Nótaviðgerð hjá Keflvíkingi

Gert við nótina hjá Keflvíkingi KE 100 í Grindavík. Ljósmynd Gunnar Hallgrímsson. Þessar myndir tók móðurbróðir minn Gunnar Hallgrímsson um árið þegar hann var skipverji á loðnubátnum Keflvíkingi KE 100. Þarna hafa kallarnir þurft að gera við loðnunótina eftir löndun en ég hygg að þetta sé á vormánuðum árið 1973. Amk. má sjá í Gjafar … Halda áfram að lesa Nótaviðgerð hjá Keflvíkingi

Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 með fullfermi

2436. Aþena ÞH 505 ex Sigurvon ÞH 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 kom úr róðri í dag og aflinn góður, s.s fullur bátur sem eru c.a sex til sex og hálft tonn. Aþena er eini báturinn frá Húsavík sem lagt hefur grásleppunetin enn sem komið er en leggja mátti netin 10. … Halda áfram að lesa Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 með fullfermi

Þinganes á Selvogsbanka

2970. Þinganes SF 25. Ljósmynd Þór Jónsson 2020. Þór Jónsson skipverji á Ljósafelli SU 70 tók þessar myndir í gær af Þinganesinu nýja á Selvogsbanka. Ljósafellið var nýlagt af stað til löndunar í Þorlákshöfn og Þinganesið kom þangað rétt á eftir þeim. 2970. Þinganes SF 25. Ljósmyndir Þór Jónsson 2020. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Þinganes á Selvogsbanka

Kristbjörg II ÞH 244

1009. Kristbjörg II ÞH 244 ex Þuríður Halldórsdóttir GK 94. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1992. Hér koma myndir sem ég tók af Kristbjörgu II ÞH 244 koma til hafnar á Húsavík eftir línuróður. Báturinn hét upphaflega Sóley ÍS 225 frá Flateyri og kom ný til heimahafnar í lok maímánaðar 1966. Smíðuð í Risør í Noregi. Sóley … Halda áfram að lesa Kristbjörg II ÞH 244