Græðir BA 29

2151. Græðir BA 29 ex Kristín Hálfdánar ÍS 492. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Græðir BA 29 sem hér kemur að landi á Patreksfirði fyrir skömmu er gerður út til strandveiða og heimahöfnin Patreksfjörður. Báturinn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Mótun árið 1991 og hét upphaflega Örn ST 76 með heimahöfn á Hólmavík. Árið 1995 var báturinn … Halda áfram að lesa Græðir BA 29

Norma Mary H110

IMO 8704808. Norma Mary H110 ex Fríðborg FD 242. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Norma Mary, skip Onw­ard Fis­hing Comp­any dótt­ur­fé­lags Sam­herja í Bretlandi, kom til löndunar á Akureyri í gærkveldi. Norma Mary var smíðuð 1989 og hefur áður borið nöfnin Ocean Castle, Napoleon og Fríðborg áður en hún fékk núverandi nafn árið 2010. Norma Mary var lengd 2011 … Halda áfram að lesa Norma Mary H110

Wilson Thames við Bökugarðinn

IMO 9177894. Wilson Thames. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Flutningaskipið Wilson Thames kom til Húsavíkur í gærkveldi og lagðist að Bökugarðinum þar sem verið er að skipa farminum upp. Wilson Thames, sem kom hingað frá Sandnes í Noregi, er 90 metra langt, 12 metra breitt og mælist 1,846 brúttótonn að stærð. Skipið var smíðað árið 200 … Halda áfram að lesa Wilson Thames við Bökugarðinn

Byr NS 192

992. Byr NS 192 ex Fiskines GK 264. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Byr NS 192 hét upphaflega Benedikt Sæmundsson GK 28 og var smíðaður í Bátalóni hf. í Hafnarfirði árið 1965.  Í Alþýðublaðinu birtist eftirfarandi frétt þann 27. október 1965: Í gær var hleypt af stokkunum nýjum báti hjá skipasmíðastöðinni Bátalón í Hafnarfirði. Báturinn, sem hlaut nafnið … Halda áfram að lesa Byr NS 192

Ferskur og Skarpur

6629. Ferskur BA 103 ex Stormur BA 198. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Sómabátarnir Ferskur BA 103 og Skarpur BA 373 róa til strandveiða frá Tálknafirði sem er þeirra heimahöfn og voru myndirnar teknar fyrr í mánuðinum. Ferskur BA 103 var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1985 og hét upphaflega Inga HF 200 en hefur borið … Halda áfram að lesa Ferskur og Skarpur