Smáey VE 444 seld til Grindavíkur

2444. Smáey VE 444 ex Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Þorbjörn hf. í Grindavík hefur gengið frá kaupum á Smáey VE 444 af útgerðarfélaginu Bergi-Huginn. 

Frá þessu er greint í Fiskifréttum en þar segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjörns að stefnt sé að því að Smáey verði gerð út frá Grindavík. Hugsanlega verði skipið við veiðar að sumarlagi fyrir norðan land. Ekki er búið að ákveða hvaða nafn skipið fær.

Lesa nánar í Fiskifréttum

Smáey VE 444 hét áður Vestmannaey VE 444 en fékk núverandi nafn í fyrra þegar ný Vestmannaey VE 54 kom í flota Bergs Hugins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Finndu fimm breytingar 1

2940. Hafborg EA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Jæja nú er um að gera að hafa gaman saman meðn veiran geisar um og henda í leik sem felst í því að finna fimm breytingar á þessum tveim myndum.

2940. Hafborg EA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Hér má sjá þessar fimm breytingar sem gerðar voru á myndinni. Ingólfur Þorleifsson á Suðureyri var fljótur að koma með þetta.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution