Nýsmíði sjósett í Noregi

Nýsmíði sjósett í Noregi. Ljósmynd úr einkasafni. Hér birtist mynd sem sýnir Norðmenn sjósetja nýsmíði sem síðar fékk nafnið Héðinn ÞH 57 og var smíðaður fyrir Hreifa hf. á Húsavík. Héðinn ÞH 57 kom til heimahafnar á Húsavík undir lok júlímánaðar árið 1960 og var gerður út af Hreifa hf. til ársins 1965. Nýr stærri … Halda áfram að lesa Nýsmíði sjósett í Noregi

Skálaberg ÞH 244

1053. Skálaberg ÞH 244 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skálaberg ÞH 244 hét upphaflega Kristjón Jónsson SH 77 frá Ólafsvík en báturinn var smíðaður  í Skipavík í Stykkishólmi árið 1967. Báturinn var keyptur til Húsavíkur í byrjun árs 1969 og fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44. Þegar ný Kristbjörg kom 1975 fékk þessi … Halda áfram að lesa Skálaberg ÞH 244

Dúddi Gísla að draga línuna

2999. Dúddi Gísla GK 48 ex Hulda GK 17. Ljósmynd Jón Steinar 2026. Jón Steinar tók þessar myndir í dag en þær sýna Dúdda Gísla GK 48 draga línuna rétt vestan Grindavíkur. Dúddi Gísla GK 48 er af gerðinni Cleopatra Fisherman 40BB og er 11,99 metra langur. Mælist 29,5 BT að stærð.  Áður hét báturinn Hulda … Halda áfram að lesa Dúddi Gísla að draga línuna

Knörrinn

306. Knörrinn ex Hrönn EA 258. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2026. Hér birtist mynd af Knerrinum sem tekin var í dag þar sem hún liggur við flotbryggju í Húsavíkurhöfn. Það hefur myndast frostskæni innst í höfninni sem snjóaði svo aðeins ofan á. Hér má finna sögu bátsins sem Norðursigling hefur gert út til hvalaskoðunar frá árinu 1995. Með því … Halda áfram að lesa Knörrinn

Sæfari TH 271

5525. Sæfari TH 271. Ljósmynd úr einkasafni. Hér gefur að líta Sæfara TH 271 í fjörunni framan við hafnarstéttina á Húsavík en bátinn, sem síðar varð ÞH 271, lét Héðinn Maríusson smíða fyrir sig í Hafnarfirði árið 1962. Sæfari var smíðaður í bátastöðinni Bárunni og var fjögur tonn að stærð og búinn 25 hestafla Guldner … Halda áfram að lesa Sæfari TH 271

Jón Ásbjörnsson RE að draga línuna

2750. Jón Ásbjörnsson RE 777 ex Ragnar SF 550. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2026. Jón Steinar tók þessar myndir í dag en þær sýna Jón Ásbjörnsson RE 777 þar sem hann var draga línuna um tvær mílur úti fyrir Stokkseyri. Jón Ásbjörnsson RE 777 var smíðaður í Bátagerðinni Samtak árið 2008 og er af gerðinni … Halda áfram að lesa Jón Ásbjörnsson RE að draga línuna

Örfirisey RE 14

1030. Örfirisey RE 14. Ljósmynd úr einkasafni. Örfirisey RE 14 kemur hér að bryggju á Húsavík í febrúarmánuði árið 1967. Húsavík var fyrsta höfn sem hún kom í eftir heimsiglingu frá Hollandi þar sem skipið var smíðað, nánar tiltekið í Deest. Um Örfirisey má lesa hér og þar kemur m.a fram af hverju Húsavík var fyrsta höfnin … Halda áfram að lesa Örfirisey RE 14