Hið nýja skip Fiskkaupa kom til Reykjavíkur í dag

IMO 9249398. Argos Froyanes JT9 ex Froyanes. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2021.

Fiskiskipið Argos Froyanes, sem Fiskkaup hf. hefur fest kaup, kom til hafnar í Reykjavík í dag.

Skipið, sem reyndar er komið á Íslenska skipaskrá undir nafninu Kristrún RE 177 og með skipaskrárnúmerið 3017, var smíðað 2001.

Skipið sem stundað hefur veiðar á tannsfiski í Suðurhöfum kom frá Kanaríeyjunm þar sem það var í slipp.

Nýja Kristrún mun verða útbúin til veiða á grálúðu í net.

Hún kemur í stað Kristrúnar RE 177 sem var smíðuð 1988. Sú var síðar lengd og er eftir það 47.7 metrar að lengd, breiddin 9 metra og mælist 765 brúttótonn að stærð.

Nýja skipið er 48,8 metrar að lengd og breidd þess 11,03 metrar. Það mælist 1,335 BT að stærð og er því mun stærra en það gamla.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ný Cleopatra 36 til Þrándheims í Noregi

Skipson TR-10-O. Ljósmynd Trefjar 2021.

Tommy Albertsen útgerðarmaður í Þrándheimi fékk á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Tommy verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem ber nafnið Skipson og er kominn til Noregs og mun hefja veiðar á næstu dögum.

Báturinn er 10.99 metrar á lengd og mælist 11 brúttótonn að stærð. Aðalvél hans er af gerðinni Scania D13 500hö tengd ZF325IV gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til netaveiða.  Netabúnaður kemur frá Noregi.

Lest bátsins rúmar 15stk, 380 lítra fiskikör. 

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ný Cleopatra 36 til Fosnavåg í Noregi

Nærøybuen M-50-HØ. Ljósmynd Trefjar 2021.

Kjell-Børre Petersen útgerðarmaður fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Kjell-Børre verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem verður gerður út til netaveiða. Búnaður til netaveiða kemur frá Noregi en báturinn hefur þegar hafið veiðar.

Báturinn, sem fékk nafnið Nærøybuen M-50-HØ, er 10.99 metrar á lengd og mælist 11brúttótonn. Hann tekur 15 stk. 380lítra fiskikör í lest. 

Aðalvél hans er af gerðinni Scania D13 650hö tengd ZF325IV gír. Nærøybuen er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simradog einnig er hann útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni og svefnpláss fyrir þrjá í lúkar.  Þá er salerni með sturtu í bátnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Katri GR 12-98

IMO:9905992. Katri GR 12-98. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Þessi nýi grænlenski bátur kom inn til Hafnarfjarðar síðdegis í gær en hann var afhentur á dögunum frá dönsku skipasmíðastöðinni Hvide Sande Shipyard, Steel & Service.

Eftir því sem ljósmyndarinn segir þá kom báturinn hér við á leið sinni til Grænlands þar sem að setja á í hann beitningavél frá Mustad og einnig veltitank.

Skrokkurinn var smíðaður í Tyrklandi en önnur smíði fór fram í Danmörku. Hann er 14 m. á lengd og 6 m. á breidd, sérstyrktur með tilliti til siglinga í ís og stefnið er nokkurskonar mini útgáfa af stefni á ísbrjót.

Heimahöfnin er Ilulissat á vesturströnd Grænlands sem er þriðja stærsta bæjarfélag Grænlands á eftir Nuuk og Sisimiut.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Cleopatra 35 makrílveiðibátur til Bergen

Tomina VL-12-ØN. Ljósmynd Trefjar 2021.

Jimmy Bjorøy útgerðarmaður í Bergen fékk á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 35 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Jimmy verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem heitir Tomina VL-12-ØN og er 10.65 metrar á lengd og mælist 11 brúttótonn að stærð.  

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 520hö tengd frístandandi ZF325IV gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Simrad og Olex.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til makríl og netaveiða.  Handfærarúllur eru frá DNG. Netabúnaður kemur frá Rapp í Noregi.

Lest bátsins er sérútbúin til að lesta Makríl um borð í tveimur aðskyldum rýmum sem auðveldar fiskidælingu úr lestinni.  Lestin rúmar 15 stk. 380 lítra fiskikör. 

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu.

Bátnum er kominn til Noregs hefur þegar hafið veiðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Mark fyrir utan Grindavík

IMO:9690688.  Mark ROS 777. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Þýski frystitogarinn Mark kom upp að Grindavík í fyrrinótt, sennilega í þeim erindagjörðum setja menn í land.

Jón Steinar tók meðfylgjandi mynd og sagði m.a á síðu sinni: Hann kom hér upp að landinu úr vestri og hélt svo hér austur með eftir að hafa skilað af sér mönnunum.

Togarinn, sem er 84 metra langur og 16 metra breiður, var smíðað í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent eigandanum, Parlevliet & Van der Plas group í júní 2015. Heimahöfn hans er í Rostock.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ný Cleopatra 50 til Lófóten í Noregi

Nygrunn N-225-VV. Ljósmynd Trefjar 2021.

Útgerðarfélagið Nygrunn AS í Lófóten í Noregi fékk nýverið afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50 netabát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Eigendur Nygrunn AS eru bræðurnir Ørjan og Ketil Sandnes.

Nýi báturinn heitir Nygrunn og er 15 metrar á lengd og mælist 30 brúttótonn. Báturinn leysir af hólmi eldri eikarbát útgerðarinnar sem byggður var í kringum 1970 og hefur þjónað útgerðinni í þrjá ættliði allar götur síðan.    

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222 800hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír.

Tvær rafstöðvar eru um borð af gerðinni Scam frá Ásafli.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC, Simrad og Olex frá Noregi.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til netaveiða.  Netabúnaður og vinnslubúnaður á dekki kemur frá Noregi.

Annar búnaður á dekki er frá Stálorku.

Í bátnum er ARG250 stöðugleikabúnaður

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir allt að 43 stk. 460 lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Stór borðsalur er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir sex í lúkar í þremur klefum, auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn og ísskáp.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Nygrunn N-225-VV. Ljósmynd Trefjar 2021.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Norma Mary seld til Grænlands

IMO 8704808. Norma Mary H110 ex Fríðborg FD 242. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Onward Fishing Company hefur selt togara sinn, Norma Mary, til grænlensku útgerðarinnar Polar Seafood. 

Guðmundur Óli Hilmisson, framkvæmdastjóri Útgerðasviðs Onward, segir í Fiskifréttum í dag að ástæða sölunnar sé brottför Bretlands úr Evrópusambandinu og samningsleysi um veiðiheimildir í kjölfarið.

Lesa fréttina í Fiskifréttum.

Norma Mary var smíðuð 1989 og hefur áður borið nöfnin Ocean Castle, Napoleon og Fríðborg áður en hún fékk núverandi nafn árið 2010.

Norma Mary var lengd 2011 og er nú 73,4 metrar að lengd. Breiddin er 13 metrar og hún mælist 2342 GT að stærð.

Norma Mary var með heimahöfn í Hull en hér má sjá fleiri myndir af togaranum

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nivenskoyen landaði í Hafnarfirði

IMO 8843018. Nivenskoye K 1966. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Rússneski togarinn Nivenskoyen kom til Hafnarfjarðar í fyrradag með um 1500 tonna afla sem skipað var yfir í flutningaskip.

Togarinn, sem var smíðaður árið 1991, er 104 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 4,407 GT að stærð.

Heimahöfn Nivenskoye er Kalinigrad sem er rússnesk borg við Eystrasalt.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ocean Tiger að veiðum við A-Grænland

IMO 9136383. Ocean Tiger R 38. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2021.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók þessa mynd í gær af danska rækjutogaranum Ocean Tiger R 38 þar sem hann var að veiðum í ísnum við Austur-Grænland.

Togarinn, sem er í eigu Ocean Prawn A/S, var smíðaður árið 1997 í Noregi. Ocean Tiger er með heimahöfn í Nexø á Borgundarhólmi.

Hann er 60 metrar að lengd og 14 metra breiður. Mælist 2,223 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution