Bárður SH 81 kom til landsins í morgun

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2019.

Hinn nýi Bárður SH 81 kom til landsins í morgun en hann lagðist að bryggju í Hafnarfirði á tíunda tímanum. Guðmundur St. Valdimarsson tók á móti honum með myndavélinni og sendi þessar myndir til síðunnar.

Bárður SH 81 var smíðaður í Bredgaard bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og er smíðanúmer 135 hjá stöðinni. Báturinn hafði viðdvöl í Þórshöfn í Færeyjum á heimleiðinni.

Báturinn er smíðaður fyrir Pétur Pétursson skipstjóra og útgerðarmann á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann mun leysa af hólmi Víkingbát með sama nafni sem er 30 bt. að stærð.

Bárður SH 81 er 26,90 metra langur og 7 metra breiður og þar með stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð. Báturinner útbúinn til netaveiða, en auk þess er hann með búnað til dragnótaveiða. Hann mun geta borið 55 tonna afla í körum.

Í Hafnarfirði mun m.a verða sett í bátinn netaspil og krapakerfi en búist er við að Bárður SH 81 komi til heimahafnar í Ólafsvík um miðjan desember.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Pétur Jónsson TH 50

723. Pétur Jónsson TH 50. Ljósmynd Gunnar Jónsson.

Pétur Jónsson TH 50 var smíðaður úr eik fyrir Útgerðarfélagið Barðann h/f á Húsavík í Danmörku árið 1955.

Hann var 53 brl. að stærð og upphaflega með 296 hestafla Buda díeselvél.

Báturinn var seldur í nóvember 1969 Hraðfrystihúsi Stokkseyrar h/f á Stokkseyri og fékk hann nafnið Vigfús Þórðarson ÁR 34. Nokkru áður hafði verið sett í hann 330 hestafla GM díeselvél.

Bátinn rak á land á Stokkseyri í desember árið 1977 og eyðilagðist. Tekinn af skipaskrá 1. apríl 1981. Heimild: Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Ný Steinunn SF 10 kom til heimahafnar í gær

2966. Steinunn SF 10. Ljósmynd Siddi Árna 2019.

Steinunn SF 10, nýr togbátur í skipastól Skinneyjar-Þinganess, kom í gær til heimahafnar á Höfn í Hornafirði.

Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Norgegi, eitt sjö systurskipa en sex þeirra eru komin til landsins. Einungis Þinganes SF 25 er ókomið en það er einnig í eigu Skinneyjar-Þinganess hf. á Hornafirði. Áætlað er að Þinganesið komi til Hornafjarðar 21 desember nk.

 Þessi nýju skip eru 28,95 metrar að lengd og 12 metra breið og mælast 611 BT að stærð. Í skipunum eru tvær aðalvélar með tveimur skrúfum.

2966. Steinunn SF 10. Ljósmynd Siddi Árna 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Norðureyri ehf. kaupir Von GK 113

2733. Von GK 113. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2016.

Norðureyri ehf. á Suðureyri hefur fest kaup á línubátnum Von GK 113 af Útgerðarfélagi Sandgerðis ehf. og mun hann koma í stað Einars Guðnasonar ÍS 303 sem strandaði á dögunum.

bb.is greinir frá þessu og þar segir að báturinn sé 15 tonna krókaaflamarksbátur smíðaður árið 2008 og er búinn beitningavél.

Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Íslandssögu, einn eiganda Norðureyrar ehf sagði í samtali við Bæjarins besta að báturinn kæmi vestur næstu daga. Með kaupunum er verið að leysa tímabundið úr þeim vanda sem skapaðist við strand á báti fyrirtækisins við Gölt á dögunum. Síðar verður tekin endanleg ákvörðun um skipakost félagsins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Hákon kom til Vestmannaeyja í dag

2407. Hákon EA 148. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Uppsjávarveiðiskipið Hákon EA 148 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í dag og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir af skipinu.

Hákon EA 148 var smíðaður fyrir Gjögur hf. í Asmarskipasmíðastöðina í Talcahuano í Chile og kom til landsins 10. ágúst 2001.

Hákon EA 148 er 65,95 metrar að lengd, breidd hans er 14,40 metrar og hann mælist 3003 BT að stærð.

Heimahöfn hans er Grenivík og færi nú betur að sjá ÞH á honum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Loireborg kom til Húsavíkur í dag

IMO 9399404. Loireborg við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hollenska flutningaskipið Loireborg kom til Húsavíkur um miðjan dag í dag og lagðist að Bökugarðinum.

Skipið, sem kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka, siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl.

Loireborg var smíðað árið 2008 og er 4.695 GT að stærð. Lengd þess er 123 metrar og breiddin 14 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Bátar í Hafnarfjarðarhöfn

Bátar í Hafnarfjarðarhöfn. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessa fallegu vetrarmynd við Hafnarfjarðarhöfn um síðustu helgi.

