Geiri Péturs ÞH 344

1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982.

Geiri Péturs ÞH 344 á siglingu á Breiðafirði á vetrarvertíðinni 1982. Geiri Péturs var gerður út af Korra h/f á Húsavík en lagði upp hjá fiskverkunninni Hróa í Óafsvík á meðan verið var við veiðar á Breiðafirði.

Geiri Péturs ÞH 344 var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1971 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsona og hét upphaflega Sigurbergur GK 212.

Smíðinni var þó þannig háttað að Slippstöðin smíðaði skrokk og yfirbyggingu bátsins. Hann var síðan dreginn suður til Hafnarfjarðar þar sem smíði hans var lokið árið 1972 hjá skipasmíðastöðinni Dröfn h/f.

Sigurbergur var keyptur til Húsavíkur í ársbyrjun 1980 og fékk nafnið Geiri Péturs en lesa má nánar um hann hér

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Geiri Péturs ÞH 344

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s