Keilir verður gerður upp sem skemmtibátur

1420.Keilir SI 145 ex Keilir GK 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Þá er Keilir SI 145 frá Siglufirði kominn til Húsavíkur og ég líka. Báturinn er kominn upp í slipp en í vetur verður hann gerður upp sem skemmtibátur. Keilir, sem er í eigu Gunnars Júlíussonar á Siglufirði, var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi og … Halda áfram að lesa Keilir verður gerður upp sem skemmtibátur

Sólberg ÓF 1 að veiðum

2917. Sólberg ÓF 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Frystitogarinn Sólberg ÓF 1 er hér við ýsuveiðar fyrir vestan land á dögunum. Þessi glæsilegi frystitogari er hannaður af Skipsteknisk í Noregi en smíðaður fyrir Rammann hf. í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi.  Sólberg ÓF 1 er 79,85 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 brúttótonn.  Með því að smella … Halda áfram að lesa Sólberg ÓF 1 að veiðum

Margrét GK 33, nýr línubátur Útgerðarfélags Sandgerðis

2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Margrét GK 33, nýr línubátur Útgerðarfélags Sandgerðis ehf., er hér við bryggju í Hafnarfirði í vikunni. Báturinn, sem smíðaður er af Víkingbátum ehf,, leysir Von GK 113 af hólmi en Nesfiskur keypti Útgerðarfélag Sandgerðis árið 2018. Margrét GK 33 er tæplega 22 BT að stærð en lengd … Halda áfram að lesa Margrét GK 33, nýr línubátur Útgerðarfélags Sandgerðis

Baldvin Njálsson GK 400 á ýsuslóðinni

2182. Baldvin Njálsson GK 400 ex Rán HF 4. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 er hér á ýsuslóðinni vestan við land sl. sunnudag. Baldvin er nýkominn úr skveringu og óhætt að segja að nýja lúkkið lúkkar vel. Togarinn var smíðaður í Vigó á Spáni 1990 (1991 segir sum staðar) fyrir Norðmenn … Halda áfram að lesa Baldvin Njálsson GK 400 á ýsuslóðinni

Avataq GR 6-19

Avataq GR 6-19. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Þessa mynd af grænlenska togaranum Avataq GR 6-19 tók ég í dag en skipið er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni í Astilleros de Murueta í Bilbao á Spáni.  Avataq GR 6-19 er annar tveggja frystitogara sem stöðin smíðar fyrir Royal Greenland en sá fyrri, Sisimiut GR 6-18, var afhentur … Halda áfram að lesa Avataq GR 6-19

Ocean Tiger R 38

IMO 9136383. Ocean Tiger R 38. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Danski rækjutogarinn Ocean Tiger R 38 er hér að rækjuveiðum á Svalbarðasvæðinu á dögunum. Togarinn, sem er í eigu Ocean Prawn A/S, var smíðaður árið 1997 í Noregi og er með heimahöfn í Nexø. Hann er 60 metrar að lengd og 14 metra breiður. Mælist … Halda áfram að lesa Ocean Tiger R 38

Stenheim við bryggju í Hafnarfirði

IMO 9261114. Stenheim. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019. Maggi Jóns tók þessa mynd á dögunum af olíuflutningaskipinu Stenheim við bryggju í Hafnarfirði. Stenheim, sem siglir undur flaggi Gíbraltar, var smíðað árið 2003 og mælist 11,935 GT að stærð. Lengd þess er 144 metrar og breiddin 23 metrar. Með því að smella á myndina er hægt að … Halda áfram að lesa Stenheim við bryggju í Hafnarfirði

Anna EA 305 að veiðum á Dohrnbanka

2870. Anna eA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Grzegorz Maszota 2019. Línuskip ÚA, Anna EA 305, er hér á Dorhnbanka við grálúðuveiðar, rétt innan miðlínunnar milli Íslands og Grænlands. Myndirnar tók Grzegorz Maszota skipverji á Þórsnesi SH 109 sem einnig stundar grálúðuveiðar í net. Anna var smíðuð í Noregi árið 2001 og hét áður Carisma … Halda áfram að lesa Anna EA 305 að veiðum á Dohrnbanka

Ole-Arvid á toginu

IMO 9216949. Ole-Arvid Nergård T-5H ex Rosvik. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Norski frystitogarinn Ole-Arvid Nergård T-5-H er hér við rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu en myndina tók Eiríkur Sigurðsson á dögunum. Ole-Arvid hét áður Rosvik og er í eigu Nergård Havfiske AS, heimahöfn hans er Harstad. Togarinn var smíðaður árið 2001 í Aas Mekaniske Verksted AS í … Halda áfram að lesa Ole-Arvid á toginu

Star Osprey kom til Helguvíkur í gær

IMO 9315068. Star Osprey ex Gan Shield. Ljósmynd KEÓ 2019. Olíuskipið Star Osprey kom til Helguvíkur í gær og á þesari mynd er það í fylgd tveggja hafsögubáta frá Faxaflóahöfnum. Star Osprey er 183 metra langt, 32 metra breitt og mælist 30,068 GT að stærð. Skipið var smíðað árið 2007 og siglir undir flaggi Panama. … Halda áfram að lesa Star Osprey kom til Helguvíkur í gær