Stapin frá Tóftir

Stapin FD 32 ex Husby Senior M-13-AV. Ljósmynd Óskar Franz 2016.

Óskar Franz tók þessar myndir sumarið 2016 og sýna þær færeyska línuskipið Stapin FD 23 frá Tóftum koma til hafnar í Vestmannaeyjum.

Þarna voru frændur okkar nýbúnir að kaupa bátinn frá Noregi þar sen hann hét Husby Senior M-13-AV. Hann er 42. metrar að lengd og 9 metra breiður, smíðaður í Danmörku 1990.

Stapin FD 32 ex Husby Senior M-13-AV. Ljósmynd Óskar Franz 2016.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Maniitsoq T-52-S

LAIJ. Maniitsoq T-52-S. Ljósmynd KEÓ 2019

Norski báturinn Maniitsoq T-52-S kom inn á Stakksfjörðinn í morgun en erindi hans var að koma af sér manni.

Hafnsögubáturinn Auðunn fór að bátnum til að ná í manninn og tók Karl Einar Óskarsson þessa mynd þegar lagt var af stað í land aftur.

Maniitsoq T-52-S var smíðaður 1960 og mælist 634 BT að stær. Lengd hans er 44,65 metrar og breiddin 9,17.

Heimahöfn hans er Tromsø og hann er skráður selveiðari sýnist mér. Meðal fyrri nafna er Kvitbjorn, Gullstein og Harmoni.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dorado 2

Dorado 2 ex Newfound Pioneer. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Skuttogarinn Newfound Pioneer sem verið hefur í klassakoðun í Slippnum á Akureyri hefur fengið nafnið Dorado 2 og siglir nú undir fána Lettlands.

Við íslendingar könnumst við hann sem Svalbak EA 2 um tíma en héðan var hann seldur til Kanada þaðan sem hann var reyndar keyptur en þá hét hann Cape Adair.

Dorado 2 ex Nefonud Pioneer. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ilivileq GR-02-201 kom úr sinni fyrstu veiðiferð í gær

Ilivileq GR-02-201 ex Guðmundur í Nesi RE 13. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Grænlenski frystitogarinn Ilivileq GR 02-201 frá Qaqqrtoq kom úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir nýja eigendur síðdegis í gær.

Eins og glöggir menn kannski sjá og vita er þetta fyrrum Guðmundur í Nesi RE 13 sem nú er í eigu grænlenska fyrirtækisins Arctic Prime Fisheries ApS.

Ilivileq kom fyrst til olíutöku í Örfirisey en sigldi síðan til Hafnarfjarðar þar sem landað verður úr honum um 200 tonnum af grálúðu.

Ilivileq GR-02-201 ex Guðmundur í Nesi RE 13. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Cleopatra til Kjøllefjord í Noregi

Tinder F-20-LB. Ljósmynd Trefjar.is 2019.

Nú á dögunum afhenti Bátasmiðjan Trefjar nýjan Cleopatra bát til Kjøllefjord í Noregi.

Kaupandi bátsins er Daniel Lauritzen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum sem hefur hlotið hið umtalað nafn Tinder.  Tinder er af gerðinni Cleopatra 36, 11metra langur og mælist 14 brúttótonn

Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D9 410hp tengd ZF V-gír.  Rafstöð af gerðinni Nanni 7.5kW.  Andveltigýro af gerðinni Quick er staðsettur í vélarrúmi  

Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC.
Báturinn er einnig útbúin vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða.

Línuspil kemur frá Beiti annar veiðibúnaður kemur frá Noregi.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 15 stk. 380 lítra kör í lest.  Stór borðsalur er í brúnni.  Fullkomin eldunaraðstaða er í lúkar.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu.

Báturinn hefur þegar hafið veiðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


Odd Lundberg og Rav í Skagen

Odd Lundberg T-55-G. Ljósmynd Anna Ragnarsdóttir 2019.

Síðunni bárust myndir frá Skagen í Danmörku sem sýna tvö uppsjávarveiðiskip sem eru í smíðum fyrir Norðmenn.

Þetta eru Odd Lunnberg T-55-G sem er með heimahöfn í Harstad og Rav TR-4-O sem er með heimahöfn í Þrándheimi.

Rav TR-4-O. Ljósmynd Anna Ragnarsdóttir 2019.

Rav er öllu stærra að sjá en Odd Lundberg og munar um 10 metrum á lengd þeirra en breiddin svipuð.

Raw er 79,75 metrar að lengd og 15,50 metrar að breidd. Skipið. sem er smíðað fyrir Peter Hepsø Rederi A/S leysir af hólmi 65 metra langt skip útgerðarinnar sem einnig heitir Rav og verður selt. Hér má lesa nánari uppl. um nýsmíðina sem ber smíðanúmerið 443

Odd Lundberg er með smíðanúmer 444 hjá Karstensens Skibsvaerft A/S og er smíðað fyrir fjölskyldufyrirtækið Odd Lundberg A/S. Skipið er 69,99 metrar að lengd og breidd þess 15,20 metrar. Það leysir af hólmi 59 metra skip útgerðarinnar með sama nafni sem smíðað var 2003. Hér má lesa nánari uppl. um nýsmíðina sem ber smíðanúmerið 444.

Skipin eru fullkláruð hjá Karstensens Skibsvaerft A/S í Skagen en skrokkur skipanna er smíðaður í skipasmíðastöð sem fyrirtækið á í Póllandi. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Katrin Jóhanna VA 410 á Donegalflóa

Katrin Jóhanna VA 410 ex Herøy. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019.

Eitt þeirra kolmunnaveiðiskipa sem liggur þessa stundina í vari inn á Donegalflóa við Írland er hin færeyska Katrin Jóhanna VA 410

Skipið var keypt til Færeyja seint á síðasta ári frá Noregi en þar bar það nafnið Herøy. Smíðað árið 1997, skrokkurinn í Nauta Shipyard, Gdynia, í Póllandi en skipið klárað hjá Myklebust Mek. Verksted AS, í Noregi.

Kaupendur voru Tummas Henriksen í Sørvági ásamt Árna og Hjarnar Dalsgaard í Skálavík. Heimahöfnin er Miðvågur og útgerðin heitir Kinnfelli p/f .

Katrin Jóhanna hét upphaflega Zeta til ársins 2010 er skipið fékk Herøyarnafnið. Það er 73,3 metrar á lengd og 12,6 metrar á breidd, mælist 1914 bT að stærð. Aðalvélin er Wärtsilä  3960KW.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Ingmundson að draga netin við Lofoten

Ingmundson. Ljósmynd Svafar Gestson 2019.

Svafar Gestsson tók þessa mynd af netabátnum Ingmundsson draga netin í blíðskaparveðri í morgun.

Fjöldi báta var út af suðurströnd Lofoten, þar sem eru gjöful fiskimið á vetrarvertíðinni.

Um Ingmundson er það að segja að hann er 10 metra langur og 4 metra breiður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Smaragd M-65-HØ

Smaragd M-65-HØ. Ljósmynd Áki Hauksson 2015.

Áki Hauksson myndaði norska uppsjávarveiðiskipið Smaragd M-65-HØ þegar það kom við í Måløy til að taka olíu þann 7. ágúst árið 2015

Þetta glæsilega splunkunýja skip var á siglingu til heimahafnar í Fosnavaag en það var þá nýlega afhent frá skipasmíðastöðinni Havyard í Leirvik í Sogni, Noregi.

Skipið var hannað þar og fullklárað en skrokkur þess var smíðaður í Tyrklandi af skipasmíðastöðinni Cemre verftet, Istanbul.

Eigandi skipsins er útgerðarfélagið Smaragd AS en það er 74 metrar á lengd, 15,8 metrar á breidd og er 3,580 GT að stærð.

Smaragd M-65-HØ. Ljósmynd Áki Hauksson 2015.

Þess má geta að það skip sem þetta leysti af hólmi heitir Hoffell SU 80 í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Newfound Pioneer í klassaskoðun hjá Slippnum Akureyri.

Newfound Pioneer við Slippkantinn á Akureyri. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Kanadíski rækjutogarinn Newfound Pioneer, sem er í eigu Newfound Rescources, hefur nú verið í slipp á Akureyri í rúman mánuð. 

Newfound Pioneer var eitt sinn í eigu ÚA og hét Svalbakur EA 2.

Á heimasíðu Slippsins á Akureyri segir að skipið sé í hefbundinni klassaskoðun og hefur verið botnmálað, sinkað, öxuldregið auk þess sem skipt hefur verið um stálplötur í skipinu ásamt öðrum minni viðhaldsverkefnum.

Skipið er eitt af fjölmörgum erlendum skipum sem hafa komið í Slippinn á Akureyri á undaförnum árum.

„Skipaflotinn hérna á Íslandi hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun og þar að leiðandi koma skipin sjaldnar og í minni slippa en áður. Þess vegna höfum við hjá Slippnum á Akureyri lagt meiri áherslu á að fá erlend skip til okkar, aðallega frá Rússlandi, Grænlandi, Kanada og Noregi. Samkeppnin er þó mikil, bæði hér heima og erlendis“ segir Ólafur Ormsson, sviðsstjóri hjá Slippnum á Akureyri, aðspurður um málið. 

Í næstu viku kemur grænlenski togarinn Nataarnaq, sem er í eigu Ice Trawl Greenland og Royal Greenland, og mun vera í slipp í einn mánuð. Þar mun fara fram vélarupptekt á skipinu, öxuldráttur, viðhald á vindukerfi og skipið verður botnmálað. 

„Verkefnastaðan er góð næstu mánuðina en að sjálfsögðu viljum við geta horft lengur fram í tímann. Það sem gefur okkur ákveðið forskot er að við erum stór vinnustaður og við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu. Einnig störfum við eftir ISO 9001 gæðakerfinu sem er alþjóðleg vottun og tryggir að við þurfum að uppfylla gæðakröfur og fara eftir ákveðnum verkferlum í okkar þjónustu, sem viðskiptavinir okkar kunna að meta“ segir Ólafur í viðtali við heimasíðuna.

English version

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution