Klettsvík VE 127

27. Klettsvík VE 127 ex Árni á Bakka ÞH 380. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Klettsvík VE 127, sem áður hét Árni á Bakka ÞH 380, var einn tappatogaranna 12 og hét upphaflega Björgvin EA 311.

Í Morgunblaðinu 20 desember 1989 segir svo frá:

EYJAFLOTINN stækkar enn. Fyrir skömmu bættist Klettsvík VE í Eyjaflotann er hún kom til heimahafnar Eyjum í fyrsta sinn. 

Klettsvík, sem áður hét Árni á Bakka, er 229 lesta yfirbyggður stálbátur, byggður 1958. Í bátnum er 1.000 ha. Bronz vél. Eigandi Klettsvíkur er Heimaklettur hf. en aðaleigendur hans eru Friðrik Óskarsson og Ingvi Geir Skarphéðinsson. 

Klettsvík hefur 530 tonna kvóta auk 104 tonna rækjukvóta. Báturinn verður gerður út á togveiðar og skipstjóri á honum verður Ingvi Geir Skarphéðinsson. 

Áður en báturinn kom til Eyja hafði hann verið í endurbótum þar sem m.a. lestinni var breytt fyrir kör auk þess sem málað var og dyttað að ýmsum smáatriðum.

Júlíus Stefánsson í Hafnarfirði keypti síðan skipið og nefndi Árfara HF 127 og að lokum keypti Kristján Guðmundsson h/f  skipið og fékk það á einkennistafina SH 482. Það var notað til úreldinga upp Tjald II SH sem smíðaður var í Noregi. 

Það lá í fjörunni við Rif í einhvern tíma en var að lokum rifið í brotajárn inn við Skarfakletta við sundin blá. Það ku hafa verið 1996 en skipið var afskráð 1993.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ísey enn og aftur

1458. Ísey EA 40 ex Ísey ÁR 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Enn og aftur er það Ísey EA 40 sem liggur fyrir linsunni eða réttara sagt linsunum því þær myndir sem nú birtast voru teknar á tvær myndavélar.

Og þar af leiðandi tvær linsur en fyrir þá sem vilja fræðast um bátinn er hægt að lesa um hann hér.

Myndirnar þrjár hér að neðan sem og þessi fyrir ofan voru teknar á Canon EOS 70 með 150-500 mm. Sigmalinsu.

Aftur á móti voru þessar þrjár hér fyrir neðan, sem voru teknar á Norðurgarðinum á Húsavík líkt og þær efri, teknar á Canon EOS R með 24-105 mm. Sigmalinsu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9255048. Dønnalaks ex Steigen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Brunnbáturinn Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun þeirra erinda að ná í laxaseiði frá fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi.

Dønnalaks, sem áður hét Steigen, er með heimahöfn í Bodø í Norður Noregi en hefur þjónað fiskeldi á Austfjörðum upp á síðkastið.

Dønnalaks var smíðað árið 2002 í Sletta Båtbyggeri AS og mælist 498 brúttótonn að stærð. Lengd bátsins er 51 metrar og breidd hans 9 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sveinbjörn Jakobsson á Ísafirði

260. Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Heiðar Kristinsson 2006.

Rakst á þessa mynd á Gömul íslensk skip og fékk leyfi ljósmyndarans, Heiðars Kristinssonar, til að birta hana hér.

Þarna er Sveinbjörn Jakobsson SH 10 að láta úr höfn á Ísafirði áleiðis til Húsavíkur en þangað hafi báturinn verið seldur.

Í brúnni er Einar Ófeigur Magnússon en fram á hvalbaknum stendur faðir minn heitinn, Hreiðar Olgeirsson.

Þeir voru ásamt fleiri mönnum frá Norðursiglingu í áhöfn bátsins á siglingunni norður en hér má sjá myndir frá komu bátsins til Húsavíkur.

Báturinn heitir Garðar í dag og hefur siglt með farþega í hvalaskoðun á Skjálfanda síðan sumarið 2009.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gulltoppur ÁR 321

1269. Gulltoppur ÁR 321 ex Stakkavík ÁR 107. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987.

Gulltoppur ÁR 321 kemur hér til hafnar í Ólafsvík vorið 1987 en Sveinn S. Steinarsson í Þorláksshöfn keypti bátinn, sem þá hét Stakkavík ÁR 107, vorið 1986.

Báturinn hét upphaflega Borgþór GK 100 eins og áður hefur komið fram á síðunni og var smíðaður í Bátalóni árið 1972.

Útgerðarfélagið Aðalbjörg s/f í Reykjavík keypti Gulltopp í sumarbyrjun 1987 og nefndi Aðalbjörgu II RE 236. Meira um hana síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ramoen á toginu

IMO 9761102. Ramoen M-1-VD. Ljósmynd Björn Valur Gíslason 2020.

Á þessari mynd Björns Vals Gíslasonar skipstjóra má sjá norska frystitogarann Ramoen M-1-VD á toginu.

