1420.Keilir SI 145 ex Keilir GK 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Þá er Keilir SI 145 frá Siglufirði kominn til Húsavíkur og ég líka. Báturinn er kominn upp í slipp en í vetur verður hann gerður upp sem skemmtibátur. Keilir, sem er í eigu Gunnars Júlíussonar á Siglufirði, var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi og … Halda áfram að lesa Keilir verður gerður upp sem skemmtibátur
Month: ágúst 2019
Sólberg ÓF 1 að veiðum
2917. Sólberg ÓF 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Frystitogarinn Sólberg ÓF 1 er hér við ýsuveiðar fyrir vestan land á dögunum. Þessi glæsilegi frystitogari er hannaður af Skipsteknisk í Noregi en smíðaður fyrir Rammann hf. í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Sólberg ÓF 1 er 79,85 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 brúttótonn. Með því að smella … Halda áfram að lesa Sólberg ÓF 1 að veiðum
Margrét GK 33, nýr línubátur Útgerðarfélags Sandgerðis
2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Margrét GK 33, nýr línubátur Útgerðarfélags Sandgerðis ehf., er hér við bryggju í Hafnarfirði í vikunni. Báturinn, sem smíðaður er af Víkingbátum ehf,, leysir Von GK 113 af hólmi en Nesfiskur keypti Útgerðarfélag Sandgerðis árið 2018. Margrét GK 33 er tæplega 22 BT að stærð en lengd … Halda áfram að lesa Margrét GK 33, nýr línubátur Útgerðarfélags Sandgerðis
Baldvin Njálsson GK 400 á ýsuslóðinni
2182. Baldvin Njálsson GK 400 ex Rán HF 4. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 er hér á ýsuslóðinni vestan við land sl. sunnudag. Baldvin er nýkominn úr skveringu og óhætt að segja að nýja lúkkið lúkkar vel. Togarinn var smíðaður í Vigó á Spáni 1990 (1991 segir sum staðar) fyrir Norðmenn … Halda áfram að lesa Baldvin Njálsson GK 400 á ýsuslóðinni
Avataq GR 6-19
Avataq GR 6-19. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Þessa mynd af grænlenska togaranum Avataq GR 6-19 tók ég í dag en skipið er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni í Astilleros de Murueta í Bilbao á Spáni. Avataq GR 6-19 er annar tveggja frystitogara sem stöðin smíðar fyrir Royal Greenland en sá fyrri, Sisimiut GR 6-18, var afhentur … Halda áfram að lesa Avataq GR 6-19
Ocean Tiger R 38
IMO 9136383. Ocean Tiger R 38. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Danski rækjutogarinn Ocean Tiger R 38 er hér að rækjuveiðum á Svalbarðasvæðinu á dögunum. Togarinn, sem er í eigu Ocean Prawn A/S, var smíðaður árið 1997 í Noregi og er með heimahöfn í Nexø. Hann er 60 metrar að lengd og 14 metra breiður. Mælist … Halda áfram að lesa Ocean Tiger R 38
Stenheim við bryggju í Hafnarfirði
IMO 9261114. Stenheim. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019. Maggi Jóns tók þessa mynd á dögunum af olíuflutningaskipinu Stenheim við bryggju í Hafnarfirði. Stenheim, sem siglir undur flaggi Gíbraltar, var smíðað árið 2003 og mælist 11,935 GT að stærð. Lengd þess er 144 metrar og breiddin 23 metrar. Með því að smella á myndina er hægt að … Halda áfram að lesa Stenheim við bryggju í Hafnarfirði
Anna EA 305 að veiðum á Dohrnbanka
2870. Anna eA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Grzegorz Maszota 2019. Línuskip ÚA, Anna EA 305, er hér á Dorhnbanka við grálúðuveiðar, rétt innan miðlínunnar milli Íslands og Grænlands. Myndirnar tók Grzegorz Maszota skipverji á Þórsnesi SH 109 sem einnig stundar grálúðuveiðar í net. Anna var smíðuð í Noregi árið 2001 og hét áður Carisma … Halda áfram að lesa Anna EA 305 að veiðum á Dohrnbanka
Ole-Arvid á toginu
IMO 9216949. Ole-Arvid Nergård T-5H ex Rosvik. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Norski frystitogarinn Ole-Arvid Nergård T-5-H er hér við rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu en myndina tók Eiríkur Sigurðsson á dögunum. Ole-Arvid hét áður Rosvik og er í eigu Nergård Havfiske AS, heimahöfn hans er Harstad. Togarinn var smíðaður árið 2001 í Aas Mekaniske Verksted AS í … Halda áfram að lesa Ole-Arvid á toginu
Star Osprey kom til Helguvíkur í gær
IMO 9315068. Star Osprey ex Gan Shield. Ljósmynd KEÓ 2019. Olíuskipið Star Osprey kom til Helguvíkur í gær og á þesari mynd er það í fylgd tveggja hafsögubáta frá Faxaflóahöfnum. Star Osprey er 183 metra langt, 32 metra breitt og mælist 30,068 GT að stærð. Skipið var smíðað árið 2007 og siglir undir flaggi Panama. … Halda áfram að lesa Star Osprey kom til Helguvíkur í gær