Niðurrif togarans Orlik í Njarðvíkurhöfn

Orlik við Norðurgarðinn í Njarðvík. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Vinna við að rífa togarann Orlik se, að legið hefur í Njarðvíkurhöfn er komin í gang aftur eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði vinnu við það í september. 

Jón Steinar tók þessar tvær myndir um helgina og sést að m.a er búið að rífa gálgana.

Orlik við Norðurgarðinn í Njarðvík. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Myndirnar hér að neðan tók Jón Steinar fyrr í haust eftir að togaranum var komið fyrir við Norðurgarðinn í Njarðvíkurhöfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nukariit II GR-5-75 í Grindavík

OYWW. Nukariit II GR-5-75. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Grænlenski báturinn Nukariit II GR-5-75 kom til hafnar í Grindavík í morgun en hann er á leiðinni til Grænlands frá Danmörku þar sem hann var smíðaður.

Báturinn, sem er 14,99 metra langur og 6,67 metra breiður, bíður af sér veður en áfangastaðurinn er Pamiut á vesturströnd Grænlands hvar hann verður gerður út til krabbaveiða.

OYWW. Nukariit II GR-5-75. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Nukariit II GR-5-75 var smíðaður í skipasmíðastöðinni Bredgaard boats í Rødby hinni sömu og smíðar nýjan Bárð SH 81.

Sá grænlenski er með smíðanúmer M-138 frá stöðinni en Bárður M-135.

OYWW. Nukariit II GR-5-75. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Åsta B – Ný Cleopatra til Tromsø

Åsta B T-209-T. Ljósmynd Trefjar 2019.

Húsvíkingurinn Bjarni Sigurðsson fékk á dögunum afhenta nýjan bát, Åstu B, sem smíðuð var hjá Trefjum í Hafnafirði.

Kaupandi bátsins er fyrirtækið West Atlantic AS í Tromsø en þar hefur Bjarni búið um árabil og er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.

Åsta B er af gerðinni Cleopatra 36, 11metra langur og mælist 14 brúttótonn. 

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hö tengd ZF V-gír. Rafstöð af gerðinni Nanni 7.5kW.  Andveltigýro af gerðinni Quick er staðsettur í vélarrúmi. 

Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno.  Olex skipstjórnartölva er um borð. Báturinn er einnig útbúin vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil kemur frá Beiti. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 15 stk. 380 lítra kör í lest.  Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu.

Åsta B hefur þegar hafið veiðar undir skipstjórn Sæmundar Hnappdals Magnússonar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Einar frá Myre

Einar N-31-Ø. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Einar N-130-Ø lá fyrir linsunni hjá Magga Jóns í Hafnarfjarðarhöfn en Einar er af gerðinni Cleopatra 50B.

Við fáum nánari fréttir af bátnum frá Trefjum síðar en Einar er með heimahöfn í Myre.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Northguider H-177-AV

Northguider H-177-AV ásamt björgunarskipum við Svalbarða í dag. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi síðunni þessa mynd sem hann tók við Hinlopen á Svalbarða í dag.

Hún sýnir rækjutogarann Northguider H-177-AV sem strandaði í lok síðasta árs ásamt björgunarskipum. Þau eru sjö talsins en Eiríkur segir öllu hafi verið tjaldað til að undanförnu svo koma mætti togaranum á flot. M.a hefur gálginn verið skorinn burtu til að lækka þyngdarpunktinn.

Þegar Eiki tók myndina var Reval Viking á togi þarna skammt undan.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ný Cleopatra 36 til Båtsfjord

Bjørkåsbuen F-8-BD. Ljósmynd Trefjar 2019.

Á dögunum afhenti Bátasmiðjan Trefjar nýjan Cleopatrabát, Bjørkåsbuen F-8-BD,til Båtsfjord í Noregi.

Kaupandi bátsins er Jens-Einar Bjørkås Johnsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum. Bjørkåsbuen er af gerðinni Cleopatra 36, 11 metra langur og mælist 14 brúttótonn að stærð. 

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hö tengd ZF V-gír.

Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC og Comnav.  Olex skipstjórnartölva er um borð. Báturinn er einnig útbúin vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil kemur frá Mustad og annar veiðibúnaður kemur frá Noregi. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 15 stk. 380 lítra kör í lest. Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu.
Báturinn hefur þegar hafið veiðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Eros M-29-HØ

IMO 9617973. Eros M-29-HØ. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Hið glæsilega norska uppsjávarveiðiskipið Eros M-29-HØ kom til Keflavíkur á dögunum hverra erinda mér er ekki kunnungt.

Elvar Jósefsson tók þessar myndir þega skipið lét úr höfn.

Eros M-29-HØ er 77 metrar að lengd, 16 metra breitt og mælist 4,027 GT að stærð. Skipið var smíðað árið 2012 og er með heimahöfn í Fosnavaag.

IMO 9617973. Eros M-29-HØ. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tasermiut GR 6-395 á siglingu

IMO 8705838. Tasermiut GR 6-395 ex Labrador Storm. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Grænlenski rækjutogarinn Tasermiut GR 6-395 er hér á siglingu í Meðallandsbugtinni síðdegis í dag.

Togarinn var smíðaður í Langsten Slip & Båtbyggeri AS í Noregi árið 1988. Hann er 75,90 metrar að lengd, 13 metra breiður og mælist 2,590 GT að stærð.

Samkvæmt upplýsingum ShipSpotting.com hét togarinn Tasermiut 1998-2006 þegar hann fékk nafnið Labrador Storm og var með heimahöfn í St. John´s í Kanada.

Árið 2014 fékk hann aftur nafnið Tasermiut og heimahöfnin Nuuk á Grænlandi. Hann var í eigu Royal Greenland sem seldi togarann í byrjun þessa árs innan lands á Grænlandi. Gott ef íslendingar koma eitthvað nálægt útgerð hans í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Avataq GR 6-19

Avataq GR 6-19. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Þessa mynd af grænlenska togaranum Avataq GR 6-19 tók ég í dag en skipið er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni í Astilleros de Murueta í Bilbao á Spáni. 

Avataq GR 6-19 er annar tveggja frystitogara sem stöðin smíðar fyrir Royal Greenland en sá fyrri, Sisimiut GR 6-18, var afhentur í vor.

Samkvæmt fréttum þegar samið var um smíði togaranna átti að afhenda Avatq í nóvember.

Avataq GR 6-19 er 82,05 metra langur og 17,3 metra breiður og verður heimahöfn hans er Nuuk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ocean Tiger R 38

IMO 9136383. Ocean Tiger R 38. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Danski rækjutogarinn Ocean Tiger R 38 er hér að rækjuveiðum á Svalbarðasvæðinu á dögunum.

Togarinn, sem er í eigu Ocean Prawn A/S, var smíðaður árið 1997 í Noregi og er með heimahöfn í Nexø.

Hann er 60 metrar að lengd og 14 metra breiður. Mælist 2,223 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution