J Bergvoll T-1-H

IMO 9214501. J Bergvoll T-1-H. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók þessa mynd af norska frystitogaranum J Bergvoll í Tromsø í dag.

J Bergvoll var smíðaður árið 2000 í Solstrand AS í Tomrefjord og afhentur þaðan í júlí það. Hann hafði smíðanúmer 69.

Togarinn var smíðaður fyrir Nergård Havfiske AS og er með heimahöfn í Harstad.

J Bergvoll er 57,30 metrar að lengd, 12,60 metra breiður og mælist 1499 brúttótonn að stærð.

IMO 9214501. J Bergvoll T-1-H. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fri Kvam losar salt í Grindavík

IMO 9211078. Fri Kvam við bryggju í Grindavík. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar tók þessa mynd í gær af flutningaskipinu Fri Kvam sem kom til Grindavíkir með saltfarm fyrir Saltkaup.

Skipið, sem var smíðað árið 2000 hjá Volharding Shipyard Waterhuizen í Hollandi, er skráð á Kýpur með heimahöfn í Limasol.

Það er 89,7 metrar að lengd og breidd þess er 13,6 metrar. Það mælist 2,858 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þorbjörg ÞH 25

2588. Þorbjörg ÞH 25 ex Þorbjörg RE 6. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Grásleppubáturinn Þorbjörg ÞH 25 kemur hér að landi á Raufarhöfn í gær en hún er í eigu Æðarsker ehf. og er með heimahöfn á Kópaskeri.

Þorbjörg ÞH 25 hét upphaflega Björn Kristjónsson SH 165 frá Ólafsvík. Báturinn er af gerðinni Sómi 865 og var smíðaður fyrir Glýja ehf. í Bátasmiðju Guðmundar árið 2003.

Árið 2004 fékk báturinn nafnið Björn Magnússon BA 93 með heimahöfn á Bíldudal. Ári síðar fékk hann nafnið Þorbjörg RE 6 og 2013 keypti Æðarsker ehf., sem Jón Tryggvi Árnason stendur að, bátinn norður og hann varð ÞH 25.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björg EA 7 að veiðum í morgun

2894. Björg EA 7. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 tók þessar myndir um kl. 7 í morgun og sýna þær Samherjatogarann Björgu EA 7 að veiðum sunnan við Surtsey.

Björg EA 7 var síðust í röð fjögurra syst­ur­skip­a sem smíðuð voru fyrir íslendinga hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi og afhent á árinu 2017.

Kaldbakur EA 1 kom fyrstur, síðan Björgúlfur EA 312 og því næst Drangey SK 2 og að lokum Björg EA 7 eins áður segir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution