Ópal á legunni

2851. Ópal á legunni í Húsavíkurhöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessi mynd sem var tekin undir kvöld í dag sýnir skonnortuna Ópal þar sem hún liggur á legunni í Húsavíkurhöfn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hringur GK 18

1434. Hringur GK 18 ex Ásdís ST 37. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hringur GK 18 kemur hér að landi í Hafnarfirði á vetrarvertíð um árið. Smíðaður á smíðaður á Seyðisfirði 1975 en hefur stækkað nokkuð síðan þá.

Báturinn heitir Þorleifur EA 88 í dag en lesa má um sögu hans hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sylvía leggur í ´ann

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hvalaskoðunarbáturinn Sylvía leggur hér upp í hvalakoðunarferð á Skjálfanda síðdegis í dag.

Sylvía, sem er í eigu Gentle Giants, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gunnbjörg frá Raufarhöfn

2623. Gunnbjörg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn sést hér láta úr höfn á Húsavík í gærkveldi.

Gunnbjörg er staðsett á Húsavík um tíma vegna bilunar í bát Björgunarsveitarinnar Garðars.

Gunnbjörg var smíðuð í Englandi árið 1986 og er 40,73 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Örkin hans Gunna

1420. Örkin ex Keilir SI 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Örkin frá Siglufirði kom til Húsavíkur í kvöld en hún er á vesturleið. Báturinn er í eigu Gunnars Júlíussonar á Siglufirði og var smíðuð í Skipavík í Stykkishólmi 1975.

 Örkin var smíðuð í Skipavík í Stykkishólmi 1975 og hét upphaflega Kristbjörg ÞH 44. Hún var smíðuð fyrir útgerðarfélagið Korra h/f á Húsavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Júlía SI 62

2110. Júlía SI 62 ex Andvari 1 SI 30. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Júlía SI 62 hét upphaflega Róbert RE 140 og var smíðaður hjá Fossplasti á Selfossi árið 1990. Báturinn var skutlengdur árið 1999 og mælist tæplega 6 brl. að stærð.

Árið 1994 fékk báturinn nafnið Selvík KE 35 með heimahöfn í Keflavík.

Síðan árið 1996 hefur hann borið eftirfarandi nöfn: Múkki SU 69, Mónika GK 136, Monica GK 136, Dísa GK 136 og Andvari I SI30.

Frá árinu 2018 hefur báturinn heitið Júlía SI 62.

Eigandi er Reynir Karlsson og heimahöfnin Siglufjörður en þar voru meðfylgjandi myndir teknar fyrr í þessum mánuði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Katri GR 12-98

IMO:9905992. Katri GR 12-98. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Þessi nýi grænlenski bátur kom inn til Hafnarfjarðar síðdegis í gær en hann var afhentur á dögunum frá dönsku skipasmíðastöðinni Hvide Sande Shipyard, Steel & Service.

Eftir því sem ljósmyndarinn segir þá kom báturinn hér við á leið sinni til Grænlands þar sem að setja á í hann beitningavél frá Mustad og einnig veltitank.

Skrokkurinn var smíðaður í Tyrklandi en önnur smíði fór fram í Danmörku. Hann er 14 m. á lengd og 6 m. á breidd, sérstyrktur með tilliti til siglinga í ís og stefnið er nokkurskonar mini útgáfa af stefni á ísbrjót.

Heimahöfnin er Ilulissat á vesturströnd Grænlands sem er þriðja stærsta bæjarfélag Grænlands á eftir Nuuk og Sisimiut.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Njörður ÞH 444

7311. Njörður ÞH 444 ex Hanna Ellerts SH 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hanna Ellert SH 4 sem keypt var til Húsavíkur í sumar hefur fengið nýtt nafn og var báturinn merktur í morgun.

Báturinn heitir í dag Njörður ÞH 444 en eigandi hans er Eyrarvík ehf. sem keypti bátinn til Húsavíkur. Að því fyrirtæki standa Sigurjón Sigurbjörnsson og Sigurgeir Pétursson en þeir hyggjast m.a nota bátinn til Flateyjarferða en báðir eiga þeir ættir að rekja þangað.

Njörður er ekki ókunnugt nafn í flota Húsvíkinga. Það tengist báðum eigendum bátsins að nokkru og nafngiftingin því engin tilviljun.

Þannig var að 1. mars 1961 keypti Olgeir Sigurgeirsson í Skálabrekku á Húsavík Njörð ÞH 44 ásamt sonum sínum Sigurði og Hreiðari.

Seljendur voru Sigurbjörn Kristjánsson ofl. á Húsavík en Sigurbjörn var faðir Sigurjóns sem fyrr er nefndur og Olgeir afi Sigurgeirs Péturssonar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Höfrungur III seldur til Rússlands

1902. Höfrungur III AK 250 ex Polarborg II. Ljósmynd Þór Jónsson 2020.

Brim hefur selt skuttogarann Höfrung III AK 250 til Rússland og verður skipið afhent nýjum eiganda í næsta mánuði.

Höfrungur III AK 250 kom til landsins í febrúar 1992 en hann hét áður Polarborg II og var keyptur notaður frá Færeyjum. Kaupandi Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi.

Togarinn var smíðaður árið 1988 hjá Sterkoder Mek. Verksted A/S í Kristiansund, Noregi, og hafði smíðanúmer 114 hjá stöðinni.

Höfrungur III er 56 metra langur, 12.80 metra breiður og mælist 1.521 brúttótonn. Kaupandi er Andeg Fishing Collective í Murmansk.

Í staðinn hefur Brim fest kaup á uppsjávarskipinu Svaninum RE 45 sem hét áður Iivid af Arctic Prime Fisheries.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Snarti ÞH 106

1560. Snarti ÞH 106 ex Linda GK 144. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Snarti ÞH 106 frá Kópaskeri kom til Húsavíkur í dag og tók olíu áður en hann sigldi áfram í vesturátt.

Eigandi er Snarti slf. en báturinn var gerður út til strandveiða í sumar.

Báturinn, sem er rúmlega 6 brl. að stærð, var smíðaður árið 1979 í Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. á Skagaströnd. Hann hét Jökull RE 139 og hét því nafni til ársins 1983.

Síðan þá hefur hann borið tólf nöfn en alls eru skráningar 19. Þ.e.a.s báturinn hefur borið sum nöfnin undir fleiri en einni skráningu.

Það var síðla árs 2020 sem hann fékk Snartanafnið, einkennisstafina ÞH og númerið 106.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution