Bergey VE 144 var sjósett í morgun

2964. Bergey VE 144. Ljós­mynd/​SVN/​Kristján Vil­helms­son 2019. Bergey VE 144, sem nú er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, var sjósett í morgun klukkan átta að íslenskum tíma. Frá þessu greinir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Bergey er systurskip Vestmannaeyjar VE sem kom ný til landsins fyrr í þessum mánuði. Skipin eru smíðuð fyrir … Halda áfram að lesa Bergey VE 144 var sjósett í morgun

Við bryggju í Teis

Í Teis rétt innan við Vigo. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Næsti bær utan við Chapela við Vigoflóann er Teis og þar eru bryggjur, flotkvíar og slippar. Ég hjólaði þangað um sl. helgi og tók nokkrar myndir og hér koma þrjár þeirra. Þarna er að mér sýnist aðallega unnið að viðgerðum og smíðum á skipum en … Halda áfram að lesa Við bryggju í Teis

Morten Einar H-402-AV

IMO 9205201. Morten Einar H-402-AV ex Odd Lundberg T-260-G. Ljósmynd Baldur Sigurgeirsson 2019. Húsvíkingurinn Baldur Sigurgeirsson starfar sem vélstjóri á norskum dráttarbáti og tók hann þessa mynd af Mortein Einar H-402-AV í Torangsvåg í dag. Morten Einar H-402-AV hét upphaflega Skar Senior og var smíðaður árið 2003 í Aveiro í Portúgal fyrir Norðmenn. Hann er … Halda áfram að lesa Morten Einar H-402-AV

Farsæll GK 162

1636. Farsæll GK 162 ex Lovisa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Farsæll GK 162 við bryggju í Grindavík um árið en hann hét upphaflega Lovisa og varr smíðaður árið 1977 hjá skipasmíðastöðinni Grönhögens Sevets A/B í Dagerhamn í Svíþjóð. Þorgeir Þórarinsson ofl. keyptu hann til Grindavíkur og bættist hann í flotann í september árið 1982. Farsæll GK … Halda áfram að lesa Farsæll GK 162