Glæsileg endurbygging í gangi á 1186

1186. Ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Bátur sá er upphaflega hét Bliki EA 12 og smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1971 var sjósettur á Siglufirði á dögunum en verið er að gera bátinn upp sem skemmtibát.

1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Báturinn, sem er 20 brl. að stærð, hét síðar Jói á Nesi SH 159 frá Ólafsvík og því næst Ásgeir ÞH 198 frá Húsavík. 

Seldur frá Húsavík á Hvammstanga þar sem hann fékk nafnið Haförn HU 4. Fór austur á land og varð Haförn SU 4.

Næst var það Haförn HF 375 og því næst Örn ÍS 18, Örn Í 122 og síðan aftur Haförn HU 4. 

Árið 200o fékk hann nafnið Muggur EA 26 eftir að hafa verið keyptur til sinnar upprunalegu heimahafnar á ný.

Muggur EA 26 var tekinn af skipaskrá árið 2006.

Eftir uppl. sem síðunni bárust fær báturinn aftur sitt fyrsta nafn, Bliki.

1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.
1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.
1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.
1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.
1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.
1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.
1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.
1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.
1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.
1186. ex Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rammi hf. hef­ur keypt Sig­ur­björ­n ehf. í Gríms­ey.

1434. Þorleifur EA 88 ex Hringur GK 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Rammi ehf. í Fjalla­byggð hef­ur keypt allt hluta­fé sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sig­ur­bjarn­ar ehf. í Gríms­ey. 

Afla­heim­ild­ir fé­lags­ins eru um 1.000 þorskí­gildist­onn og eru kaup­samn­ing­ar gerðir með fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Kaup­verð er trúnaðar­mál.  

Sig­ur­björn ehf. hef­ur gert út þrjá báta og rek­ur litla fisk­vinnslu í eynni, en Rammi hyggst ekki verka þar fisk.  Árs­verk starfs­fólks Sig­ur­björns ehf. til lands og sjáv­ar hafa verið alls níu. 

Rammi hf. ger­ir út fjóra tog­ara og rek­ur rækju­verk­smiðju í Fjalla­byggð og frysti­hús í Þor­láks­höfn. Hjá Ramma hf. starfa um 250 manns. Afla­heim­ild­ir Sig­ur­björns ehf. falla vel að rekstri Ramma hf. seg­ir í fréttta­til­kynn­ingu frá Ramma. (mbl.is)

Á meðfylgjandi mynd er Þorleifur EA 88, einn þriggja báta fyrirtækisins en hinir eru krókaaflamarksbátarnir Hafaldan EA 190 og Konráð EA 90.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Garpur RE 148

2018. Garpur RE 148 ex Garpur SH 95. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Garpur RE 148 hefur verið hér á Húsavík undanfarna daga eins og hefur áður komið fram á síðunni.

Þessar myndir tók ég í gær af bátnum á siglingu í haustblíðunni við Skjálfandaflóa

Garpur RE 148 hét upphaflega Litlanes ÞH 52 og eigandi Óli Þorsteinsson á Þórshöfn.

Litlanes ÞH 52 var selt til Fáskrúðsfjarðar árið 1990 þar sem það fékk nafnið Dagbjört SU 50. Síðar átti það eftir að bera nöfnin Mímir ÍS 30, Bergey SK 7, Fiskanes NS 137 og svo NS 37.

Árið 2000 fékk báturin nafnið Garpur SH 95 og heimahöfnin Grundarfjörður. RE 148 varð hann svo árið 2013.

Garpur RE 148 er 13,8 metra langur, en hann var lengdur á sínum tíma og styttur aftur. Hann mælist 11,77 brl./19,78 BT að stærð.

2018. Garpur RE 148 ex Garpur SH 95. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Grímsnes GK 555 kom til Húsavíkur í dag

89. Grímsnes GK 555 ex Grímsnes BA 555. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Netabáturinn Grímsnes GK 555 kom til hafnar á Húsavík í dag og ekki rekur mig minni til að hafa séð þennan bát hér fyrr.

Upphaflega Heimir SU 100 frá Stöðvarfirði, smíðaður í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk As í Noregi 1963 fyrir Varðarútgerðina hf á Stöðvarfirði.

Hefur heitið eftirfarandi nöfnum í gegnum tíðina:

Mímir ÍS, Hafaldan SU, Ásgeir Magnússon GK, Árni Geir KE, Happasæll KE, Sædís HF, Mímir ÍS, Sædís ÍS, Grímsnes GK, Grímsnes HU, Grímsnes GK Grímnes BA og Grímsnes GK.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ísey að veiðum á Hraunsvíkinni

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar sendi drónann út til að mynda dragnótabátinn Ísey ÁR 11 sl. föstudag þar sem hún var að veiðum á Hraunsvíkinni.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Ísey ÁR 11, sem er í eigu Saltabergs ehf., hét áður Kristbjörg ÁR 11 en upphaflega hét báturinn Langanes ÞH 321 frá Þórshöfn.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Báturinn hét eins og áður segir upphaflega Langanes ÞH 321 og var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar h/f árið 1976. Hann var fjórði báturinn sem stöðin smíðaði í þessum stærðarflokki en hann mældist 101 brl. að stærð. Hann mælist 160 BT í dag.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Í ágústmánuði 1978 voru höfð bátaskipti sem leiddu til þess að Langanes ÞH 321 varð Farsæll SH 30 frá Grundarfirði. Farsæll SH 30 (586) sem upphaflega hét Guðbjörg ÍS 46 fór til Þórshafnar og fékk nafnið Langanes ÞH 321. 

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Síðar átti Farsæll SH eftir að heita Ársæll SH 88, Egill Halldórsson SH 2, Gulltoppur GK 24, Kristbjörg ÁR og nú Ísey ÁR 11.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Búið er að yfirbyggja bátinn og skipta um brú en þær breytingar fóru fram í Ósey í Hafnarfirði árið 2005. Þá hét hann Egill Halldórsson SH 2.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rembrandt van Rijn kom til Húsavíkur

Rembrandt van Rijn á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hollenska seglskipið Rembrandt van Rijn kom til hafnar á Húsavík nú undir kvöld en skipið hefur komið hingað undanfarin haust.

Skipið er þriggja mastra skonnorta smíðuð 1924 sem fiskiskip og hét upphaflega Jakoba. Snemma á níunda áratug síðustu aldar var því breytt til siglinga með farþega og siglir m.a á norðurslóðum. 

Hér má lesa nánar um skipið 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þinganesið rautt og blátt

2040. Þinganes SF 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Hér koma tvær myndir af Þinganesinu sem er eitt fjögurra systurskipa sem smíðuð voru á sínum tíma fyrir Íslendinga hjá Carnave Eir Navais Sa smíðastöðinni í Aveiro í Portúgal.

Á efri myndinni er Þinganesið á útleið frá Húsavík í september árið 2012 en á þeirri neðri er það að koma til hafnar í Grindavík í sumar.

Skinney-Þinganes hf. er með nýtt Þinganes Sf 25 í smíðum en það er eitt sjö togskipanna sem norska skipasmíðastöðin Vard smíðar fyrir Íslendinga.

2014. Þinganes ÁR 25 ex Þinganes SF 25. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Oddur á Nesi ÓF 76

2585. Oddur á Nesi ÓF 76 ex Hafrún ÍS 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Oddur á Nesi ÓF 76 liggur hér við bryggju á Siglufirði en myndin var tekin sl. föstudag.

Oddur á Nesi hét upphaflega Venni GK 167 og átti heimahöfn í Grindavík. Síðar Ragnar SF 550, því næst Guðmundur Sig. SF 650.

Næsta nafn var Selnes SU 14 og loks Rósi ÍS 54 áður en hann fékk nafnið Hafrún ÍS 54 en það hét báturinn þegar hann var keyptur til Fjallabyggðar í vor.

Báturinn er af gerðinni Víkingur 1135 og smíðaður af Bátagerðinni Samtak ehf. árið 2004. Hann var yfirbyggður síðar en báturinn er 12,06 metrar að lengd, breidd hans er 3,73 metrar. Hann mælist 11,29 brl./14,92 BT að stærð.

Eigandi Odds á Nesi er BG Nes ehf. á Siglufirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sævík GK 757 kom að landi í Grindavík í dag

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Sævík GK 757 kom til hafnar í Grindavík eftir að hafa róið frá Skagaströnd að undanförnu.

Sævíkin landaði einum 5-6 tonnum en þetta var fyrsta löndun hennar í heimahöfn eftir breytingarnar sem framkvæmdar voru á bátnum í sumar.

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Breytingarnar á bátnum fóru fram í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og fólust m.a í því að hann var lengdur um tvo metra og skipt um vél og gír. Þá var ýmis annar búnaður var endurnýjaður.

Þá fékk Sævíkin græna Vísislitinn í stað þess bláa sem áður var á bátnum sem smíðaður fyrir Sjávarmál ehf. í Sandgerði hjá Seiglu árið 2006 og hét upphaflega Óli Gísla GK 112.

Vísir hf. í Grindavík keypti Sjávarmál ehf. á árinu 2018.

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gulltoppur GK 24 við bryggju á Siglufirði

2615. Gulltoppur GK 24 ex Ingibjörg SH 174. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Línubáturinn Gulltoppur GK 24, sem er í eigu Stakkavíkur ehf., er hér við bryggju á Siglufirði sl. föstudag.

Gulltoppur GK 24 hét upphaflega Steinunn ÍS 817 og var smíðaður hjá Mótun í Hafnarfirði árið 2004.

Hann var seldur til Siglufjarðar árið 2007 þar sem hann fékk nafnið Odur á Nesi SI 76. Árið 2010 var Oddur á Nesi seldur vestur á Rif þar sem hann fékk nafnið Ingibjörg SH 174.

Það var svo fyrr á þessu ári sem Stakkavík kaupir bátinn og nefnir Gulltopp. Hann er af gerðinni Gáski 1180 og mælist 11,13 brl./14,82 BT að stærð. Lengd hans er 11,78 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution