Halldór Sigurðsson ÍS 14

1440. Halldór Sigurðsson ÍS 14 ex Siggi Sveins ÍS 29. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Halldór Sigurðsson ÍS 14 hét upphaflega Sólfaxi SU 12 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1975. Hann var seldur til Akureyrar árið 1977 og hét þar Sólfaxi EA 75. Báturinn, sem er 27 brl. að stærð, fékk nafnið Halldór Sigurðsson ÍS 14 … Halda áfram að lesa Halldór Sigurðsson ÍS 14

Guðbjörg GK 517

1262. Guðbjörg GK 517 ex  Óskar ÍS 68. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Guðbjörg GK 517 kemur hér að landi í Reykjavík um árið en þar átti báturinn lengi heimahöfn sem Rúna RE 150. Báturinn hét upphaflega Sjöfn ÞH 142 og var smíðuð 1972 fyrir Sjöfn s/f á Grenivík af Bátasmiðjunni Vör h/f á Akureyri. Hér má lesa sögu … Halda áfram að lesa Guðbjörg GK 517

Maya

Maya TF-94-NK. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Maggi Jóns sendi þessar myndir af nýjum og glæsilega rauðum bát í Hafnarfjarðarhöfn. Maya TF-94-NK heitir hann og er með heimahöfn í Hammefest í Noregi. Maya er af gerðinni Cleopatra 36 og smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði. Maya TF-94-NK. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Maya TF-94-NK. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. … Halda áfram að lesa Maya

Ísleifur VE 63 á loðnumiðunum í dag

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Þorsteinn Eyfjörð Friðriksson 2023. Þorsteinn Eyfjörð skipverji á Hákoni EA 148 tók þessa mynd af Ísleifi VE 63 á loðnumiðunum í þessum skrifuðu orðum. Hákon, sem fékk 800 tonna kast í gær, þáði 2-300 tonn af mjög góðri loðnu úr nótinni hjá Ísleifi. 2388. Ísleifur VE … Halda áfram að lesa Ísleifur VE 63 á loðnumiðunum í dag

Portland VE 97

2101. Portland VE 97 ex Gulltoppur ÁR 321. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Portland VE 97 hét áður Gulltoppur ÁR 321 eins og kom fram hér á síðunni um helgina en ber nafnið Ölver í dag. Skipasmiðjan Hörður í Njarðvík smíðaði bátinn fyrir Sigurð Kristjónsson útgerðarmann á Hellisandi árið 1990 og fékk hann nafnið Magnús SH 205. … Halda áfram að lesa Portland VE 97

Guðmundur Ólafur ÓF 91

1020. Guðmundur Óafur ÓF 91 ex Krossanes SU 5. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson. Guðmundur Ólafur ÓF 91 á rækjumiðunum um árið en myndina tók Olgeir Sigurðsson þá skipstjóri á Geira Péturs ÞH 344. Upphaflega hét skipið Börkur NK 122 frá Neskaupstað, smíðaður í Noregi árið 1966.  Árið 1972 fékk hann nafnið Bjarni Ólafsson AK 70, lengt … Halda áfram að lesa Guðmundur Ólafur ÓF 91

Gulltoppur ÁR 321

2101. Gulltoppur ÁR 321 ex Magnús SH 206. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér kemur Gulltoppur ÁR 321 til hafnar í Þorlákshöfn rétt fyrir aldarmótin síðustu en upphaflega hét báturinn Magnús SH 205. Skipasmiðjan Hörður í Njarðvík smíðaði bátinn fyrir Sigurð Kristjónsson útgerðarmann á Hellisandi árið 1990. Upphaflega var Magnús 9,9 brl. að stærð en eftir að … Halda áfram að lesa Gulltoppur ÁR 321