Akurey á toginu

2890. Akurey AK 10. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Skuttogarinn Akurey AK 10 er hér á toginu í dag en hún var smíðuð árið 2017 í Tyrklandi fyrir HB Granda hf.

Hún er eitt þriggja systurskipa sem HB Grandi lét smíða í Céliktrans skipasmíðastöðinni í Istanbul en Engey, sem kom fyrst, var seld úr landi.

Akurey AK 10 er í eigu Brims hf. í Reykjavík eins og sennilega flestir vita.

2890. Akurey AK 10. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700

1482. Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson.

Hér gefur að líta skuttogarann Elínu Þorbjarnardóttur ÍS 700 frá Suðureyri á toginu.

Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700 var smíðuð í Stálvík hf.við Arnarvog og sjósett 8. mars árið 1977. Hún var smíðuð fyrir Hlaðsvík hf. á Suðureyri en framkvæmdastjóri þess félags var Einar Ólafsson og skipstjórinn á togaranum í upphafi var hinn kunni aflamaður Arinbjörn Sigurðsson.

Elín Þorbjarnardóttir íS 700, sem var þriðji skuttogarinn sem Stálvík hf. smíðaði, var 51,20 metrar að lengd og 9 metrar á breidd. Hún var 375 rúmlestir að stærð búin 2400 hestafla MAK aðalvél.

Árið 1991 eignuðust Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. á Ísafirði og Frosti hf. í Súðavík togarann þegar fyrirtækin keyptu eignir Freyjunnar á Suðureyri. Ári síðar keypti Grandi hf. togarann til úreldingar. (Vestfirska fréttablaðið)

Sumarið 1993 hélt Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700 til Chile þangað sem hún var seld og fékk nafnið Friosur VII.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Birtingur NK 119

1495. Birtingur NK 119 ex Delos. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson.

Birtingur NK 119 er hér á toginu á mynd Sigtryggs Georgssonar en togarinn var keyptur til landsins frá Frakklandi árið 1977.

Í 21-22 tbl. Ægis 1977 sagði m.a um Birting NK 119:

19. september sl. kom skuttogarinn Birtingur NK 119 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Neskaupstaðar. Skuttogari þessi, sem áður hét Delos, er keyptur frá Frakklandi, en er byggður í Gdynia í Póllandi árið 1976 hjá skipasmíðastöðinni Stocznia im. Komuny Paryskiej, svon. B-416-gerð. Þess má geta að umrædd stöð hefur byggt 10 skuttogara fyrir Íslendinga. Birtingur NK er systurskip Hegraness SK sem nýlega var keypt til Sauðárkróks (sjá 20. tbl. Ægis 1977).

Ýmsar breytingar voru gerðar á skipinu í Englandi áður en það kom til landsins, m. a. á fyrirkomulagi íbúða, fyrirkomulagi og búnaði á vinnuþilfari og í lest, bætt við tækjum í brú o.fl.

Birtingur NK er í eigu Síldarvinnslunnar h.f. í Neskaupstað og er þetta þriðji skuttogari fyrirtækisins,- en það á fyrir Barða NK 120 og Bjart NK 121. Skipstjóri á Birtingi NK er Birgir Sigurðsson og 1. vélstjóri Þór Hauksson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Jóhann K. Sigurðsson.

Birtingur NK 119 var 45,50 metrar að lengd og 10,50 metra breiður. Mældist 453 brl. að stærð. Aðalvél hans var 1500 hestafla Crepelle.

Birtingur var í eigu Síldarvinnslunnar fram á árið 1992 en þá stofnaði fyrirtækið ásamt Seyðfirðingum útgerðarfélagið Birting hf. sem annaðist útgerð hans um nokkurra mánaða skeið. Birtingur var síðan seldur til Suður-Afríku seint á árinu 1992. (svn.is)

Hér má lesa um örlög Birtings NK 119

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tálknfirðingur BA 325

1534. Tálknfirðingur BA 325. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson.

Skuttogarinn Tálknfirðingur BA 325 er hér á toginu um árið en myndina tók Sigtryggur Georgsson skipverji á Kolbeinsey ÞH 10.

Tálknfirðingur BA 325 var smíðaður í Noregi árið 1979 og kom til heimahafnar á Tálknafirði 14 apríl það ár.

Í 6. tbl. Ægis 1979 sagði m.a :

14. apríl sl. kom skuttogarinn Tálknfirðingur BA 325 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Tálknafjarðar. Tálknfirðingur BA er byggður hjá Storvik Mek. Verksted A/S í Kristiansund í Noregi, nýsmíði nr. 86 hjá stöðinni, og er áttundi skuttogarinn í eigu landsmanna, sem byggður er hjá umrœddri stöð.

Skuttogari þessi er af svonefndri R-155 A gerðfrd Storviks, sömu gerðar og Gullberg NS og Maí HF, en frábrugðinn fyrri skuttogurum af þessari gerð að því leyti til, að breiddin er 40 cm meiri, svo og breytt fyrirkomulag, einkum varðandi íbúðir og togþilfar.

Tálknfirðingur BA hefur mun hœrri mœlingu en fyrri systurskip, sem m.a. stafar afþví að hann er ekki byggður með mœlingabönd eins og þeir fyrri, enda voru þeir byggðir fyrir norska aðila, með 300 rúmlesta mörk sem kröfu.

Tálknfirðingur BA er í eigu Hraðfrystihúss Tálknafjarðar hf. Skipstjóri á Tálknfirðingi er Sölvi Pálsson og 1. vélstjóri Kristjdn Friðriksson. Framkvœmdastjóri útgerðarinnar er Pétur Þorsteinsson.

Tálknfirðingur, sem var 46,45 metra breiður og 9,40 metra breiður mældist 351 brl. að stærð. Búinn 1800 hestafla Wichmann aðalvél.

Hlutafélagið Melur hf. keypti Tálknfirðing BA 325 í febrúar árið 1994 og nefndi Sindra VE 60. Félagið var að stærstum hluta í eigu Vinnslustöðvar Vestmannaeyja og Meitilsins í Þorlákshöfn.

Melur hf. seldi Sindra VE 60 ári síðar til Noregs.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Frøya sjósett í dag

Frøya F-140-BD. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020

Trefjar sjósetti í dag nýja Cleopötru 36B sem ber nafnið Frøya og er með heimahöfn í Båtsfjord í Noregi.

Við fáum nánari fréttir frá Trefjum síðar en hér eru nokkrar myndir sem Maggi Jóns tók í Hafnarfirði í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tómas Þorvaldsson á toginu

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Frystitogari Þorbjarnar hf., Tómas Þorvaldsson GK 10, er hér á toginu í gær en myndina tók Hólmgeir Austfjörð.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. 

Þorbjörn hf. keypti Sisimiut og fékk skipið afhent í júní 2019. Það fékk nafnið Tómas Þorvaldsson GK 10 fór fyrst til veiða undir því nafni 22. júlí sama ár.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Páll Jónsson GK 7

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Elvar Jósefsson tók þessar myndir af línuskipinu Páli Jónssyni GK þegar það kom til heimahafnar í vikunni

Búið var að birta á síðunni myndir frá Jóni Steinari en þær voru flestar af baksborðshliðinni en hér koma myndir af stjórnborðshliðinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Narvik á Húsavík

IMO 9430961. Wilson Narvik við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Wilson Narvik lagðist að Bökugarðinum á Húsavík snemma að morgni Bóndadags en skipið er með hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2011 og er 6,118 GT að stærð. Lengd þess er 123 metrar og breiddin 16 metrar. Heimahöfn þess er Walletta en það siglir undir fána Möltu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Norræna sullast áfram í ssv 25 m/s

IMO 9227390. Norræna. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Færeyska ferjan Norræna og togarinn Ottó N Þorláksson VE 5 mættust úti fyrir Austurlandi nú síðdegis og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir sem hér birtast.

„Norræna siglir hér á 18 sjm. ferð framan við okkur austur af Seyðisfirði, við erum á bullandi lensi í ssv 25 m/s“ skrifaði Hólmgeir með sendingunni.

Norræna var smíðuð fyrir Smyril Line í Færeyjum árið 2003 og er með heimahöfn í Færeyjum. Smíðin fór fram í Lübeck í Þýskalandi. Lengd skipsins eru 164 metrar og breiddin 30 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bjarni Sæmundsson í slipp

1131. Bjarni Sæmundsson. Ljósmynd Hafró.

Þann 27. október 2019 varð óhapp með eina af þremur vélum í RS Bjarna Sæmundssyni.

Óhappinu var lýst þannig að vélin hafi einfaldlega stoppað með miklum hávaða. Við skoðun kom í ljós að tveir stimplar voru fastir, vélarblokkin sprungin og stimpilstöngin gengin út úr blokkinni.

Keypt hefur verið ný vélarblokk og var Bjarni tekinn í slipp föstudaginn 17. janúar. Gera þurfti gat á síðu skipsins til að geta skipt um vélarblokk og má sjá ónýta vélina hífða út um gatið á skipinu á myndinni hér að ofan.

Í tilkynningu segir að allt kapp sé nú lagt á að klára viðgerðir til að halda áætlun, að Bjarni verði sjófær fyrir 10. febrúar þegar hann heldur til rannsókna á ástandi sjávar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution