Ljósmynd Vikingbátar. Á Fésbókarsíðu Vikingbáta segir frá því að í gær hafi verið gengið frá samningi við GPG Seafood á Húsavík um smíði á nýjum 30 tonna línubeitningarvélarbát. Báturinn er af gerðinni Viking 1380 og samkvæmt meðfylgjandi mynd kemur hann til með að heita Háey ÞH 275. Skipaskrárnúmer 2990.
Month: febrúar 2020
Dóri GK 42 kemur að landi í Grindavík
2604. Dóri GK 42 ex Óli G HF 22. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Línubátar sem róa frá Grindavík hafa verið að fiska vel að undanförnu og þessar myndir af Dóra GK 42 tók Jón Steinar í vikunni. Þarna var Dóri að koma með ein 10 tonn og uppistaðan þorskur eins og ljósmyndarinnn orðaði það. Dóri GK … Halda áfram að lesa Dóri GK 42 kemur að landi í Grindavík
Sturla GK 12
1272. Sturla GK 12 ex Guðmundur VE 29. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020. Jón Steinar tók þessar myndir af línuskipinu Sturlu Gk 12 koma til hafnar í Grindavík á dögunum. Þorbjörn hf. á og gerir Sturlu GK 12 en hún var keypt frá Vestmannaeyjum snemma árs 2004. Skipið hét upphaflega Guðmundur RE 29 á íslenskri … Halda áfram að lesa Sturla GK 12
Samherji leigir Smáey VE
2444. Smáey VE 444 ex Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina. Um er um að ræða 485,6 brúttótonna skuttogara í flokki skipa undir 29 metra lengd en skipið var smíðað af Nordship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi … Halda áfram að lesa Samherji leigir Smáey VE
Magni kom til hafnar í Reykjavík í dag
Magni kom til Reykjavíkur í dag. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson. Magni, nýr dráttarbátur Faxaflóahafna, kom í fyrsta skipti til hafnar í Reykjavík í dag og tók Guðmundur St. Valdimarsson þessa mynd af honum. Á vef Faxaflóhafna segir m.a: Magni er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2.025kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur … Halda áfram að lesa Magni kom til hafnar í Reykjavík í dag
Árni Friðriksson í Hafnarfirði
2350. Árni Friðrikson RE 200 við bryggju í Hafnarfirði. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 lagðist að bryggju og mátaði sig við framtíðaraðstöðu Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði. Magnús Jónsson tók þessar myndir í dag og sendi síðunni. 2350. Árni Friðrikson RE 200 við bryggju í Hafnarfirði. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020. Með því að … Halda áfram að lesa Árni Friðriksson í Hafnarfirði
Arnþór GK 20
2325. Arnþór GK 20 ex Geir KE 6. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Hér birtast myndir af dragnótabátnum Arnþóri Gk 20 koma til hafnar í Sandgerði í júnímánuði árið 2012. Arnþór GK 20 hét upphaflega Reykjaborg RE 25 og var smíðaður í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði árið 1998. Reykjaborgin var lengd um fjóra metra í Ósey í … Halda áfram að lesa Arnþór GK 20
Auður Þórunn ÞH 344
2485. Auður Þórunn ÞH 344 ex Narfi SU 680. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Auður Þórunn ÞH 344 var gerð út frá Húsavík um skeið en Hraunhöfði ehf. keypti bátinn frá Stöðvarfirði í desembermánuði 2004. Að því fyrirtæki stóðu bræðurnir Hermann A. Sigurðsson og Kristján Fr. Sigurðsson sem nefndu bátinn eftir móður sinni. Báturinn hét áður … Halda áfram að lesa Auður Þórunn ÞH 344
Langanes GK 525
1202. Langanes GK 525 ex Grundfirðingur SH 12. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2020. Netabáturinn Langanes GK 525 hefur hafið róðra og þessar myndir tók Elvar Jósefsson í gær þegar báturinn kom til hafnar í Sandgerði. Eins og kannski glöggir menn sjá er þetta gamli Grundfirðingur SH 12 en eins og komið hefur fram á síðunni keypti … Halda áfram að lesa Langanes GK 525
Sigurjón Arnlaugsson HF 210
167. Sigurjón Arnlaugsson HF 210 ex Hafnarnes RE 300. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þarna virðist komið að endalokum hjá Sigurjóni Arnlaugssyni HF 210 sem upphaflega hét Pétur Sigurðsson RE 331. Pétur Sigurðsson RE 331 var smíðaður í Noregi árið 1960 og kom til landsins þá um sumarið. Eigandi Sigurður Pétursson í Reykjavík sem átti bátinn til … Halda áfram að lesa Sigurjón Arnlaugsson HF 210