Lauralex II

Lauralex II SN 953 470. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Maggi Jóns tók þessa um sl. fimmtudag en báturinn fór á flot þann dag en þetta er nýsmíði frá Trefjum.

Veit ekkert nánar um bátinn enn sem komið er annað en það að hann er Cleopatra 33 og heitir Lauralex II.

Þetta kemur allt síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Dagö í Smugunni

IMO: 9183099. Dagö EK 2001 ex Dagur SK 17. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi þessar myndir sem hann tók í Smugunni áðan og sýna rækjubátinn Dagö.

Dagö, sem áður hét Dagur SK 17, er gerður út af Útgerðarfyrirtækinu Reyktal sem einnig gerir Reval Viking út og voru Eiríkur og hans menn að taka einn skipverja af Dagö með í land.

Dagur SK 17 var keyptur árið 2016 frá Írlandi en skipið var smíðað á Spáni árið 1997. Rækjuverksmiðjan Dögun á Sauðárkróki gerði bátinn út en hann var seldur til Eistlands fyrr á þessu ári.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ilivileq kom til Reykjavíkur í dag

IMO: 9830434. Ilivileq GR 2-201 við komuna til Reykjavíkur í dag. Ljósmynd Magnús Jónsson.

Frystitogarinn Ilivileq GR 2-201, sem er í eigu dótturfélags Brims á Grænlandi, kom til hafnar í Reykjavík í hádeginu í dag. Magnús Jónsson tók þessar myndir við komuna.

Togarinn var smíðaður í spænsku skipasmíðastöðinni Astilleros Armon Gijon á Norður-Spáni. 

Á vef Fiskifrétta segir m.a svo frá komu hans:

Beðið hefur verið eftir skipinu með mikilli eftirvæntingu. Skipið er eitt það fullkomnasta í Norður-Atlantshafi. Rolls Royce í Noregi hannaði skipið í samstarfi við Brim sem smíðað var á Norður-Spáni.

Frystitogarinn er 81,8 metrar að lengd, 17 metra breiður og um 5000 brúttótonn að stærð. Við hönnun skipsins var orkusparnaður hafður að leiðarljósi, sem og sjálfvirkni. Aðstaða sjómanna er til fyrirmyndar og fullkomnasti búnaður til flökunar og frystingar er bæði byltingarkenndur fyrir vinnuaðstöðuna um borð og margfaldar framleiðslugetuna.

Þá er fiskimjölsverksmiðja í skipinu fyrir það sem fellur til við flakavinnsluna. Allur afli verður því fullnýttur og afkastageta vinnslunnar getur verið allt að 150 tonn á sólarhring. Í frystilestum verður rými fyrir allt að 1000 tonn af afurðum, flokkuðum á brettum.

Skipið er búið nýrri kynslóð af vélum frá Bergen-Diesel og Rolls-Royce með 5400 kW afli. Um borð er öflugt rafvindukerfi þar sem rafmagn fyrir vindurnar og annan búnað er framleitt með ásrafali.

Vinnsludekkið kemur frá Danmörku og flökunarvélarnar frá Vélfagi á Ólafsfirði.

Samspilið í hönnuninni gerir það að verkum að öll stýring vinnsluferla í skipinu er mun nákvæmari en nokkru sinni fyrr.

Skipið hóf heimferð fyrir fimm dögum frá Spáni með Páli Þóri Rúnarssyni skipstjóra og Guðmundi Kristjáni Guðmundssyni stýrimanni í fararbroddi.

Skipið, sem fékk nafnið Ilivileq, er í eigu dótturfélags Brims á Grænlandi sem er í 100% eigu Brims.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Korund

IMO 8710285. Korund. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Rússneski togarinn Korund var í Tromsø á dögunum og náði Eiríkur Sigurðsson þessari mynd af honum þá.

Korund var smíðaður árið 1988 og hét eitt sinn Topas T-23-H og hafði heimahöfn í Harstad þar sem hann var smíðaður.

Topas var seldur til Rússlands árið 2000 og hefur heitið nokkrum nöfnum en heitir eins og áður segir Korund í dag.

Korund, sem mælist 1,198 brúttótonn að stærð, er með heimahöfn í Murmansk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fagraberg FD 1210 kom með kolmunna

IMO 9184641. Fagraberg FD 1210 ex Krúnborg. Ljósmynd Óðinn Magnason 2020.

Fagraberg FD 1210 frá Fuglafirði í Færeyjum kom til Fáskrúðsfjarðar um helgina með um 2.800 tonn af kolmunna.

Fagraberg var smíðað árið 1999 og hét áður Krúnborg. Skipið er 2,832 brúttótonn að stærð, lengd þess er 83 metrar og breiddin 14 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Remøy M-99-HØ, einn sá alflottasti

IMO: 9660451. Remøy M-99-HØ. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

„Remøy er einn sá alflottasti“ sagði Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking þegar hann sendi þessar myndir sem hann tók fyrir stundu nyrst í norsku lögsögunni.

Frystitogarinn Remøy var smíðaður árið 2013 og hét upphaflega Hopen. Árið 2016 fær hann nafnið Remøy og er hann með heimahöfn í Fosnavaag.

Togarinn er 74 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 3,309 brúttótonn að stærð. Öll stálvinna var unnin í Vard Tulcea SA í Rúmeníu en lokið við smíðina í Noregi Vard Langsten í Tomrefjord.

IMO: 9660451. Remøy M-99-HØ. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Loran við bryggju í Tromsø

IMO 9191357. Loran M-12-G. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Eiríkur Sigurðsson tók þessa mynd á dögunum af norska línu- og netaskipinu Loran M-12-G frá Álasundi við bryggju í Tromsø

Loran er 51 metrar að lengd, 11 metra breiður og mælist 1,292 brúttótonn að stærð.

Skipið var smíðað í Solstrand AS árið 1999.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Volstad M-11-A

IMO: 9652818. Volstad M-11-A. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Frystitogarinn Volstad M-11-A frá Álasundi var á leið til hafnar í Tromsø sl. fimmtudag og þá tók Eiríkur Sigurðsson þessar myndir.

Volstad, sem er í eigu samnefnds fyrirtækis, var smíðað í í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent árið 2013.

Togarinn er 74,70 metrar að lengd, 15,40 metra breiður og mælist 3,430 brúttótonn að stærð.

IMO: 9652818. Volstad M-11-A. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Norðingur KG 21 landaði kolmunna á Fáskrúðsfirði

9281633. Norðingur KG 21 ex Ruth. Ljósmynd Óðinn Magnason 2020.

Færeyska skipið Norðingur kom inn til löndunar á Fáskrúðsfirði í gær, sumardaginn fyrsta með um 1781 tonn af kolmunna.

Nordingur, sem hefur heimahöfn í Klakksvík, var smíðaður hjá Fitjar Mek. Verkstad í Noregi árið 2003.

Skipið er 68,8 metrar að lengd, 13,8 metra breitt og mælist 2,017 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

J Bergvoll T-1-H

IMO 9214501. J Bergvoll T-1-H. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók þessa mynd af norska frystitogaranum J Bergvoll í Tromsø í dag.

J Bergvoll var smíðaður árið 2000 í Solstrand AS í Tomrefjord og afhentur þaðan í júlí það. Hann hafði smíðanúmer 69.

Togarinn var smíðaður fyrir Nergård Havfiske AS og er með heimahöfn í Harstad.

J Bergvoll er 57,30 metrar að lengd, 12,60 metra breiður og mælist 1499 brúttótonn að stærð.

IMO 9214501. J Bergvoll T-1-H. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution