Finndu fimm breytingar 2

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Það virðist sem einhverjum hafi fundist þessi leikur í gær skemmtilegur og því best að henda í annan leik sem felst í því að finna fimm breytingar á þessum tveim myndum.

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Koma má með lausnirnar í athugasemdarkerfinu hér að neðan. Eða á Fésbókarsíðu Skipamynda.com

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tindur fær nafnið Drangur

1686. Tindur ÁR 307 ex Tindur ÍS 307. Ljósmynd Þór Jónsson 2019.

Tindur ÁR 307, sem er í eigu Aurora Seafood ehf. hefur samkvæmt skipaskrá á vef Samgöngustofu fengið nafnið Drangur ÁR 307.

Tindur ÁR 307 var smíðaður í Njarðvík árið 1984 og hét upphaflega Haukur Böðvarsson ÍS 847.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Helgi SH 135 seldur Aurora Seafood

2017. Helgi SH 135 ex Þór Pétursson GK 504. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Togskipið Helgi SH 135 hefur verið seldur frá Grundarfirði og er kaupandinn Aurora Seafood ehf. sem nefndi bátinn Tind ÍS 235.

Helgi SH 135 hét upphaflega Þór Pétursson ÞH 50 og var í eigu Njarðar hf. í Sandgerði, smíðaður á Ísafirði 1989.

Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði keypti bátinn árið 2000 og gaf honum Helganafnið sem hann bar í 20 ár.

Guðmundur Runólfsson hf. festi kaup á togskipinu Bergey VE 544 af Bergi-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Bergey fékk nafnið Runólfur SH 135 og leysti hann Helga af hólmi.

Heimahöfn Tinds ÍS 235 er Flateyri en samkvæmt aflafréttir.is mun hann m.a verða gerður út til sæbjúgnaveiða.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.