
Þá er Keilir SI 145 frá Siglufirði kominn til Húsavíkur og ég líka. Báturinn er kominn upp í slipp en í vetur verður hann gerður upp sem skemmtibátur.
Keilir, sem er í eigu Gunnars Júlíussonar á Siglufirði, var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi og afhentur í marsmánuði 1975.
Báturinn hét upphaflega Kristbjörg ÞH 44 og smíðuð fyrir útgerðarfélagið Korra h/f á Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution