Wilson Nanjing kom til Húsavíkur í dag

IMO 9431018. Wilson Nanjing. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Wilson Nanjing kom til Húsavíkur í dag og lagðist að Bökugarðinum hvar hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka verður skipað upp.

Wilson Nanjing var smíðað árið 2012 og siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta.

Skipið er 123 metra langt og 16 metra breitt. Það mælist 6,118 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haförn EA 155

1334. Haförn EA 155. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Haförn EA 155 frá Hrísey er hér á siglingu á Breiðfirði og ekki annað að sjá en kallarnir hafi verið að fiska.

Haförn EA 155 var smíðaður árið 1973 í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri fyrir Jóhann Sigurbjörnsson í Hrísey sem jafnframt var skipstjóri.

Þetta 27 brl. eikarfiskiskip var með smíðanúmer 109 frá Skipasmíðastöð KEA og í honum var 300 hestafla Scania Vabis vél.

Haförn EA 155 var gerður út frá Hrísey til ársins 1988 en þá var báturinn seldur til Tálknafjarðar. Þar hélt hann nafni sínu en varð BA 327.

Árið 1993 var Haförn seldur í Stykkishólm þar sem hann fékk nafnið Dalaröst SH 107. Þann 7. mars 1993 lenti Dalaröstin á skeri skammt norðan við Stykkishólm og eyðilagðist þar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution