Nivenskoyen landaði í Hafnarfirði

IMO 8843018. Nivenskoye K 1966. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Rússneski togarinn Nivenskoyen kom til Hafnarfjarðar í fyrradag með um 1500 tonna afla sem skipað var yfir í flutningaskip.

Togarinn, sem var smíðaður árið 1991, er 104 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 4,407 GT að stærð.

Heimahöfn Nivenskoye er Kalinigrad sem er rússnesk borg við Eystrasalt.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ocean Tiger að veiðum við A-Grænland

IMO 9136383. Ocean Tiger R 38. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2021.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók þessa mynd í gær af danska rækjutogaranum Ocean Tiger R 38 þar sem hann var að veiðum í ísnum við Austur-Grænland.

Togarinn, sem er í eigu Ocean Prawn A/S, var smíðaður árið 1997 í Noregi. Ocean Tiger er með heimahöfn í Nexø á Borgundarhólmi.

Hann er 60 metrar að lengd og 14 metra breiður. Mælist 2,223 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Loran á Akureyri

IMO 9191357. Loran M-12-G. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2021.

Línu- og netaskipið Loran M-12-G frá Álasundi til Akureyrar fyrir skömmu á leið sinni á Grænlandsmið. Var hann að taka olíu, vatn og vistir.

Loran er 51 metrar að lengd, 11 metra breiður og mælist 1,292 brúttótonn að stærð.

Skipið var smíðað í Solstrand AS árið 1999.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nivenskoye kom og fór

IMO 8843018. Nivenskoye K 1966. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Rússneski togarinn Nivenskoyen kom til Hafnarfjarðar í gærmorgun og fór aftur um miðjan daginn.

Togarinn, sem var smíðaður árið 1991, er 104 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 4,407 GT að stærð.

Heimahöfn Nivenskoye er Kalinigrad sem er rússnesk borg við Eystrasalt.

Borgin og samnefnt hérað í kring liggja milli Litháens og Póllands en eru aðskilin frá öðrum hlutum Rússlands af Eystrasaltslöndunum og Hvíta-Rússlandi.Wikipedia

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Aqissiaq II GR6-168

IMO 9012654. Aqissiaq II GR6-168 ex Qingaaq. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2021.

Grænlenski báturinn Aqissiaq II GR6-168 kom til Vestmannaeyja á dögunum á heimleið frá Danmörku. Þar var báturinn í endurbyggingu en hann stundar rækjuveiðar.

Upphaflega hét báturinn Qingaaq og var smíðaður árið 1988 hjá Skaarup & Salskov APS í Thyborøn, Danmörku.

Báturinn er 23,9 metrar að lengd og breidd hans er 7,17 metrar.

Heimahöfn hans er Nuuk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Cuxhaven NC 100

IMO 9782778. Cuxhaven NC 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Cuxhaven NC 100 er hér á siglingu inn Eyjafjörð á leið sinni til Akureyrar í októbermánuði árið 2017. Hér má sjá fleiri myndir sem teknar voru þá.

Cuxhaven NC 100 er í eigu Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi.

Cuxhaven NC 100 sem hannaður er af Rolls Royce er 81,22m langt og 16m breitt, og afhent í ágúst 2017 frá Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Roaldsen við bryggju í Egersund

IMO 9223291. Roaldsen R-80-ES. Ljósmynd Baldur Sigurgeirsson 2021.

Baldur Sigurgeirsson vélstjóri myndaði Roaldsen R-80-SE í morgun en þetta glæsilega skip lá við bryggju í heimahöfn sinni Egersund.

Roaldsen var smíðað árið 1999 og er 1185 GT að stærð. Lengd skipsins er 59 metrar og breiddin 11. Aðalvélin er 3261 hestafla MAK.

Eigandi er Roaldsen Kornelius Fiskebåtrederi AS.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hardhaus kom til Eyja í dag – Myndasyrpa

IMO 9263526. Hardhaus H-120-AV ex Harengus. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2021.

Hardhaus, hið nýja skip Ísfélags Vestmannaeyja, kom til Vestmannaeyja í dag en skipið landaði loðnu á Þórshöfn um helgima eins og kom þá fram á síðunni.

Skipið mun fá nafnið Álsey VE 2 og samkvæmt vef Samgöngustofu skipaskrárnúmerið 3000.

Eins og áður hefur komið fram var skipið sem smíðað árið 2003 og er útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hardhaus á Þórshöfn

IMO 9263526. Hardhaus H-120-AV ex Harengus. Ljósmynd Líney Sigurðardóttir 2021.

Líney Sigurðardóttir á Þórshöfn tók þessar myndir í gærmorgun þegar norska loðnuskipið Hardhaus kom þangað með 470 af loðnu til frystingar.

Eins og kunnugt er hefur Ísfélag Vestmannaeyja hf. keypt skipið sem mun fá nafnið Álsey VE 2.

Fram kemur í frétt Líneyjar í Morgunblaðinu að eftir löndun væri planið að sigla til Eskifjarðar þar sem nótin fer í geymslu. Þaðan verður haldið til Vestmannaeyja þar sem skipið verður afhent á mánudag.

Skipið sem smíðað var árið 2003 útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Njord Venture INS 28

IMO 8812033. Njord Venture INS 28 ex Þinganes ÁR 25. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2021.

Skinney – Þinganes hefur selt Þinganes ÁR 25 til Skotlands þar sem heimahöfnin verður Innverness. Nýja nafnið er Njord Venture INS 28.

Þinganes er eitt fjögurra systurskipa sem smíðuð voru á sínum tíma fyrir Íslendinga hjá Carnave Eir Navais Sa smíðastöðinni í Aveiro í Portúgal.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution