27. Klettsvík VE 127 ex Árni á Bakka ÞH 380. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Klettsvík VE 127, sem áður hét Árni á Bakka ÞH 380, var einn tappatogaranna 12 og hét upphaflega Björgvin EA 311. Í Morgunblaðinu 20 desember 1989 segir svo frá: EYJAFLOTINN stækkar enn. Fyrir skömmu bættist Klettsvík VE í Eyjaflotann er hún kom til … Halda áfram að lesa Klettsvík VE 127
Month: september 2020
Ísey enn og aftur
1458. Ísey EA 40 ex Ísey ÁR 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Enn og aftur er það Ísey EA 40 sem liggur fyrir linsunni eða réttara sagt linsunum því þær myndir sem nú birtast voru teknar á tvær myndavélar. Og þar af leiðandi tvær linsur en fyrir þá sem vilja fræðast um bátinn er hægt … Halda áfram að lesa Ísey enn og aftur
Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun
IMO 9255048. Dønnalaks ex Steigen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Brunnbáturinn Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun þeirra erinda að ná í laxaseiði frá fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi. Dønnalaks, sem áður hét Steigen, er með heimahöfn í Bodø í Norður Noregi en hefur þjónað fiskeldi á Austfjörðum upp á síðkastið. Dønnalaks var smíðað árið 2002 í … Halda áfram að lesa Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun
Sveinbjörn Jakobsson á Ísafirði
260. Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Heiðar Kristinsson 2006. Rakst á þessa mynd á Gömul íslensk skip og fékk leyfi ljósmyndarans, Heiðars Kristinssonar, til að birta hana hér. Þarna er Sveinbjörn Jakobsson SH 10 að láta úr höfn á Ísafirði áleiðis til Húsavíkur en þangað hafi báturinn verið seldur. Í brúnni er Einar Ófeigur Magnússon … Halda áfram að lesa Sveinbjörn Jakobsson á Ísafirði
Gulltoppur ÁR 321
1269. Gulltoppur ÁR 321 ex Stakkavík ÁR 107. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987. Gulltoppur ÁR 321 kemur hér til hafnar í Ólafsvík vorið 1987 en Sveinn S. Steinarsson í Þorláksshöfn keypti bátinn, sem þá hét Stakkavík ÁR 107, vorið 1986. Báturinn hét upphaflega Borgþór GK 100 eins og áður hefur komið fram á síðunni og var … Halda áfram að lesa Gulltoppur ÁR 321
Ramoen á toginu
IMO 9761102. Ramoen M-1-VD. Ljósmynd Björn Valur Gíslason 2020. Á þessari mynd Björns Vals Gíslasonar skipstjóra má sjá norska frystitogarann Ramoen M-1-VD á toginu. Ramoen er í eigu Ramoen A/S og er heimahöfn hans Álasund. Togarinn, sem var afhentur árið 2016, var smíðaður í Astillero Armon skipasmíðastöðinni í Gijon á Norður-Spáni. Ramoen er 75,1 metrar … Halda áfram að lesa Ramoen á toginu
Askur GK 65
1811. Askur GK 65 ex Ýmir BA 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008. Hér koma nokkrar myndir sem sýna dragnótabátinn Ask GK 65 koma til hafnar í Grindavík í lok aprílmánaðar árið 2008. Upphaflega hét báturinn Mýrarfell HF 150, var 10 brl. að stærð. Hann var smíðaður í Bátalóni árið 1987 fyrir Hvammsfell hf. í Hafnarfirði. … Halda áfram að lesa Askur GK 65
Maró SK 33
2833. Maró SK 33. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Maró SK 33 var smíðaður hjá Seiglu ehf. á Akureyri árið 2012 fyrir Maró slf. á Sauðárkróki. Maró, sem gerður hefur verið út til handfæraveiða, er 10 metra langur og þrír metrar á breidd. Hann mælist 9,1 brúttótonn að stærð. Með því að smella á myndina er … Halda áfram að lesa Maró SK 33
Stakkavík ÁR 107
1269. Stakkavík ÁR 107 ex Sigþór ÁR 107. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Stakkavík ÁR 107 sem hér sést á siglingu til hafnar í Þorlákshöfn hét upphaflega Borgþór GK 100 og var smíðaður í Bátalóni árið 1972. Borgþór GK 100, sem var 45 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Jóhann Þórlindsson í Ytri Njarðvík en ári síðar … Halda áfram að lesa Stakkavík ÁR 107
Ívar NK 124
1930. Ívar NK 124 ex Ívar SH 287. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Ívar NK 124 var smíðaður í Skipasmiðjunni Herði hf. í Njarðvík árið 1988 og fór á flot á laugardegi fyrir páska. hét upphaflega Jón Pétur ST 21. Báturinn, sem var 10 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Ástvald Pétursson í Hafnarfirði og fékk nafnið … Halda áfram að lesa Ívar NK 124