Á Fésbókarsíðu Vikingbáta segir frá því að í gær hafi verið gengið frá samningi við GPG Seafood á Húsavík um smíði á nýjum 30 tonna línubeitningarvélarbát.
Báturinn er af gerðinni Viking 1380 og samkvæmt meðfylgjandi mynd kemur hann til með að heita Háey ÞH 275. Skipaskrárnúmer 2990.
2604. Dóri GK 42 ex Óli G HF 22. Ljósmynd Jón Steinar 2020.
Línubátar sem róa frá Grindavík hafa verið að fiska vel að undanförnu og þessar myndir af Dóra GK 42 tók Jón Steinar í vikunni.
Þarna var Dóri að koma með ein 10 tonn og uppistaðan þorskur eins og ljósmyndarinnn orðaði það.
Dóri GK 42 er í eigu Nesfisks ehf. í Garði en báturinn var smíðaður hjá Samtak í Hafnarfirði árið 2004. Hann hét upphaflega Keilir II AK 4 og var í eigu samnefnds fyrirtækis á Akranesi.
Árið 2013 kaupir Blikaberg ehf. bátinn og hann fær nafnið Óli G, fyrst ÍS 122 og síðar HF 22.
Nesfiskur kaupir Óla G HF 22 vorið 2104 og upp úr því fékk hann nafnið Dóri GK 42.
2604. Dóri GK 42 ex Óli G HF 22. Ljósmyndir Jón Steinar 2020.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
1272. Sturla GK 12 ex Guðmundur VE 29. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.
Jón Steinar tók þessar myndir af línuskipinu Sturlu Gk 12 koma til hafnar í Grindavík á dögunum.
Þorbjörn hf. á og gerir Sturlu GK 12 en hún var keypt frá Vestmannaeyjum snemma árs 2004. Skipið hét upphaflega Guðmundur RE 29 á íslenskri skipaskrá en hann var keyptur til landsins árið 1972.
Þá fjögurra ára gamall en hann var smíðaður hjá Karmsund Verft & og Mek AS á Karmøy í Noregi fyrir Br. Giertsen & Co. A/S, Bergen. Hét upphaflega Senior B-33-B en þegar hann var keyptur hingað til lands var hann Senior H 033.
1272. Sturla GK 12 ex Guðmundur VE 29. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
2444. Smáey VE 444 ex Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.
Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina.
Um er um að ræða 485,6 brúttótonna skuttogara í flokki skipa undir 29 metra lengd en skipið var smíðað af Nordship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi árið 2007.
Samherji leigir skipið af útgerðarfélaginu Berg-Hugin en togarinn hefur heimahöfn í Vestmanaeyjum. Smáey VE-444 hét lengst af Vestmanney en fékk nýtt nafn um mitt síðasta ár þegar ný Vestmanney kom til landsins.
Minna hefur veiðst í efnahagslögsögunni í vetur en undanfarin ár og skýrist lakari veiði einkum af óhagstæðu veðurfari. Skipti þetta einnig máli þegar tekin var ákvörðun um leigu skipsins.
„Þetta er virkilega gott skip, lipurt og skemmtilegt. Veiðar hafa gengið ágætlega. Við fórum í fyrsta túrinn hinn 19. febrúar. Við höfum landað þrisvar sinnum og í tvö skiptanna var fullfermi,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri á Smáey VE-444 í frétt á heimasíðu Samherja.
Hjörtur verður skipstjóri á nýjum Harðbak EA3 þegar skipið fer til veiða en það er sem stendur í slipp á Akureyri.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Magni kom til Reykjavíkur í dag. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson.
Magni, nýr dráttarbátur Faxaflóahafna, kom í fyrsta skipti til hafnar í Reykjavík í dag og tók Guðmundur St. Valdimarsson þessa mynd af honum.
Á vef Faxaflóhafna segir m.a:
Magni er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2.025kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur dráttarbátsins er 85 tonn áfram og 84 aftur á bak en það er samanlagður togkraftur allra núverandi dráttarbáta Faxaflóahafna, en þeir eru fjórir talsins.
Damen Shipyards í Hollandi smíðaði bátinn í skipasmíðastöð sem þeir eiga í Hi Phong, Víetnam. Siglingin til Íslands frá Víetnam er rúmar 10.000 sjómílur en áhöfn á vegum Damen siglir bátnum til Reykjavíkur, þar sem báturinn verður afhentur Faxaflóahöfnum sf. Við tekur svo þjálfun starfsmanna á bátinn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
2325. Arnþór GK 20 ex Geir KE 6. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.
Hér birtast myndir af dragnótabátnum Arnþóri Gk 20 koma til hafnar í Sandgerði í júnímánuði árið 2012.
Arnþór GK 20 hét upphaflega Reykjaborg RE 25 og var smíðaður í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði árið 1998. Reykjaborgin var lengd um fjóra metra í Ósey í Hafnarfirði árið 2001 en seld til Keflavíkur árið 2005.
Þar fékk hún nafnið Geir KE 6 og var í eigu Útgerðarfélgsins Óskar ehf. sem einnig gerði út Ósk KE 5. Árið 2008 fær báturinn nafnið Arnþór GK 20 sem hann ber á þessum myndum en eigandi hans var Nesfiskur hf. í Garði.
agustson hf. í Stykkishólmi keypti bátinn árið 2017 og nefndi hann Leynir SH 120
Leynir SH 120 er 21,88 metrar að lengd og mælist 72 brl./107 BT að stærð. Hann er búinn 470 hestafla Cummins frá árinu 1998.
2325. Arnþór GK 20 ex Geir KE 6. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson 2012.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
1202. Langanes GK 525 ex Grundfirðingur SH 12. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2020.
Netabáturinn Langanes GK 525 hefur hafið róðra og þessar myndir tók Elvar Jósefsson í gær þegar báturinn kom til hafnar í Sandgerði.
Eins og kannski glöggir menn sjá er þetta gamli Grundfirðingur SH 12 en eins og komið hefur fram á síðunni keypti fyrirtæki Hólmgríms Sigvaldasonar, Grímsnes ehf., bátinn í fyrra.
Báturinn hét upphaflega Þorlákur ÁR 5 og var smíðaður hjá Stálvík í Garðabæ 1972 fyrir Meitilinn h/f í Þorlákshöfn. Smíðanúmer 18 frá þeim og afhentur í upphafi árs.
Árið 1977 fékk hann nafnið Brimnes SH 257 og 1979 Rita NS 13, heimahöfn Vopnafjörður. Á vetrarvertíðinn 1982 er báturinn kominn til Hafnarfjarðar þar sem hann fék nafnið Hringur GK 18.
Í upphafi árs 2001 var báturinn keyptur til Grundarfjarðar, kaupandinn Soffanías Cesilsson hf., og fékk hann nafnið Grundfirðingur SH 24.
Báturinn var lengdur 1973, yfirbyggður 1985 og aftur lengdur 1990, þá var honum slegið út að aftan og skipt um brú 1990. Hann mælist 151 brl./255 BT að stærð. Aðalvél 775 hestafla Caterpillar frá 1998. Upphaflega var hann 105 brl. að stærð.
1202. Langanes GK 525 ex Grundfirðingur SH 12. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2020.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
167. Sigurjón Arnlaugsson HF 210 ex Hafnarnes RE 300. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
Þarna virðist komið að endalokum hjá Sigurjóni Arnlaugssyni HF 210 sem upphaflega hét Pétur Sigurðsson RE 331.
Pétur Sigurðsson RE 331 var smíðaður í Noregi árið 1960 og kom til landsins þá um sumarið. Eigandi Sigurður Pétursson í Reykjavík sem átti bátinn til ársins 1968 en í júní það ár var hann seldur til Grundarfjarðar.
Þar fékk hann nafnið Ásgeir Kristjánsson SH 235 og var í eigu Guðmundar Runólfssonar og Björns Ásgeirssonar. í Ársbyrjun 1974 kaupir Þorvaldur Jón Ottósson bátinn og nefnir Hafnarnes RE 300.
Í ágústmánuði 1979 kaupir Hleiðra h/f í Hafnarfirði bátinn og nefnir Sigurjón Arnlaugsson HF 210.
Upphaflega mældist báturinn 140 brl. að stærð en var endurmældur árið 1974 og mældist þá 119 brl. að stærð. Árið 1983 var sett í bátinn 700 hestafla Cummins aðalvél í stað 350 hestafla Wichmann sem hafði verið í honum frá upphafi. Heimild Íslensk skip.
Sigurjón Arnlaugsson HF 210 var afskráður árið 1990. Honum var sökkt á Kollafirði það sama ár en þar er flakið notað sem æfingarstöð fyrir kafara.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution