Loðnulöndun í Grindavík

Keflvíkingur KE 100 við bryggju í Grindavík. Ljósmynd Gunnar Hallgrímsson 1973.

Hér koma myndir frá loðnulöndun úr Keflvíkingi KE 100 í Grindavík árið 1973, að ég tel. Myndirnar voru teknar í sama skipti og myndirnar af nótaviðgerðinni sem birtust um daginn.

Myndirnar tók Gunnar Hallgrímsson frá Sultum í Kelduhverfi en hann var skipverji á Keflvíkingi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Leynir SH 120

2325 Leynir SH 120 ex Arnþór GK 20. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Leynir SH 120 frá Stykkishólmi er í eigu agustson hf. sem keypti hann af Nesfiski hf. árið 2017.

Leynir SH 120 hét upphaflega Reykjaborg RE 25 og var smíðaður í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði árið 1998. Reykjaborgin var lengd um fjóra metra í Ósey í Hafnarfirði árið 2001 en seld til Keflavíkur árið 2005.

Þar fékk hún nafnið Geir KE 6 og var í eigu Útgerðarfélgsins Óskar ehf. sem einnig gerði út Ósk KE 5. Árið 2008 fær báturinn nafnið Arnþór GK 20 eigandi hans var Nesfiskur hf. í Garði.

agustson hf. í Stykkishólmi keypti bátinn eins og fyrr segir árið 2017 og nefndi hann Leynir SH 120

Leynir SH 120 er 21,88 metrar að lengd og mælist 72 brl./107 BT að stærð. Hann er búinn 470 hestafla Cummins frá árinu 1998.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón Júlí

610. Jón Júlí BA 157 ex Jón Júlí HU. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Á þessari mynd sem Þorgeir Baldursson tók um árið er Jón Júlí BA 157 við kví eina á Tálknafirði.

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í janúar 2001 stundaði báturinn, sem var í eigu Þórsbergs ehf., dragnótaveiðar sumarið 2000 og setti þorsk í þrjár kvíar til áframeldis.

Jón Júlí var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1955 og fékk nafnið Ingólfur SF 53. Mældist 39 brl. að stærð með Caterpillar 170 hestafla aðalvél. Eigandi Rafnkell Þorleifsson Hornafirði.

Báturinn var seldur á Eyrarbakka árið 1958 og fékk þá nafnið Faxi ÁR 25. Hét síðar Íslendingur II RE, Íslendingur II GK og  Jón Júlí HU. 

Seldur til Tálknafjarðar 1975. Heimild: Íslens skip.  

Jón Júlí BA 157 var tekinn af skipaskrá árið 2014 en samkvæmt vef Fiskistofu var hann kominn í núllflokk árið 2008.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution