Fram kom í dag

IMO 9370018. Fram. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðaskipavertíðin hófst síðdegis í dag þegar norska leiðangursskipið Fram kom til Húsavíkur. Fram, sem einnig var fyrst skipa á ferðinni hér á síðasta vor, er gert út af fyrirtækinu Hurtigruten og er með heimahöfn í Tromsö.  Skipið er nefnt eftir skipi norsku landkönnuðanna Roald Amundsen og Fridtjof Nansen.  … Halda áfram að lesa Fram kom í dag

Brufjell kom í morgun

IMO 9346665. Brufjell ex Damsterdijk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Norska flutningaskipið Brufjell kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum þar sem skipað er upp hráefnisfarmi fyrir kísilver PCC á Bakka. Brufjell var smíðað í Goa á Indlandi árið 2007 og er 89,95 metra að lengd. Breidd þess er 14,4 metrar og það mælist … Halda áfram að lesa Brufjell kom í morgun

Stebbi Hansen EA 248

6975. Stebbi Hansen EA 248 ex Funi EA 51. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009. Stebbi Hansen EA 248 kemur hér að landi á Húsavík sumarið 2009 en hann var á strandveiðum. Báturinn var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1987 og hét upphaflega Funi HF 171. Árið 1991 var bátrinn kominn í Stykkishólm þar sem Funi … Halda áfram að lesa Stebbi Hansen EA 248

Kleifaberg og Mánaberg

1360. Kleifaberg ÓF 2 - 1270. Mánaberg ÓF 42. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005. Hér gefur að líta frystitogarana Kleifaberg ÓF 2 og Mánaberg ÓF 42 við bryggju á Ólafsfirði. Myndin var tekin þann 3. júní árið 2005 og Sjómannadagshelgin framundan. Kleifabergið hét upphaflega Engey RE 1 og var smíðað fyrir Ísfell hf. í Póllandi árið … Halda áfram að lesa Kleifaberg og Mánaberg

Bjarka og Þráni fargað ásamt fleiri bátum

5357. Þráinn ÞH 2 - 5525. Bjarki ÞH 271. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Í Morgunblaðinu í dag segir frá afdrifum sex gamallra trébáta sem staðið hafa við Safnahúsið á Húsavík í mörg ár en hurfu af sjónarsviðinu á dögunum. Fram kemur m.a í fréttinni að bát­arn­ir hafi verið all­ir metn­ir ónýt­ir og Menn­ing­armiðstöð Þing­ey­inga hafi … Halda áfram að lesa Bjarka og Þráni fargað ásamt fleiri bátum

Lokadagur vetrarvertíðar 11. maí

1420. Kristbjörg ÞH 44. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. 11. maí er lokadagur vetrarvertíðar samkvæmt gömlu tímatali og af því tilefni birtist hér mynd af áhöfninni á Kristbjörginni ÞH 44 draga netin. Myndina tók Hreiðar Olgeirsson þá skipstjóri á Kristbjörgu II ÞH 244, sennilega vorið 1979, en hann tók árið síðar við Kristbjörginni og var með hana til ársins … Halda áfram að lesa Lokadagur vetrarvertíðar 11. maí