Geir ÞH 150 á netaralli

2408. Geir ÞH 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Geir ÞH 150 frá Þórshöfn kom til Húsavíkur í kvöld en hann er á netaralli fyrir Hafró.

Geir ÞH 150 var smíðaður hjá Ósey  í Hafnarfirði árið 2000 og mælist 115,7 brl. að stærð. Báturinn hefur reynst mjög vel og fiskað mikið en eigandi hans er Geir ehf. á Þórshöfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björn Hólmsteinsson ÞH 164

2641. Björn Hólmsteinsson ÞH 164 ex Sæborg SU 48. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Björn Hólmsteinsson ÞH 164 sést hér á þessum myndum koma til hafnar á Raufarhöfn í dag en hann er á grásleppunetum þessa dagana.

Það er Hólmsteinn Helgason ehf. sem gerir bátinn út en fyrirtækið keypti bátinn til Raufarhafnar í ársbyrjun 2014 en hann hét áður Sæborg SU 48.

Upphaflega hét báturinn, sem er ásamt Fönix BA 123 erstærsti Sómabáturinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi, Anna GK 540 og var með heimahöfn í Grindavík. Árið 2010 fékk báturinn nafnið Sæborg GK 43 og í desembermánuði 2011 Sæborg SU 48.

Björn Hólmsteinsson ÞH 164 er 14,9 brúttótonn að stærð en lengd hans er 11,73 metrar og breiddin 3,53 metrar. Hann er af gerðinni Sómi 1200.

Annars er það af grásleppuveiðinni að frétta að bátar sem róa frá Raufarhöfn hafa verið að mokfiska.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution