Sveinbjörn Jakobsson SH 10

260. Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Þessi myndasyrpa sýnir þegar Sveinbjörn Jakobsson SH 10, reyndar skráður SH 104 þegar þarna var komið við sögu, kom til Húsavík eftir að Norðursigling keypti hann.

Þetta var 1. nóvember árið 2006 en báturinn lagði upp í siglinguna til Húsavíkur, frá Ólafsvík, laugardaginn 7. október en brælur töfðu för.

Lá hann m.a um tíma í höfn á Ísafirði og gott ef hann kom ekki líka við á Flateyri.

Sveinbjörn Jakobsson SH 10 var smíðaður árið 1964 fyrir Útgerðarfélagið Dverg hf. í Esbjerg í Danmörku og gerður út frá Ólafsvík alla tíð.

„Hann var alla tíð verið mikið happaskip- og aflaskip og verið vel við haldið af eigendum svo eftir hefur verið tekið“. Sagði m.a í bæjarblaðinu Jökli þegar fjallað var um bátinn og sölu hans.

Upphaflega var báturinn skráður 109 brl. að stærð og búinn 495 hestafla Lister aðalvél. Árið 1963 var hann endurmældur og mældist þá 103 brl. að stærð. Lengd hans er 28 metrar, breiddin 6,43 metrar. Árið 1983 var sett í hann 495 hestafla Mirrlees Blackstone aðalvél sem enn mallar þar um borð.

Báturinn fékk nafnið Garðar og eftir gagngerar endurbætur hann hóf siglingar með ferðamenn um Skjálfanda sumarið 2009.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Steinunn SH 167 með fullfermi

1134. Steinunn SH 167 ex Ingibjörg RE 10. Ljósmynd Alfons Finnsson 2020.

Það var ansi góður dagur hjá köllunum á Steinunni SH 167 enn þeir komu með fullfermi, eða rúm 84 tonn, að landi í Ólafsvík í gærkveldi.

Steinunn SH 167 er á dragnót sem fyrr og fékkst aflinn í fjórum hölum á Breiðafirði. Alfons Finnsson tók þessar myndir þegar Steinunn kom til hafnar.

Steinunn hét upphaflega Arnfirðingur II GK 412 og var smíðaður í Stálvík í Garðabæ 1970. Eigandi Arnfirðings II frá því í ársbyrjun 1971 var Arnarvík hf. í Grindavík . 

Þegar Arnfirðingur II,sem var 105 brl. að stærð, var að koma úr róðri þann 20. desember sama ár hlekktist honum á í innsiglingunni í Grindavík og rak á land.

Bátnum var síðar bjargað af strandstað og í ágúst 1972 kaupa Gunnar Richter í Reykjavík og Jóhann Níelsson í Garðabæ bátinn og nefna hann Ingibjörgu RE 10. 

Í byrjun febrúar 1973 er hann seldur Stakkholti hf. í Ólafsvík og þá fær hann nafnið Steinunn SH 167. Steinunn var lengd og yfirbyggð 1982 og mælist í dag 153 brl. að stærð.

Upphaflega var í bátnum 565 hestafla Caterpillar aðalvél en í dag er í honum 715 hestafla Caterpillar.

1990 seldi Stakkholt hf. báta sína. Núverandi eigendur Steinunnar stofnuðu þá útgerðarfélagið Steinunni ehf. og keyptu bátinn. 

Síðan þá er búið að gjörbreyta bátnum, m.a. setja á hann nýja brú, nýr skutur settur á hann auk perustefnis ofl. breytinga.

1134. Steinunn SH 167 ex Ingibjörg RE 10. Ljósmynd Alfons Finnsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution