2890. Akurey AK 10. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020. Skuttogarinn Akurey AK 10 er hér á toginu í dag en hún var smíðuð árið 2017 í Tyrklandi fyrir HB Granda hf. Hún er eitt þriggja systurskipa sem HB Grandi lét smíða í Céliktrans skipasmíðastöðinni í Istanbul en Engey, sem kom fyrst, var seld úr landi. Akurey AK 10 er … Halda áfram að lesa Akurey á toginu
Month: janúar 2020
Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700
1482. Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson. Hér gefur að líta skuttogarann Elínu Þorbjarnardóttur ÍS 700 frá Suðureyri á toginu. Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700 var smíðuð í Stálvík hf.við Arnarvog og sjósett 8. mars árið 1977. Hún var smíðuð fyrir Hlaðsvík hf. á Suðureyri en framkvæmdastjóri þess félags var Einar Ólafsson og skipstjórinn á … Halda áfram að lesa Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700
Birtingur NK 119
1495. Birtingur NK 119 ex Delos. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson. Birtingur NK 119 er hér á toginu á mynd Sigtryggs Georgssonar en togarinn var keyptur til landsins frá Frakklandi árið 1977. Í 21-22 tbl. Ægis 1977 sagði m.a um Birting NK 119: 19. september sl. kom skuttogarinn Birtingur NK 119 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, … Halda áfram að lesa Birtingur NK 119
Tálknfirðingur BA 325
1534. Tálknfirðingur BA 325. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson. Skuttogarinn Tálknfirðingur BA 325 er hér á toginu um árið en myndina tók Sigtryggur Georgsson skipverji á Kolbeinsey ÞH 10. Tálknfirðingur BA 325 var smíðaður í Noregi árið 1979 og kom til heimahafnar á Tálknafirði 14 apríl það ár. Í 6. tbl. Ægis 1979 sagði m.a : 14. … Halda áfram að lesa Tálknfirðingur BA 325
Frøya sjósett í dag
Frøya F-140-BD. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020 Trefjar sjósetti í dag nýja Cleopötru 36B sem ber nafnið Frøya og er með heimahöfn í Båtsfjord í Noregi. Við fáum nánari fréttir frá Trefjum síðar en hér eru nokkrar myndir sem Maggi Jóns tók í Hafnarfirði í dag. Frøya F-140-BD. Ljósmyndir Magnús Jónsson 2020 Með því að smella … Halda áfram að lesa Frøya sjósett í dag
Tómas Þorvaldsson á toginu
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Frystitogari Þorbjarnar hf., Tómas Þorvaldsson GK 10, er hér á toginu í gær en myndina tók Hólmgeir Austfjörð. Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 … Halda áfram að lesa Tómas Þorvaldsson á toginu
Páll Jónsson GK 7
2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019. Elvar Jósefsson tók þessar myndir af línuskipinu Páli Jónssyni GK þegar það kom til heimahafnar í vikunni Búið var að birta á síðunni myndir frá Jóni Steinari en þær voru flestar af baksborðshliðinni en hér koma myndir af stjórnborðshliðinni. 2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmyndir Elvar … Halda áfram að lesa Páll Jónsson GK 7
Wilson Narvik á Húsavík
IMO 9430961. Wilson Narvik við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Flutningaskipið Wilson Narvik lagðist að Bökugarðinum á Húsavík snemma að morgni Bóndadags en skipið er með hráefnisfarm til PCC á Bakka. Skipið var smíðað árið 2011 og er 6,118 GT að stærð. Lengd þess er 123 metrar og breiddin 16 metrar. Heimahöfn þess er Walletta … Halda áfram að lesa Wilson Narvik á Húsavík
Norræna sullast áfram í ssv 25 m/s
IMO 9227390. Norræna. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Færeyska ferjan Norræna og togarinn Ottó N Þorláksson VE 5 mættust úti fyrir Austurlandi nú síðdegis og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir sem hér birtast. "Norræna siglir hér á 18 sjm. ferð framan við okkur austur af Seyðisfirði, við erum á bullandi lensi í ssv 25 m/s" skrifaði … Halda áfram að lesa Norræna sullast áfram í ssv 25 m/s
Bjarni Sæmundsson í slipp
1131. Bjarni Sæmundsson. Ljósmynd Hafró. Þann 27. október 2019 varð óhapp með eina af þremur vélum í RS Bjarna Sæmundssyni. Óhappinu var lýst þannig að vélin hafi einfaldlega stoppað með miklum hávaða. Við skoðun kom í ljós að tveir stimplar voru fastir, vélarblokkin sprungin og stimpilstöngin gengin út úr blokkinni. Keypt hefur verið ný vélarblokk … Halda áfram að lesa Bjarni Sæmundsson í slipp