Joana Cunha á leið út Vigoflóann

Joana Cunha AN-213-C ex Maria Teixeira. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hér siglir Joana Cunha AN-213-C fram hjá Chapela og út Vigoflóann fyrir stundu.

Báturinn var smíðaður árið 1997 í Astilleros Ria de Aviles SL, í Nieva á Norður-Spáni, nálægt Gijon.

Hann er 27,30 metrar að lengd og 7 metra breiður. Mælist 212 GT að stærð.

Heimahöfn hans er Ancora í Portúgal.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Mys Cheltinga kom til löndunar

Mys Cheltinga X-0524. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Elvar Jósefsson tók þessa mynd í gær af frystitogaranum Mys Sheltinga X-0524 sem hefur verið að veiðum á Reykjaneshrygg undanfarið.

Togarinn er einn fimmtán togara sem smíðaðir voru í Stralsund í Þýskalandi eftir sömu teikningu og togararnir sem smíðaðir voru hjá Sterkoder í Noregi. Þerney var einn þeirra norsksmíðuðu.

Togarinn er í eigu sjávarútvegsfyrirtækisins Fishing Company Sogra JSC og er heimahöfn hans  Kholmsk í Rússlandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Polar Amaroq á landleið í gærkveldi

Polar Amaroq GR 18-49 ex Gardar. Ljósmynd Sigmund frá Teigum 2019.

Færeyingurinn Sigmund frá Teigum tók þessa mynd af Polar Amaroq í gærkveldi en hann er í áhöfn skipsins.

Húsvíkingurinn Sigurjón Sigurbjörnsson er það einnig, stýrimaður á skipinu og sendi hann síðuna þessa mynd.

Að sögn Sidda voru þeir við síldarleit í grænlensku lögsögunni en fundu ekkert. Þeir eru á leið til Akureyrar en kallarnir ætla að taka nokkurra daga frí.

Skipið er í eigu Polar Pelagic en Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlenska útgerðarfélaginu. 

Skipið hét áður Gardar og var í eigu norska útgerðarfélagsins K. Halstensen. Það var smíðað árið 2004 og lengt tveimur árum síðar.

Polar Amaroq er vinnsluskip, 3.2000 brúttótonn að stærð, 83,8 m. á lengd og 14,6 m. á breidd. Það getur lestað 2535 tonn, þar af 2000 í kælitanka.

Frystigeta um borð er 140 tonn á sólarhring og er þá miðað við heilfrystan fisk en frystirýmið er fyrir 1000 tonn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Lokys KL 926, nýr togari Reyktal

Lokys K 926 ex Qaqqatsiaq GR-6-403. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Útgerðarfyrirtækið Reyktal keypti nýlega grænlenska frystitogarann Qaqqatsiaq GR-6-403 af Royal Greenland og verður hann gerður út til rækjuveiða.

Togarinn, sem hefur fengið nafnið Lokys KL 926, liggur nú í Hafnarfjarðarhöfn þar sem er verið að gera ýmsar endurbætur á honum. Meðal annars verður sett í hann fjórða togvindan svo hann geti dregið þrjú troll samtímis.

Togarinn hét upphaflega Steffen C GR-6-22 og var smíðaður árið 2001. Hann er 60 metrar að lengd og 15 metra breiður. Mælist 2,772 GT að stærð.

Lokys KL 926 ex Qaqqatsiaq GR-6-403. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Cleopatra 32 til neta og makrílveiða til Hjaltlandseyja

Endeavour LK 11. Ljósmynd Trefjar 2019.

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi núna á dögunum nýjan Cleopatra bát til Whalsay á Hjaltlandseyjum.

Að útgerðinni stendur Jimmy Hutchinson útgerðarmaður og synir hans tveir.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Endeavour.  Báturinn er 9.6 brúttótonn.  Endeavour er af gerðinni Cleopatra 32 og er fyrsti báturinn sem Trefjar afgreiða af þessari gerð. 

Skrokkur bátsins var upphaflega hannaður fyrir vinnubáta sem notaðir eru við olíuleit sem Trefjar hafa selt um árabil með ágætis árangri.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L086TIM tengd ZF 286IV gír.  Rafstöð 5.5kW frá Scam/Kubota. Siglingatæki koma frá Furuno. Báturinn er með uppsetta Maxsea skipstjórnartölvu.

Hann einnig útbúin með vökvadrifinni bógskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til Makrílveiða og netaveiða.  Makrílbúnaður kemur frá DNG og Trefjum.  Netabúnaður er frá Hydema. Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 12 stk. 380 lítra kör í lest.  Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Whalsay allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Nýi Sisimiut kom til Hafnarfjarðar í morgun

Sisimiut GR 6-18. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Í morgun kom grænlenski frystitogarinn Sisimiut GR 6-18 til Hafnarfjarðar og Jón Steinar var þar mættur til að fanga hann á kortið.

Sisimiut er annar tveggja frystitogara sem Royal Greenland fær afhenta á þessu ári frá skipasmíðastöðinni í Astilleros de Murueta í Bilbao á Spáni. 

Sismiut kom til Hafnarfjarðar beint frá Bilbao og mun hann taka veiðarfæri, umbúðir og fleira áður en haldið verður til veiða. 

Sismiut GR 6-18. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Sisimiut er 82,05 metra langur og 17,3 metra breiður og verður gerður út til veiða á þorski og grálúðu. Heimahöfn hans er Nuuk.

Sismiut GR 6-18. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Cleopatra 33 til gildruveiða á humri afgreidd til Suðureyja í Skotlandi

Árelía CY 2. Ljósmynd Trefjar.is 2019.

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afrgreiddi núna nýverið nýjan Cleopatra bát til Barraeyju sem er hluti Suðureyja utan við vesturströnd Skotlands.

Að útgerðinni stendur Jonathon Boyd útgerðarmaður frá Barra.  Sonur hans Oran Boyd er skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Árelía á íslenska vísu.  Báturinn er 10 brúttótonn af gerðinni Cleopatra 33.  Báturinn er annar báturinn sem Trefjar afhenda útgerðinni en áður átti útgerðin eldri Cleopatra 33 bát frá 2004.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C90 tengd ZF 286IV gír. Siglingatæki koma frá Simrad/Koden.  Báturinn er með uppsetta Olex skipstjórnartölvur. Hann einnig útbúin með vökvadrifinni bógskrúfum sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til gildruveiða á humri og töskukrabba.  Reiknað er með að báturinn muni draga 1000 gildrur á dag. Hluta úr ári stundar báturinn netaveiðar einnig. Netabúnaður er frá Meydam og Spencer Carter

Í fiskilest bátsins er sjálfvirkt sjóúðunarkerfi til að halda humri lifandi um borð.  Með þessu fyrirkomulagi fæst mun meira aflaverðmæti.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 12 stk. 380 lítra kör í lest.  Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Barra allt árið en hann hefur þegar hafið veiðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sisimiut í Hafnarfirði

Sisimiut GR6-500 ex Arnar HU 1. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Grænlenski togarinn Sisimiut GR6-500 kom til Hafnarfjarðar eldsnemma í gærmorgun.

Eins og kunnugt er hefur Þorbjörn hf. í Grindavík keypt togarann sem fer nú í slipp og kemur niður sem Tómas Þorvaldsson GK 10.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. Sisimiut er 67 metra langur og 14 metra breiður.

Sisimiut GR6-500 ex Arnar HU 1. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Mark ROS 777 í Hafnarfirði

Mark ROS 777. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Þýski frystitogarinn Mark ROS 777 er í Hafnarfjarðarhöfn og tók Maggi Jóns þessar myndir af honum.

Skipið var smíðað í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent eigandanum, Parlevliet & Van der Plas group í júní 2015. Heimahöfn þess er í Rostock.

Mark ROS 777. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Togarinn er 84 metra langur og 16 metra breiður. íbúðir eru fyrir 34 manna áhöfn auk tveggja sjúkraklefa. Aðalvél er 4.000 kW og er hún af gerðinni MAK. 

Mark ROS 777. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Veidar M-1-G í Hafnarfirði

LEPY. Veidar M-1-G frá Álasundi. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Eitt glæsilegasta línuskip Norðmanna, Veidar M-1-G var í Hafnarfjarðarhöfn í gær og tók Maggi Jóns þessar myndir af því.

Það var afhent Veidar AS frá skipasmíðastöinni Simek AS í Flekkufirði á mars á síðasta ári. Heimahöfn þess er Álasund.

LEPY. Veidar M-1-G frá Álasundi. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Skipið er 55,5 metra langt og 13,20 metra breitt knúið Rolls-Royce Bergen aðalvél. (C25:33L6P – 1.920kW- 900rpm).

LEPY. Veidar M-1-G frá Álasundi. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Þetta skip leysti Veidar 1 af hólmi en það skip heitir í dag Þórsnes SH 109.

LEPY. Veidar M-1-G frá Álasundi. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution