Tina á útleið

IMO 9277383. Tina ex Gotland. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Tina lét úr höfn í Vigo í kvöld og tók ég þessa mynd á Vigoflóanum.

Skipið var smíðað árið 2003 og er 138 metra langt. Breidd þess er 21 metrar og mælist það 7,519 GT að stærð.

Það siglir undir fána Hollands og heimahöfn þess er Herenween.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Bergey VE 144 var sjósett í morgun

2964. Bergey VE 144. Ljós­mynd/​SVN/​Kristján Vil­helms­son 2019.

Bergey VE 144, sem nú er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, var sjósett í morgun klukkan átta að íslenskum tíma.

Frá þessu greinir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Bergey er systurskip Vestmannaeyjar VE sem kom ný til landsins fyrr í þessum mánuði. Skipin eru smíðuð fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum, sem er dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar.

Vestmannaey var fyrsta skipið af sjö sömu gerðar sem Vard smíðar fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki. Smíðin á Bergey er á áætlun en gert er ráð fyrir að skipið verði afhent Bergi-Hugin í lok september nk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sæljós ÁR 11

467. Sæljós ÁR 11 ex Sverrir Bjarnfinns ÁR 110. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sæljós ÁR 11 kemur hér að landi í Þorlákshöfn á vetrarvertíð, man ekki hvaða ár.

Sæljós ÁR 11 hét upphaflega Grundfirðingur II SH 124 og var smíðaður árið 1956 í Nyköbing Mors í Danmörku árið 1956. Hann var 54 brl. að stærð og smíðaður fyrir Soffanías Cecilsson skipstjóra og útgerðarmann í Grafarnesi í Grundarfirði.

Báturinn var í Grundarfirð í ríflega 30 ár en 1989 var hann seldur til Patreksfjarðar þar sem hann fékk nafnið Brimnes BA 800. Bjarg hf. hét útgerðin og seldi hún Látrarröst hf. á Patreksfirði bátinn haustið 1992 og fékk hann þá nafnið Látraröst BA 590.

Nesbrú hf. í Reykjavík keypti bátinn snemma árs 1994 og gaf honum nafnið Sverrir Bjarnfinns ÁR 110. Báturinnn sem gerður var út frá Þorlákshöfn en í ársbyrjun 1997 var skipt um nafn á bátnum sem fékk þá það nafn sem hann ber á myndinni, Sæljós ÁR 11.

Báturinn fór í núllflokk hjá Fiskistofu árið 2005 en var tekinn af skipaskrá árið 2014, talinn ónýtur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Þórarinn GK 35

335. Þórarinn GK 35 ex Þórarinn KE 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þórarinn GK 35 er hér á siglingu innan hafnar í Grindavík og virðist hafa verið á handfærum þegar myndin var tekin. Myndin var sennilega tekin árið 1998.

Þórarinn GK 35 hét upphaflega Auðunn EA 57 og var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1954.

Hann var smíðaður fyrir Kristinn Jakobsson og Garðar Sigurpálsson í Hrísey og var báturinn rúmlega 8 brl. að stærð. Búinn 32 hestafla Lister sem skipt var út árið 1967 fyrir 105 hestafla Perkingsvél.

Á vef Árna Björns Árnasonar segir að þeir Kristinn og Garðar hafi átt bátinn í átta ár en þá var hann seldur örðum heimamönnum í Hrísey. Þeir sem keyptu voru Tryggvi Ingimarsson, Guðlaugur Jóhannsson og Þorstein Júlíusson og báturinn fékk nafnið Björg EA 57.

Árið 1972 fékk báturinn nafnið Smári EA 57 og var í eigu Geirfinns Sigurðssonar í Hrísey. Árið 1976 fór báturinn til Grindavíkur og var á Suðurnesjunum eftir það. Í Grindavík fékk hann nafnið Sandvík GK 57. 

Frá árinu 1981 hét hann fyrst Kristín Björg RE 115, Reykjavík og síðar á sama ári Þórarinn KE 18 Keflavík. 

Árið 1984 er báturinn kominn aftur til Grindavíkur. Þar hann hét áfram Þórarinn en nú GK 35 og var í eigu Jóns Guðmundssonar. Rétt fyrir aldarmótin var báturinn kominn í eigu Gjögurs hf. og var hann tekinn úr rekstri og af skipaskrá 12. des. 2002.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Við bryggju í Teis

Í Teis rétt innan við Vigo. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Næsti bær utan við Chapela við Vigoflóann er Teis og þar eru bryggjur, flotkvíar og slippar.

Ég hjólaði þangað um sl. helgi og tók nokkrar myndir og hér koma þrjár þeirra. Þarna er að mér sýnist aðallega unnið að viðgerðum og smíðum á skipum en einnig má vera að bátarnir liggi þarna á milli veiðiferða.

IMO 9329227. Monte Meixueiro. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

En það er einnig landað í Teis og spænski skuttogarinn Monte Meixueiro er hér við kajann.

Donine í flotkvínni í Teis. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Donine frá Villagarcia De Arosa var í flotkvínni og hélt ég fyrst að um væri að ræða e-h rannsóknar eða þjónustuskip en Shipspotting segir það fiskiskip.

Bátar við bryggju í Teis. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Fann ekkert um þennan sem næst er á myndinni en sá í miðið er skráður í Senegal.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Venus NS 150 á makrílveiðum

2881. Venus NS 150. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019.

Hilmar Örn Kárason skipverji á Venusi NS 150 tók þessa mynd af skipinu í gærmorgun þar sem það var á makrílveiðum.

Verið var að dæla um 250 tonnum um borð í skipið sem kom að landi á Vopnafirði í gærkveldi með 900 tonna afla.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Bliki ÞH 50

710. Bliki ÞH 50 ex Bliki GK 323. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983.

Bliki ÞH 50 er hér við bryggju á Húsavík haustið 1983 að mig minnir.

Bliki ÞH 50 var í eigu Njarðar hf. og þegar þarna var komið var hann á úthafsrækjuveiðum.

Báturinn hét upphaflega Ólafur Magnússon AK 102 og var smíðaður fyrir Skagamenn í Svíþjóð árið 1948. Hann var upphaflega mældur 76 brl. en eftir endurmælingu árið 1966 mældist hann 80 brl. að stærð.

Hann átti síðar eftir að heita Brandur VE 313, Mjölnir GK 323, Bliki GK 323 og loks Bliki ÞH 50. Hann fór í úreldingu þegar Njörður hf. lét smíða Þór Pétursson ÞH 50 á Ísafirði árið 1989.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Harpa II GK 101

597. Harpa II GK 101 ex Harpa GK 111. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Harpa II GK 101 kemur hér að landi í Grindavík um miðjan níunda áratug síðsust aldar.

Harpa II GK 101 hét upphaflega Höfrungur AK 91. Báturinn, sem var 67 brl., var smíðaður árið 1955 hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi fyrir Harald Böðvarsson & Co. hf. á Akranesi.

Árið 1976 er báturinn kominn til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Harpa GK 101. Þegar Gullvík hf. fær nýja Hörpu GK 111 sem smíðuð var á Seyðisfirði 1984 fékk sú gamla nafnið Harpa II GK 101. Hún var gerð út undir því nafni í nokkurn tíma en fór síðan í úreldingu. Myndina hér að ofan tók ég að mig minnir árið 1985. Eða 1986.

Báturinn lá lengi í Hafnarfjarðarhöfn en hefur um langan tíma staðið í slippnum á Akranesi þar sem hann er vinsælt myndefni ljósmyndara. Þ.e.a.s það sem eftir er af honum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Morten Einar H-402-AV

IMO 9205201. Morten Einar H-402-AV ex Odd Lundberg T-260-G. Ljósmynd Baldur Sigurgeirsson 2019.

Húsvíkingurinn Baldur Sigurgeirsson starfar sem vélstjóri á norskum dráttarbáti og tók hann þessa mynd af Mortein Einar H-402-AV í Torangsvåg í dag.

Morten Einar H-402-AV hét upphaflega Skar Senior og var smíðaður árið 2003 í Aveiro í Portúgal fyrir Norðmenn. Hann er 55 metra langur, lengd hans er 11 metrar og hann mælist 1,195 GT að stærð. Heimahöfn skipsins er í Harstad.

Hann fékk síðar nöfnin Skaar Senior, Havstaal og Odd Lundberg áður en hann fékk núverandi nafn árið 2018.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Farsæll GK 162

1636. Farsæll GK 162 ex Lovisa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Farsæll GK 162 við bryggju í Grindavík um árið en hann hét upphaflega Lovisa og varr smíðaður árið 1977 hjá skipasmíðastöðinni Grönhögens Sevets A/B í Dagerhamn í Svíþjóð.

Þorgeir Þórarinsson ofl. keyptu hann til Grindavíkur og bættist hann í flotann í september árið 1982.

Farsæll GK 162 fór í breytingar hjá Ósey hf. í Hafnarfirði 1996 og var sagt frá þeim í 4. tbl. Ægis það ár.

Þar var ferill bátsins rakinn fram að þeim tíma:

Í september 1982 bættist í fiskiskipaflotann stálskip sem keypt var notað frá Svíþjóð.

Skip þetta hét upphaflega Lovisa og er smíðað árið 1977 hjá skipasmíðastöðinni Grönhögens Sevets A/B í Dagerhamn í Svíþjóð undir eftirliti hjá Sjöfartsverket.

Í september árið 1982 er skipið keypt til íslands af Þorgeiri Þórarinssyni o.fl. í Grindavík og sama ár er lokið við lengingu á skipinu um 3 m í Svíþjóð. Eftir að skipið kom til landsins var settur í það ýmiss búnaður, m.a. vindur og rafeindatæki. Skipið hóf veiðar í febrúar 1983.

Í febrúar 1989 eignast Brynjólfur hf. o.fl. í Njarðvíkum skipið, en núverandi eigendur, Farsæll hf. o.fl. í Grindavík, eignast það í júlí 1990.

Árið 1984 var sett á bátinn togvindubúnaður frá Sig. Sveinbjörnssyni. Árið 1989 var skipt um aðalvél og sett ný Volvo Penta 373 hö. Árið 1993 var settur nýr spilbúnaður frá Ósey hf. ásamt netvindu, einnig var sett perustefni á bátinn árið 1993.

1636. Farsæll GK 162 ex Lovisa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Farsæll GK 162 er hér á leið til hafnar í Keflavík um árið en þarna var Bugtin nýopnuð og báturinn nýskveraður.

Eins og sjá má á myndinni voru þetta allmiklar breytingar sem framkvæmdar voru á bátnum hjá Ósey hf. árið 1996.

Þær fólust m.a í 4 metra lenginu, dekkið hækkað um 0,5 metra og framan við lengingu voru byggðar nýjar síður og hvalbakur og stýrishús, með ljósa- og radarmastri, ofan á hvalbakinn. í nýjum hvalbak voru byggðar nýjar íbúðir. Heimild Ægir 4 tbl. 1996.

Farsæll GK 162 heitir í dag Finnbjörn ÍS 68 og árið 2017 fór hann í breytingar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem fólust m.a í því að báturinn var breikkaður að aftan og smíðaður var nýr toggálgi.

Báturinn er 21,2 metrar að lengd og mælist 68 brl. að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution