Síðdegisól og brim við Skjálfanda

IMO 9350771. Fembria á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það var brim við Skjálfanda í dag og síðdegissólin skein þegar þessi mynd var tekin út á Bakkahöfða.

Flutningaskip liggur þarna á flóanum en það kom með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka og kemur upp að þegar róast.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurður Jakobsson ÞH 320

973. Sigurður Jakobsson ÞH 320 ex Sigla SI 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2001.

Sigurður Jakobsson ÞH 320 kemur hér að bryggju á Húsavík í septembermánuði árið 201 en hann var þá á úthafsrækju.

Sigurður Jakobsson hét upphaflega Dagfari ÞH 40 og var smíðaður árið 1965 í Boizenburg A-Þýskalandi fyrir bræðurnar Stefán og Þór Péturssyni á Húsavík. 

Árið 1967 fékk fyrirtæki þeirra bræðra, Útgerðarfélagið Barðinn hf., tvö ný skip sem einnig voru smíðuð í Boizenburg en voru ívið  stærri. Þau hétu Náttfari ÞH 60 og Dagfari ÞH 70, fékk þá eldri Dagfari nafnið Ljósfari ÞH 40. 

Ljósfari var 264 brl. að stærð búinn 660 hestafla Lister aðalvél. Hann var endurmældur árið 1969 og mældist þá 207 brl. að stærð

Í janúar 1977 fékk báturinn nafnið Kári Sölmundarson RE 102 en sama ár var það yfirbyggt. Í janúar 1978 var aftur óskað nafnabreytingar á bátnum og fékk hann sitt fyrra nafn, Ljósfari en nú RE 102. Eigandi sem fyrr Útgerðarfélagið Barðinn h/f nú í Kópavogi.

Árið 1979 var Ljósfari lengdur og mældist eftir það 273 brl. að stærð. 1980 var sett í bátinn 1150 hestafla Mirrlees Blackstone aðalvél.

Árið 1987 var Ljósfari seldur Brík h/f á Húsavík sem nefndi bátinn Galta ÞH 320. Báturinn fékk ári síðan nafnið Björg Jónsdóttir ÞH 321, þá kominn í eigu Langaness hf., og Björg Jónsdóttir II ÞH 320 árið 1992. Báturinn var gerður út af Langanesi hf. til ársins 1996.

Þá var hann seldur til Siglufjarðar þar sem hann fékk nafnið Sigla SI 50. Langanes keypti hann aftur til Húsavíkur í ársbyjun árið 2000 og nefndi Sigurð Jakobsson ÞH 320.

Vorið 2004 var báturinn seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Straumnes RE 7. Í desember árið 2005 fékk báturinn nafnið Jón Steingrímsson RE 7.

Það var hans síðasta nafn en Jón Steingrímsson var seldur til Danmerkur sumarið 2008 þar sem hann fór í brotajárn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fembria á Skjálfanda

IMO 9350771. Fembria á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Flutningaskipið Fembria liggur framundan Húsavíkurhöfða þessa stundina en það er að koma með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka.

Fembria siglir undir fána eyjunnar Mön á Írlandshafi og með heimahöfn í Douglas höfuðstað eyjunnar.

Skipið er 117 metrar að lengd og breidd þess er 17 metrar. Það var smíðað árið 2006 í Kína og mælist 5,257 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Siglufjörður í sumar

Siglufjörður 10. ágúst 2021. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd sem sýnir hluta Siglufjarðar var tekin 10. ágúst í sumar og það var ansi líflegt við höfnina þann dag. Sem og marga aðra daga sumarsins en á myndinni má sjá að löndun stendur m.a yfir úr Huldu GK 17 og Margréti GK 33.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sighvatur GK 57

975. Sighvatur GK 57 ex Bjartur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sighvatur GK 57 lætur hér úr höfn í Grindavík um árið, þarna var búið að skutlengja bátinn og skipta um brú frá því að þessi mynd var tekin.

Sighvatur, sem gerður var út af Vísi hf., var einn 18 báta sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Boizenburg á árunum 1964-1967.

Sighvatur fór til Belgíu í niðurrif í október 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Imke kom í dag

IMO 9341756. Imke leggst að Bökugarðinum í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Flutningaskipið Imke kom til Húsavíkur í dag með hráefnisfarm til PCC á Bakka. Þetta er þriðja skipið sem kemur með hráefni fyrir PCC í þessari viku en Wilson Nantes lét úr höfn í dag og Imke kom inn í beinu framhaldi af því.

Imke er 3,990 GT skip, smíðað árið 2006. Lengd þess er 112 metrar og breiddin 14 metrar.

Skipið siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Hooogezand.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jökull ÞH 299

2991. Jökull ÞH 299 ex Nanoq GR 1-1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það er nokkuð um liðið síðan Jökull ÞH 299 hefur birst hér á síðunni og því tilvalið að mynda hann í dag en hann var eitthvað að snúast framan við höfnina á Húsavík.

Línu- og netaskipið Jökull var smíðaður í Noregi árið 1996 og er 962 GT að stærð. Lengd hans er 44 metrar og breiddin 10 metrar. Heimahöfn Jökuls er Raufarhöfn en hann er í eigu GPG Seafood.

Annars má lesa meira um Jökul hér

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rurik kom með farm fyrir PCC

IMO 9375795. Rurik ex Rorichmoor. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Rurik kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum en skipið er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka.

Rurik siglir undir fána Antiqua og Barbadoseyja. Heimahöfn skipsins, sem smíðað var 2006, er Saint John’s.

Skipið er 80 metra langt og 12 metra breitt. Það mælist 2,164 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæunn í fjárflutningum

7158. Sæunn ÞH 22 ex Þyrí. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessi mynd var tekin sl. laugardag þegar Sæunn ÞH 22 kom til hafnar á Húsavík með lömb sem höfðu haft sumarbeit í Lundey á Skjálfanda.

Hér má sjá aðra mynd frá þessum fjárflutningum.

Sæunn er í eigu Sævars Guðbrandssonar og er af Sómagerð. Hét áður Þyrí og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 1989 en hefur verið í eigu Sævars frá árinu 1991.

Skráð sem skemmtibátur í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution