Nanna Ósk II á makríl

2793. Nanna Ósk II ÞH 133. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Raufarhafnarbáturinn Nanna Ósk II ÞH 133 er á makrílveiðum þessa dagana og tók Jón Steinar þessa mynd af henni rétt utan við Keflavíkurhöfn.

Það er Útgerðarfélagið Stekkjavík ehf. á Raufarhöfn sem gerir bátinn út en hann er af Cleopatra 38 gerð. Smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði og afhentur í nóvember 2010.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Tindur ÍS 307

1686. Tindur ÍS 307 ex Valbjörn ÍS 307. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Tindur ÍS 307 við bryggju í Njarðvík en þar var hann smíðaður árið 1984 og hét upphaflega Haukur Böðvarsson ÍS 847.

Síðan þá hefur tognað úr honum og hann vaxið á alla kanta en síðast hét hann Valbjörn ÍS 307. Eigandi og útgerðaraðili Tinds er Freska Seafood ehf. og heimahöfn hans er Bolungarvík. Ætlunin er að gera hann út á sæbjúgnaveiðar.

Önnur nöfn sem hann hefur borið eru: Gullþór, Kristján Þór og Gunnbjörn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Merike á miðunum

IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Rækjutogarinn Merike EK 1802 öslar hér í átt að Reval Viking hvar Eiríkur Sigurðsson er skipstjóri en hann tók þessar myndir á dögunum.

Skipin voru við rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu en bæði eru þau í eigu útgerðafyrir-tækisins Reyktal.

IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Merike EK 1802 var smíðaður fyrir Grænlendinga í Danmörku árið 2002 og hét áður Regina C.

Togarinn er 70 metrar á lengd og 15 metra breiður og er með heimahöfn í Tallinn í Eistlandi.

IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Atlanúpur ÞH 270

1420. Atlanúpur ÞH 270 ex Kristey ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Atlanúpur ÞH 270 frá Raufarhöfn var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 fyrir Korra h/f á Húsavík og hét Kristbjörg ÞH 44.

Báturinn var seldur Höfða h/f á Húsavík 1992 og fékk báturinn nafnið Kristey ÞH 25.

1997 var Kristey ÞH 25 seld Jökli h/f á Raufarhöfn  þar sem báturinn fékk nafnið  Atlanúpur ÞH 270 og var gerður út á rækju.

Árið 1998 var Atlanúpur seldur Árnesi h/f í Þorlákshöfn og fékk hann nafnið Keilir GK 145.

Árið 2000 kaupir Siglfirðingur h/f bátinn sem heldur Keilisnafninu en verður SI 145 .

1420. Atlanúpur ÞH 270 ex Kristey ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Granit á veiðislóðinni

IMO 9796896. Granit H-11-AV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Hann er glæsilegur norski frystitogarinn Granit H-11-AV sem Eiríkur Sigurðsson myndaði við veiðar á Svalbarðasvæðinu í fyrradag.

Hann var smíðaður fyrir Halstensen Granit AS í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhentur í september árið 2017.

Granit er 81,20 metrar að lengd, 16,60 metra breiður og mælist 4,427 GT að stærð.

Halstensen Granit AS er staðsett í Bekkjarvik sem er um 50 km. suður af Bergen sem er heimahöfn skipsins.

IMO 9796896. Granit H-11-AV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Star First við bryggju í Chapela

IMO 9330056. Star First við bryggju í Chapela. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið First Star laumaði sér upp að bryggju í Chapela í nótt eða morgun en myndina tók ég nú síðdegis.

First Star var smíðað árið 2006 en eins og jafnan þá eru misvísandi upplýsingar á Shipspotting.com og Marinetraffic.com. Sú fyrrnefnda segir skipið undir flaggi Singapore en sú síðarnefnda segir Bahamas.

Skipið er 163 metrar að lengd og 26 metra breitt, mælist14,030 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Nordtind við veiðar á Svalbarðasvæðinu í gær

IMO 9804538. Nordtind N-6-VV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Frystitogarinn Nordtind N-6-VV er hér á rækjuveiðum á Svalbarðasvæðinu í gær.

Myndina tók Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking og voru þeir að veiðum um 100 sml. austur af Hopen.

Nordtind er í eigu  norsku stórútgerðarinnar Havfisk AS og hóf veiðar árið 2018. Togarinn var afhentur frá Vard skipasmíðastöðinni í Søviknes í Noregi snemma það ár.

Nordtind er 80,40 metrar að lengd, 16,70 metra breiður og mælist 4,129 GT að stærð. Aðalvélin er 6300 Bhp. RRM Bergen. 

Heimahöfn togarans er Bergen.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Dorado 2 á toginu

IMO: 8817540. Dorado 2 LVL 2158 ex Newfound Pioneer. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi síðunni þessar myndir af frystitogaranum Dorado 2.

Myndina tók hann fyrir helgi þar sem þeir voru að veiðum í Smugunni.

Togarinn hét áður Nefound Pioneer frá Kanada en skipti um eigendur í vor og er heimahöfn hans nú Liepaia í Lettlandi.

Newfound Pioneer var eitt sinn í eigu ÚA og hét Svalbakur EA 2. Þá var hann einnig ÞH 6 um tíma.

IMO: 8817540. Dorado 2 LVL 2158 ex Newfound Pioneer. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Atlantic Challange í flotkví á Spáni

IMO:9213442. Atlantic Challange D 642. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Írska uppsjávarveiðiskipið Atlantic Challange D 642 er í flotkvínni í Teis sem er rétt innan við Vigo.

Skipið, sem er með heimahöfn í Dublin, var smíðað árið 1999 í Eidsvik Skipsbyggeri AS í Uskedalen í Noregi.

Það er 59 metrar að lengd, 14,53 metrar á breidd og mælist 1,783 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Argelés við bryggju í Vigo

IMO 9221542. Argelés LO 932355 ex Nuevo Nemesia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Franski togarinn Argelés frá Lorient lá við bryggju í Vigo í gær.

Togarinn var smíðaður árið 2000 og hét áður Nuevo Nemesia, hann er 34 metrar að lengd og 8 metra breiður. Mælist 393 GT að stærð.

Heimahöfn hans er eins og áður kemur fram Lorient.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.