Bárður SH 81 kom til landsins í morgun

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2019. Hinn nýi Bárður SH 81 kom til landsins í morgun en hann lagðist að bryggju í Hafnarfirði á tíunda tímanum. Guðmundur St. Valdimarsson tók á móti honum með myndavélinni og sendi þessar myndir til síðunnar. Bárður SH 81 var smíðaður í Bredgaard bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og … Halda áfram að lesa Bárður SH 81 kom til landsins í morgun

Pétur Jónsson TH 50

723. Pétur Jónsson TH 50. Ljósmynd Gunnar Jónsson. Pétur Jónsson TH 50 var smíðaður úr eik fyrir Útgerðarfélagið Barðann h/f á Húsavík í Danmörku árið 1955. Hann var 53 brl. að stærð og upphaflega með 296 hestafla Buda díeselvél. Báturinn var seldur í nóvember 1969 Hraðfrystihúsi Stokkseyrar h/f á Stokkseyri og fékk hann nafnið Vigfús … Halda áfram að lesa Pétur Jónsson TH 50

Ný Steinunn SF 10 kom til heimahafnar í gær

2966. Steinunn SF 10. Ljósmynd Siddi Árna 2019. Steinunn SF 10, nýr togbátur í skipastól Skinneyjar-Þinganess, kom í gær til heimahafnar á Höfn í Hornafirði. Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Norgegi, eitt sjö systurskipa en sex þeirra eru komin til landsins. Einungis Þinganes SF 25 er ókomið en það er einnig … Halda áfram að lesa Ný Steinunn SF 10 kom til heimahafnar í gær

Norðureyri ehf. kaupir Von GK 113

2733. Von GK 113. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2016. Norðureyri ehf. á Suðureyri hefur fest kaup á línubátnum Von GK 113 af Útgerðarfélagi Sandgerðis ehf. og mun hann koma í stað Einars Guðnasonar ÍS 303 sem strandaði á dögunum. bb.is greinir frá þessu og þar segir að báturinn sé 15 tonna krókaaflamarksbátur smíðaður árið 2008 og … Halda áfram að lesa Norðureyri ehf. kaupir Von GK 113

Hákon kom til Vestmannaeyja í dag

2407. Hákon EA 148. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Uppsjávarveiðiskipið Hákon EA 148 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í dag og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir af skipinu. Hákon EA 148 var smíðaður fyrir Gjögur hf. í Asmarskipasmíðastöðina í Talcahuano í Chile og kom til landsins 10. ágúst 2001. Hákon EA 148 er 65,95 metrar að … Halda áfram að lesa Hákon kom til Vestmannaeyja í dag

Loireborg kom til Húsavíkur í dag

IMO 9399404. Loireborg við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Hollenska flutningaskipið Loireborg kom til Húsavíkur um miðjan dag í dag og lagðist að Bökugarðinum. Skipið, sem kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka, siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl. Loireborg var smíðað árið 2008 og er 4.695 GT að stærð. Lengd þess er … Halda áfram að lesa Loireborg kom til Húsavíkur í dag

Bátar í Hafnarfjarðarhöfn

Bátar í Hafnarfjarðarhöfn. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Jón Steinar tók þessa fallegu vetrarmynd við Hafnarfjarðarhöfn um síðustu helgi. Hún sýnir báta við bryggju og þar fer fyrir miðri mynd Þorsteinn ÞH 115 frá Raufarhöfn. Fyrir innan hann er Jökull SK 16 og utan á honum er Gullfari HF 290. Aftan við Jökul er Drífa GK … Halda áfram að lesa Bátar í Hafnarfjarðarhöfn

Ný Cleopatra 50B til Noregs

Einar N-31-Ø. Ljósmynd Trefjar 2019. Ólafur F. Einarsson útgerðarmaður á Myre í Noregi fékk á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50B beitningavélarbáta frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Ólafur var lengi í útgerð hér á landi ásamt föður sínum og föðurbróður, en fluttist til Noregs fyrir nokkrum árum. Nýi báturinn heitir Einar og er 15 metrar … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 50B til Noregs