Bátar við bryggju í Ólafsvík. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Hér gefur að líta þrjá vertíðarbáta við bryggju í Ólafsvík, sennilega á vetravertíð 1983 en myndin hefur birst áður á síðunni. Allir tengdust þeir fiskverkuninni Hróa í Ólafsvík þegar myndin var tekin, Geiri Péturs ÞH 344 og Sigþór ÞH 100 lögðu upp hjá Hróa eins og fleiri … Halda áfram að lesa Við bryggju í Ólafsvík
Month: febrúar 2022
Ocean Tiger á rækjuveiðum í ísnum við A-Grænland
IMO 9136383. Ocean Tiger R 38. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2022. Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á rækjutogaranum Reval Viking tók þessa mynd fyrir skömmu af Ocean Tiger R 38 þar sem þeir voru að veiðum í ísnum við Austur-Grænland. Ocean Tiger er í eigu Ocean Prawn A/S og var smíðaður árið 1997 í Noregi. Togarinn er með … Halda áfram að lesa Ocean Tiger á rækjuveiðum í ísnum við A-Grænland
Bjarni Ólafsson AK 70
2909. Bjarni Ólafsson AK 70 ex Fiskeskjer. Ljósmynd Þór Jónsson 2022. Loðnuskipið Bjarni Ólafsson AK 70 kemur hér að landi í Neskaupstað í gær en myndina tók Þór Jónsson á Djúpavogi. Skipið var keypt til landsins frá Noregi árið 2015 en það var smíðað árið 1999 og hét áður Fiskeskjer. Eigandi skipsins er Síldarvinnslan hf. … Halda áfram að lesa Bjarni Ólafsson AK 70
Sólbergið við Kleifarnar
2917. Sólberg ÓF 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017. Þær voru margar myndirnar sem ég tók þegar Sólberg ÓF 1 kom nýtt til landsins í maí mánuði árið 2017. Bæði á Ólafsfirði, þar sem þessi mynd var tekin og sýnir togarann með Kleifarnar í baksýn, og eins þegar hann kom til hafnar á Siglufirði. Kannski það … Halda áfram að lesa Sólbergið við Kleifarnar
Þórsnes við bryggju á Húsavík
2936. Þórsnes SH 109 ex Veidar 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017. Línu- og netaskipið Þórsnes SH 109 liggur hér við bryggju á Húsavík í lok júlímánaðar árið 2017. Þórsnes hafði komið til heimahafnar í Stykkishólmi í júní sama ár en það var keypt notað frá Noregi. Eigandi Þórsnes ehf. í Stykkishólmi. Þórsnesið er 880 brúttótonna línu- … Halda áfram að lesa Þórsnes við bryggju á Húsavík
Loireborg á Húsavík
IMO 9399404. Loireborg við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Loireborg kom til Húsavíkur í nótt með hráefnisfarm til kísilvers PCC á Bakka. Skipið er 4,695 GT að stærð og var smíðað árið 2008. Lengd þess er 123 metrar og breiddin 14 metrar. Skipið siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl. Með því að … Halda áfram að lesa Loireborg á Húsavík
Háey II ÞH 275
2757. Háey II ÞH 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Línubáturinn Háey II ÞH 275 kemur hér að landi á Húsavík þann 31. maí árið 2012. Aðalsteinn Júlíusson var skipstjóri á Háey II þegar þetta var og voru kallarnir að fiska. Aflinn um 13 tonn sem fengust við Kolbeinsey. Háey II er af gerðinni Víkingur 1200, … Halda áfram að lesa Háey II ÞH 275
Valdimar leggur í´ann
2354. Valdimar GK 195 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Línuskipið Valdimar GK 195 leggur hér upp í róður frá Grindavík í gær. Veður var gott en þegar að norðanáttin lendir á móti krappri sunnan bárunni getur hann orðið ansi úfinn eins og sjá má á þessum flottu myndum sem Jón Steinar tók. … Halda áfram að lesa Valdimar leggur í´ann
Grímsnes kemur að landi í gær
89. Grímsnes GK 555 ex Grímsnes BA 555. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022. Grímsnes GK 555 kemur hér að landi í Grindavík í gær en báturinn er gerður út af Maron ehf. til netaveiða. Það var fínasta veður en þegar að norðanáttin lendir á móti krappri sunnan bárunni getur hann orðið ansi úfinn eins og sjá … Halda áfram að lesa Grímsnes kemur að landi í gær
Sighvatur í kröppum dansi
1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK 257. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Línuskipið Sighvatur GK 57 lét úr höfn í Grindavík í dag í blíðuveðri, norðan 6 metrum. En þegar að norðanáttin lendir á móti krappri sunnan bárunni getur hann orðið ansi úfinn eins og sjá má á þessum flottu myndum sem Jón Steinar tók. 1416. … Halda áfram að lesa Sighvatur í kröppum dansi