphaflega Le Bretagne og var smíðaður árið 1984, hét eitt sinn Orri ÍS 20.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir fiska sem róa

Fiskibátur að veiðum úti fyrir Vigoflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Þeir eru fjölmargir fiskibátarnir hér við strendur Galisíu og hér er einn þeirra að veiðum rétt innan Cíeseyja í mynni Vigoflóans.

Hann er á nótaveiðum en hvað hann er að veiða er mér ekki kunnugt um.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Stapin á Vopnafirði

OW2055. Stapin FD 32 ex Husby Senior M-13-AV. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Frændur okkar á línubátnum Stapin FD 32 voru í fréttum í dag þar sem sagði að eft­ir­lits­dróni Land­helg­is­gæsl­unn­ar stóð skip­verja að verki við meint ólög­legt brott­kast.

Bátnum var stefnt til Vopnafjarðar og tók Börkur Kjartansson þessa mynd um hádegisbil þegar Stapin kom að landi. Eftir skýrslutökur lét hann úr höfn um kl. 16 og kúrsinn settur heim til Færeyja en heimahöfn hans er í Tóftum.

Stapin er 42. metrar að lengd og 9 metra breiður, smíðaður í Danmörku 1990. Hét áður Husby Senior M-13Av en b+aturinn var keyptur til Færeyja árið 2016.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution