Báðir smíðaðir fyrir Breiðfirðinga

1424. Þórsnes II SH 109 - 260. Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007. Hér gefur að líta tvo báta sem smíðaðir voru á sínum tíma fyrir útgerðir við Breiðafjörð en eru hér við bryggju á Húsavík. Nánar tiltekið á Sjómannadaginn árið 2007. Sveinbjörn Jakobsson SH 10 var smíðaður Sveinbjörn Jakobsson SH 10 frá … Halda áfram að lesa Báðir smíðaðir fyrir Breiðfirðinga

Háey I ÞH 295 var sjósett í dag

2995. Háey I ÞH 295 var sjósett í morgun. Ljósmynd Gunnar Richter. Línubáturinn Háey I ÞH 295, nýsmíði Víkingbáta fyrir GPG Seafood ehf, var sjósett á Álfsnesi í morgun. Smíðin fór fram í húsakynnum Víkingbáta á Esjumelum en báturinn er 30 BT að stærð. Heimahöfn hans er Raufarhöfn. Með því að smella á myndina er … Halda áfram að lesa Háey I ÞH 295 var sjósett í dag

Síðdegisól og brim við Skjálfanda

IMO 9350771. Fembria á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Það var brim við Skjálfanda í dag og síðdegissólin skein þegar þessi mynd var tekin út á Bakkahöfða. Flutningaskip liggur þarna á flóanum en það kom með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka og kemur upp að þegar róast. Með því að smella á myndina er … Halda áfram að lesa Síðdegisól og brim við Skjálfanda

Sigurður Jakobsson ÞH 320

973. Sigurður Jakobsson ÞH 320 ex Sigla SI 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2001. Sigurður Jakobsson ÞH 320 kemur hér að bryggju á Húsavík í septembermánuði árið 201 en hann var þá á úthafsrækju. Sigurður Jakobsson hét upphaflega Dagfari ÞH 40 og var smíðaður árið 1965 í Boizenburg A-Þýskalandi fyrir bræðurnar Stefán og Þór Péturssyni á … Halda áfram að lesa Sigurður Jakobsson ÞH 320

Fembria á Skjálfanda

IMO 9350771. Fembria á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Flutningaskipið Fembria liggur framundan Húsavíkurhöfða þessa stundina en það er að koma með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka. Fembria siglir undir fána eyjunnar Mön á Írlandshafi og með heimahöfn í Douglas höfuðstað eyjunnar. Skipið er 117 metrar að lengd og breidd þess er 17 metrar. … Halda áfram að lesa Fembria á Skjálfanda