Valþór GK 123

1081. Valþór GK 123 ex Valþór NS 123. Ljósmynd Óskar Franz 2020.

Valþór Gk 123 hét upphaflega Fagranes ÞH 123 og var smíðað árið 1969 fyrir Árna Helgason á Þórshöfn. Óskar Franz tók þessa mynd á dögunum þegar Valþór kom til hafnar í Þorlákshöfn.

Það var Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. á Seyðisfirði sem smíðaði bátinn sem var 51 brl. að stærð, búinn 315 hestafla Scania Vabis aðalvél.

Báturinn var á Þórshöfn til ársins 1982 að hann var seldur til Vopnafjarðar þar sem Fagranesið fékk nafnið Fiskanes NS 37.

Báturinn hefur verið lengdur og og settur á hann hvalbakur, hann mælist nú 61 brl. að stærð. Einnig var skipt um brú á því um árið en það var gert í Slippstöðinni á Akureyri. Þá kom ný 310 hestafla Scania í bátinn á níunda áratugnum.

Í dag heitir báturinn s.s Valþór GK 123, eigandi samnefnt fyrirtæki og heimahöfn Vogar.

Á árunum 1999-2007 hét hann Harpa HU 4, Óskar HU 44 og Harpa II HU 44 en árið 2009 fékk hann nafnið Valþór NS 123. Frá árinu 2014 hefur hann verið GK 123.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s