Ramoen er í eigu Ramoen A/S og er heimahöfn hans Álasund. Togarinn, sem var afhentur árið 2016, var smíðaður í Astillero Armon skipasmíðastöðinni í Gijon á Norður-Spáni.

Ramoen er 75,1 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 4000 brúttótonn að stærð.

Allar helstu upplýsingar um skipið má lesa hér

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Askur GK 65

1811. Askur GK 65 ex Ýmir BA 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hér koma nokkrar myndir sem sýna dragnótabátinn Ask GK 65 koma til hafnar í Grindavík í lok aprílmánaðar árið 2008.

Upphaflega hét báturinn Mýrarfell HF 150, var 10 brl. að stærð. Hann var smíðaður í Bátalóni árið 1987 fyrir Hvammsfell hf. í Hafnarfirði.

Síðar sama ár var einkennisstöfum og númeri breytt í ÍS 123. Eigandi Rani ehf. og heimahöfn Þingeyri.

Þann 26. júní 1996 hvolfdi bátnum úti fyrir mynni Arnarfjarðar og hann sökk. Mannbjörg varð og náðist báturinn á flot aftur og var gerður upp.

Báturinn hefur verið lengdur oftar en einu sinni og breikkaður og mælist nú 28 brl. að stærð.

Árið 2003 var báturinn kominn til Bíldudals þar sem hann fékk nafnið Ýmir BA 32 og þrem árum síðar var hann keyptur til Grindavíkur. Þar fékk hann nafnið Askur GK 65, eigandi Jens Valgeir ehf. í Grindavík.

Frá Grindavík var báturinn gerður út til neta- og dragnótaveiða áratug eða svo en snemma árs 2017 keypti Hraðfrystihús Hellisands bátinn sem varð SH 165 um tíma.

Um ári síðar var báturinn afur kominn vestur á firði, nú til Tálknafjarðar þar sem hann fékk nafnið Fálki BA 65. Samkvæmt vef Fiskistofu er eigandinn Björg Finance ehf. og báturinn notaður til að þjónusta fiskeldi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Maró SK 33

2833. Maró SK 33. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Maró SK 33 var smíðaður hjá Seiglu ehf. á Akureyri árið 2012 fyrir Maró slf. á Sauðárkróki.

Maró, sem gerður hefur verið út til handfæraveiða, er 10 metra langur og þrír metrar á breidd. Hann mælist 9,1 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Stakkavík ÁR 107

1269. Stakkavík ÁR 107 ex Sigþór ÁR 107. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Stakkavík ÁR 107 sem hér sést á siglingu til hafnar í Þorlákshöfn hét upphaflega Borgþór GK 100 og var smíðaður í Bátalóni árið 1972.

Borgþór GK 100, sem var 45 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Jóhann Þórlindsson í Ytri Njarðvík en ári síðar var hann seldur norður á Þórshöfn á Langanesi.

Kaupandinn var Árni Helgason sem lét bátinn halda nafni sínu en hann varð ÞH 231. Haustið 1979 kaupir Jón Matthíasson á Þórshöfn bátinn og nefnir Snæberg ÞH 231.

Upphaflega var í bátnum 305 hestafla Dormann aðalvél en 180 var sett í hann 340 hestafla GM. Í lok árs var báturinn kominn til Bíldudals þar sem hann hélt nafni sínu og varð BA 35. Eigendur Erla Sigurmundsdóttir, Guðmundur R. Einarsson og Jón Kristinsson

Í byrjun árs 1985 kaupa Vigfús Markússon og Hraðfrystihús Eyrarbakka hf. bátinn og nefna Sigþór ÁR 107. Heimild: Íslensk skip.

Síðar sama ár var nafninu breytt í Stakkavík ÁR 107, eigandi Suðurvör í Þorlákshöfn.

Báturinn var seldur til Þorlákshafnar vorið 1986 en meira um bátinn síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ívar NK 124

1930. Ívar NK 124 ex Ívar SH 287. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Ívar NK 124 var smíðaður í Skipasmiðjunni Herði hf. í Njarðvík árið 1988 og fór á flot á laugardegi fyrir páska. hét upphaflega Jón Pétur ST 21.

Báturinn, sem var 10 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Ástvald Pétursson í Hafnarfirði og fékk nafnið Jón Pétur ST 21. Heimahöfn Hólmavík.

Um haustið sama ár, þ.e.a.s 1988, var báturinn seldur Súlum s/f í Ólafsvík og fékk hann nafnið Ívar SH 287.

Báturinn var lengdur árið 1991 og mældist eftir það tæplega 12 brl. að stærð en um það leyti var hann kominn til Neskaupsstaðar. Eigandi Máni ehf. og báturinn hét Ívar NK 124.

Hér látum við staðar numið í sögu bátsins sem gerð verður betri skil síðar en hann átti eftir að vera gerður út frá Snæfellsnesi í annað sinn en endaði á Suðurnesjunum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution