Keflvíkingur KE 100 við bryggju í Grindavík. Ljósmynd Gunnar Hallgrímsson 1973. Hér koma myndir frá loðnulöndun úr Keflvíkingi KE 100 í Grindavík árið 1973, að ég tel. Myndirnar voru teknar í sama skipti og myndirnar af nótaviðgerðinni sem birtust um daginn. Myndirnar tók Gunnar Hallgrímsson frá Sultum í Kelduhverfi en hann var skipverji á Keflvíkingi. … Halda áfram að lesa Loðnulöndun í Grindavík
Day: 19. apríl, 2020
Leynir SH 120
2325 Leynir SH 120 ex Arnþór GK 20. Ljósmynd Alfons Finnsson. Leynir SH 120 frá Stykkishólmi er í eigu agustson hf. sem keypti hann af Nesfiski hf. árið 2017. Leynir SH 120 hét upphaflega Reykjaborg RE 25 og var smíðaður í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði árið 1998. Reykjaborgin var lengd um fjóra metra í Ósey í … Halda áfram að lesa Leynir SH 120
Jón Júlí
610. Jón Júlí BA 157 ex Jón Júlí HU. Ljósmynd Þorgeir Baldursson. Á þessari mynd sem Þorgeir Baldursson tók um árið er Jón Júlí BA 157 við kví eina á Tálknafirði. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í janúar 2001 stundaði báturinn, sem var í eigu Þórsbergs ehf., dragnótaveiðar sumarið 2000 og setti þorsk í þrjár kvíar … Halda áfram að lesa Jón Júlí