Sisimiut við Grindavík

Sisimiut GR 6-18. Ljósmynd Jón Steinar 2023. Grænlenski frystitogarinn Sisimiut GR 6-18 kom upp að ströndum Íslands í kvöld nánar tiltekið við Grindavík. Jón Steinar sendi drónann til móts við hann og tók meðfylgjandi myndir af togaranum sem var smíðaður árið 2019 hjá skipasmíðastöðinni í Astilleros de Murueta í Bilbao á Spáni.  Sisimiut er er … Halda áfram að lesa Sisimiut við Grindavík

Ný Cleopatra 36 til Tana í Noregi

Barent Gadus TF-28_TN. Ljósmynd Trefjar 2023. Piera Gaup útgerðarmaður fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Piera verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem ber nafnið Barent Gadus.  Báturinn er 10.99 metrar á lengd og mælist 11 brúttótonn. Hann leysir af hólmi eldri Cleopatra 36 bát sem útgerðin hefur … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 36 til Tana í Noregi

Veidar við bryggju í Hafnarfirði

LEPY. Veidar M-1-G. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Eitt glæsilegasta línuskip Norðmanna, Veidar M-1-G var í Hafnarfjarðarhöfn í gær og tók Maggi Jóns þessa mynd af því. Veidar er með heimahöfn í Álasundi skipið var afhent Veidar AS frá skipasmíðastöinni Simek AS í Flekkufirði árið 2018. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana … Halda áfram að lesa Veidar við bryggju í Hafnarfirði

Tuugaalik GR-6-10

IMO:9922897. Tuugaalik GR-6-10. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Nýr og glæsilegur frystitogari Grænlendinga, Tuugaalik GR-6-10, kom til Hafnarfjarðar í dag og tók Maggi Jóns þessar myndir af honum. Togarinn kemur hingað frá Spáni. Hann var smíður hjá Astilleros de Murueta skipasmíðastöðinni í Bilbao hvar ég sigldi hjá sumarið 2019 en þá var Avataq GR-6-19 þar í … Halda áfram að lesa Tuugaalik GR-6-10

Ný Cleopatra 36 til Honningsvåg í Noregi

Maya TF-94-NK. Ljósmynd Trefjar 2023. Tom Egil Hansen útgerðarmaður fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Tom Egil verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem heitir Maya og mælist 11brúttótonn. Lengd hans er 10.99 metrar. Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D9 350hö tengd ZF286IV gír. Siglingatæki hans af gerðinni … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 36 til Honningsvåg í Noregi

Polar Amaroq á loðnumiðunum

Polar Amaroq GR 18-49 ex Gardar. Ljósmynd Sigdór Jósefsson 2023. Sigdór Jósefsson tók þessa mynd af loðnuskipinu Polar Amaroq þar sem það var að veiðum við Snæfellsnes í gær. Skipið er í eigu Polar Pelagic en Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlenska útgerðarfélaginu.  Skipið hét áður Gardar og var í eigu norska útgerðarfélagsins K. Halstensen. Það var … Halda áfram að lesa Polar Amaroq á loðnumiðunum

„Tvíburabátar“ afgreiddir til Lofoten í Noregi

Ørsvåg III N-94-V og Ørsvåg II N-93-V. Ljósmynd Trefjar 2023. Bræðurnir Tom-Kenneth og Kurth-Anders Slettvoll útgerðarmenn frá Kabelvåg í Lofoten fengu fyrir skömmu afhenta tvo nýja Cleopatra 33 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Um Tvíburabáta er að ræða og verða bræðurnir skipstjórar á bátunum. Nýju bátarnir heita Ørsvåg II og Ørsvåg III og eru … Halda áfram að lesa „Tvíburabátar“ afgreiddir til Lofoten í Noregi

Christina S verður Margrét EA 710

IMO 9388572. Christina S FR 224 - 3038. Margrét EA 710. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Skoska uppsjávarveiðiskipið Christina S FR 224 hefur fengið nafnið Margrét EA 710 samkvæmt Íslenskri skipaskrá og skipaskrárnúmerið 3038. Maggi Jóns tók þessa mynd af skipinu í dag þar sem það var við Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík. Skipið, sem var … Halda áfram að lesa Christina S verður Margrét EA 710

Hákon að dæla og Þrándur í Götu fyrir stafni

Loðnu dælt um borð í Hákon EA 148 og Þarándur í Götu fyrir stafni. Ljósmynd Þorsteinn Eyfjörð Friðriksson 2023. Fékk þessa mynd senda rétt í þessu en hún var tekin um borð í loðnuskipinu Hákoni EA 148 frá Grenivík. Kallarnir fengu 300 tonna kast af góðri loðnu, 70% kerling og hrognafyllingin 19% sem ætti að … Halda áfram að lesa Hákon að dæla og Þrándur í Götu fyrir stafni

Maya

Maya TF-94-NK. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Maggi Jóns sendi þessar myndir af nýjum og glæsilega rauðum bát í Hafnarfjarðarhöfn. Maya TF-94-NK heitir hann og er með heimahöfn í Hammefest í Noregi. Maya er af gerðinni Cleopatra 36 og smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði. Maya TF-94-NK. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Maya TF-94-NK. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. … Halda áfram að lesa Maya