IMO 9277383. Tina ex Gotland. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Flutningaskipið Tina lét úr höfn í Vigo í kvöld og tók ég þessa mynd á Vigoflóanum. Skipið var smíðað árið 2003 og er 138 metra langt. Breidd þess er 21 metrar og mælist það 7,519 GT að stærð. Það siglir undir fána Hollands og heimahöfn þess … Halda áfram að lesa Tina á útleið
Month: júlí 2019
Bergey VE 144 var sjósett í morgun
2964. Bergey VE 144. Ljósmynd/SVN/Kristján Vilhelmsson 2019. Bergey VE 144, sem nú er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, var sjósett í morgun klukkan átta að íslenskum tíma. Frá þessu greinir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Bergey er systurskip Vestmannaeyjar VE sem kom ný til landsins fyrr í þessum mánuði. Skipin eru smíðuð fyrir … Halda áfram að lesa Bergey VE 144 var sjósett í morgun
Sæljós ÁR 11
467. Sæljós ÁR 11 ex Sverrir Bjarnfinns ÁR 110. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sæljós ÁR 11 kemur hér að landi í Þorlákshöfn á vetrarvertíð, man ekki hvaða ár. Sæljós ÁR 11 hét upphaflega Grundfirðingur II SH 124 og var smíðaður árið 1956 í Nyköbing Mors í Danmörku árið 1956. Hann var 54 brl. að stærð og … Halda áfram að lesa Sæljós ÁR 11
Þórarinn GK 35
335. Þórarinn GK 35 ex Þórarinn KE 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þórarinn GK 35 er hér á siglingu innan hafnar í Grindavík og virðist hafa verið á handfærum þegar myndin var tekin. Myndin var sennilega tekin árið 1998. Þórarinn GK 35 hét upphaflega Auðunn EA 57 og var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið … Halda áfram að lesa Þórarinn GK 35
Við bryggju í Teis
Í Teis rétt innan við Vigo. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Næsti bær utan við Chapela við Vigoflóann er Teis og þar eru bryggjur, flotkvíar og slippar. Ég hjólaði þangað um sl. helgi og tók nokkrar myndir og hér koma þrjár þeirra. Þarna er að mér sýnist aðallega unnið að viðgerðum og smíðum á skipum en … Halda áfram að lesa Við bryggju í Teis
Venus NS 150 á makrílveiðum
2881. Venus NS 150. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019. Hilmar Örn Kárason skipverji á Venusi NS 150 tók þessa mynd af skipinu í gærmorgun þar sem það var á makrílveiðum. Verið var að dæla um 250 tonnum um borð í skipið sem kom að landi á Vopnafirði í gærkveldi með 900 tonna afla. Með því … Halda áfram að lesa Venus NS 150 á makrílveiðum
Bliki ÞH 50
710. Bliki ÞH 50 ex Bliki GK 323. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983. Bliki ÞH 50 er hér við bryggju á Húsavík haustið 1983 að mig minnir. Bliki ÞH 50 var í eigu Njarðar hf. og þegar þarna var komið var hann á úthafsrækjuveiðum. Báturinn hét upphaflega Ólafur Magnússon AK 102 og var smíðaður fyrir Skagamenn … Halda áfram að lesa Bliki ÞH 50
Harpa II GK 101
597. Harpa II GK 101 ex Harpa GK 111. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Harpa II GK 101 kemur hér að landi í Grindavík um miðjan níunda áratug síðsust aldar. Harpa II GK 101 hét upphaflega Höfrungur AK 91. Báturinn, sem var 67 brl., var smíðaður árið 1955 hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi fyrir Harald … Halda áfram að lesa Harpa II GK 101
Morten Einar H-402-AV
IMO 9205201. Morten Einar H-402-AV ex Odd Lundberg T-260-G. Ljósmynd Baldur Sigurgeirsson 2019. Húsvíkingurinn Baldur Sigurgeirsson starfar sem vélstjóri á norskum dráttarbáti og tók hann þessa mynd af Mortein Einar H-402-AV í Torangsvåg í dag. Morten Einar H-402-AV hét upphaflega Skar Senior og var smíðaður árið 2003 í Aveiro í Portúgal fyrir Norðmenn. Hann er … Halda áfram að lesa Morten Einar H-402-AV
Farsæll GK 162
1636. Farsæll GK 162 ex Lovisa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Farsæll GK 162 við bryggju í Grindavík um árið en hann hét upphaflega Lovisa og varr smíðaður árið 1977 hjá skipasmíðastöðinni Grönhögens Sevets A/B í Dagerhamn í Svíþjóð. Þorgeir Þórarinsson ofl. keyptu hann til Grindavíkur og bættist hann í flotann í september árið 1982. Farsæll GK … Halda áfram að lesa Farsæll GK 162