Klettsvík VE 127

27. Klettsvík VE 127 ex Árni á Bakka ÞH 380. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Klettsvík VE 127, sem áður hét Árni á Bakka ÞH 380, var einn tappatogaranna 12 og hét upphaflega Björgvin EA 311. Í Morgunblaðinu 20 desember 1989 segir svo frá: EYJAFLOTINN stækkar enn. Fyrir skömmu bættist Klettsvík VE í Eyjaflotann er hún kom til … Halda áfram að lesa Klettsvík VE 127

Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9255048. Dønnalaks ex Steigen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Brunnbáturinn Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun þeirra erinda að ná í laxaseiði frá fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi. Dønnalaks, sem áður hét Steigen, er með heimahöfn í Bodø í Norður Noregi en hefur þjónað fiskeldi á Austfjörðum upp á síðkastið. Dønnalaks var smíðað árið 2002 í … Halda áfram að lesa Dønnalaks kom til Húsavíkur í morgun

Sveinbjörn Jakobsson á Ísafirði

260. Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Heiðar Kristinsson 2006. Rakst á þessa mynd á Gömul íslensk skip og fékk leyfi ljósmyndarans, Heiðars Kristinssonar, til að birta hana hér. Þarna er Sveinbjörn Jakobsson SH 10 að láta úr höfn á Ísafirði áleiðis til Húsavíkur en þangað hafi báturinn verið seldur. Í brúnni er Einar Ófeigur Magnússon … Halda áfram að lesa Sveinbjörn Jakobsson á Ísafirði

Gulltoppur ÁR 321

1269. Gulltoppur ÁR 321 ex Stakkavík ÁR 107. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987. Gulltoppur ÁR 321 kemur hér til hafnar í Ólafsvík vorið 1987 en Sveinn S. Steinarsson í Þorláksshöfn keypti bátinn, sem þá hét Stakkavík ÁR 107, vorið 1986. Báturinn hét upphaflega Borgþór GK 100 eins og áður hefur komið fram á síðunni og var … Halda áfram að lesa Gulltoppur ÁR 321

Ramoen á toginu

IMO 9761102. Ramoen M-1-VD. Ljósmynd Björn Valur Gíslason 2020. Á þessari mynd Björns Vals Gíslasonar skipstjóra má sjá norska frystitogarann Ramoen M-1-VD á toginu. Ramoen er í eigu Ramoen A/S og er heimahöfn hans Álasund. Togarinn, sem var afhentur árið 2016, var smíðaður í Astillero Armon skipasmíðastöðinni í Gijon á Norður-Spáni. Ramoen er 75,1 metrar … Halda áfram að lesa Ramoen á toginu

Stakkavík ÁR 107

1269. Stakkavík ÁR 107 ex Sigþór ÁR 107. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Stakkavík ÁR 107 sem hér sést á siglingu til hafnar í Þorlákshöfn hét upphaflega Borgþór GK 100 og var smíðaður í Bátalóni árið 1972. Borgþór GK 100, sem var 45 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Jóhann Þórlindsson í Ytri Njarðvík en ári síðar … Halda áfram að lesa Stakkavík ÁR 107