Hún sýnir báta við bryggju og þar fer fyrir miðri mynd Þorsteinn ÞH 115 frá Raufarhöfn. Fyrir innan hann er Jökull SK 16 og utan á honum er Gullfari HF 290. Aftan við Jökul er Drífa GK 100 og utan á henni Vilborg ST 100.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Cleopatra 50B til Noregs

Einar N-31-Ø. Ljósmynd Trefjar 2019.

Ólafur F. Einarsson útgerðarmaður á Myre í Noregi fékk á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50B beitningavélarbáta frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Ólafur var lengi í útgerð hér á landi ásamt föður sínum og föðurbróður, en fluttist til Noregs fyrir nokkrum árum.

Nýi báturinn heitir Einar og er 15 metrar á lengd og mælist 32 brúttótonn.  Ólafur er einnig með í rekstri tvo aðra Cleopatra báta. Ólafur verður sjálfur skipstjóri á nýja bátnum.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 800hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír. Rafstöð er af gerðinni Scam/FPT/Linz 50kW (60kVA) frá Ásafli. Glussarafall Scam 16kw (20kVA) frá Ásafli.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni frá Larsen Elecom AS.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða og eru beitningavél, rekkakerfi og línuspil frá Mustad í Noregi. Búnaður á dekki er frá Lavango og Stálorku. Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf. Löndunarkrani á er af gerðinni TMP500L frá Ásafli ehf.

Báturinn útbúinn andveltigýrobúnaði af gerðinni ARG375 frá Ásafli ehf. Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir allt að 76 stk. 460 lítra kör í lest.  Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla fyrir sex manns.  Stór borðsalur.  Salerni/sturta.  Þvottavel og þurrkari.  Svefnpláss er fyrir sex í lúkar í fjórum aðskyldum klefum.

Fullbúið eldhús er um borð með öllum nauðsynlegum búnaði.  S.s. eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Bátnum var siglt yfir hafið til Noregs frá Hafnarfirði núna á dögunum og hefur þegar hafið veiðar í Noregi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nanoq GR 1-1

IMO 9127837. Nanoq GR 1-1 ex Rubin. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2016.

Grænlenska línuskipið Nanoq GR 1-1 lætur hér úr höfn í Reykjavík vorið 2016.

Nanoq GR 1-1 var smíðað í Noregi árið 1996 og er 962 GT að stærð. Lengd þess er 44 metrar og breiddin 10 metrar. Heimahöfnin er Naortalik.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Káraborg HU 77

694. Káraborg HU 77 ex Geiri í Hlíð GK 237. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Káraborg HU 77 kemur hér að landi á Húsavík um 1990 en báturinn var á dragnótaveiðum á Skjálfanda.

Eitt sinn var þessi bátur í Húsvíska flotanum og hét þá Kristján Stefán ÞH 119 og gerður út af Baldri Karlssyni.

Báturinn hét upphaflega Níels Jónsson EA 106 og var smíðaður úr eik og furu í Skipasmíðastöð KEA árið 1957. Hann var 14 brl. að stærð og upphaflega í honum 108 hestafla MWM vél.

218 hestafla Caterpillar mun hafa leyst MWM vélina af hólmi árið 1979.

Báturinn var seldur til Ísafjarðar í nóvember árið 1974 þar sem hann fékk nafnið Arnarnes ÍS 133.

Samkvæmt miða frá velunnara síðunnar var nafnasaga hans svona eftir þetta:

Arnarnes HF 43. Útg: Ólafur Davíðsson. Garðahreppi. (1975 – 1977).

Arnarnes EA 206. Útg: Guðmundur V. Stefánsson. Dalvík. (1977 – 1979).
Kristján Stefán ÞH 119. Útg: Baldur Karlsson. Húsavík. (1979 – 1980).
Hari HF 69. Útg: Hari h.f. Bessastaðahreppi. (1980 – 1981).

Káraborg HU 77. Útg: Baldur Arason o.fl. Hvammstanga. (1983 – 1986).
Magnús SH 237. Útg: Baldur Arason. Ólafsvík. (1986).
Káraborg HU 77. Útg: Baldur Arason. Hvammstanga. (1986 – 1987).

Gígjasteinn SH 237. Útg: Baldur Arason. Rifi. (1987).
Gunnar Sveinn GK 237. Útg: Vignir Sigursveinssson o.fl. Sandgerði. (1987 – 1988).
Geiri í Hlíð GK 237. Útg: Guðmundur Ó. Sigurgeirsson o.fl. Grindavík. (1988 – 1989).

Káraborg HU 77. Útg: Baldur Arason. Hvammstanga. (1989 – 1991).
Káraborg HU 77. Útg: Ástvaldur Pétursson. Hvammstanga. (1991 – 1992).

Káraborg HU 77 var hans síðasta nafn því það bar báturinn þegar hann sökk um 50 sjm. sv. af Reykjanesi 28. júní 1992. Mannbjörg varð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution