Húsavíkurhöfn snemma á tíunda áratugnum

Húsavíkurhöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér koma nokkrar myndir sem ég vissi ekki að ég ætti til. Hef verið að skanna filmur og þessar dúkkuðu upp í svart-hvíta dótinu.

Þetta eru myndir sem ég tel að teknar hafi verið vorið 1992 og greinilega bræla úti fyrir. Nokkuð um aðkomubáta að sjá. Súlan EA 300 og ÖrnKE 13 lögðu þó upp á Húsavík á þessum tíma.

Myndirnar eru ekki allar teknar á sama tíma en á sumum þeirra má sjá auk heimabáta Bjarma HU 13, Jökul SK 33, Ingimund gamla HU 65, Sjöfn II NS 123, Þorleif EA 88 Ísborgu BA 477og Sigga Sveins ÍS 29.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ottó N kom með fullfermi að landi í dag

1578. Ottó N Þorláksson VE ex RE 203. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Ísfisktogarinn Ottó N Þorláksson VE 5 kom með fullfermi til heimahafnar í Vestmannaeyjum nú um miðjan daginn.

Hólmgeir Austfjörð var í frítúr og fór á Klaka sínum til móts við félagana og tók þessa myndasyrpu sem nú birtist.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skálafell ÁR 50

100. Skálafell ÁR 50 ex Haförn SK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Skálafell ÁR 50, sem hér sést koma til hafnar í Reykjavík, fór í brotjárn árið 2014 en það var smíðað árið 1959.

Smíðin fór fram í Noregi en báturinn var smíðaður fyrir Fáskrúðsfirðinga og fékk hann nafnið Hoffell SU 80.

Síðar hét hann Fagurey SH 237, Jórunn ÁR 237, Jón Jónsson SH 187, Haförn ÁR 115, Haförn SK 17 og að lokum Skálafell ÁR 50.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bjarki ÞH 271

5525. Bjarki ÞH 271 ex Sæfari ÞH 271. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér kemur Bjarki ÞH 271 að landi undir stjórna Helga Héðinssonar, sumarið 2000 er tíminn.

Bjarki ÞH 271 var smíðaður árið 1962 í bátastöðinni Bárunni í Hafnarfirði. 

Héðinn Maríusson faðir Helga lét smíða hann fyrir sig og nefndi Sæfara ÞH 271. Sæfari var fjögur tonn að stærð og búinn 25 hestafla Guldner vél. Í hann fór síðar Petter vél og önnur sömu gerðar leysti hana af hólmi. Að lokum var sett í hann 36 hestafla Bukh vél. 

Helgi eignast bátinn 1976 og fær hann þá nafnið Bjarki ÞH 271 þar sem aðrir aðila reyndust eiga einkaleyfi á Sæfaranafninu. 

Helgi réri Bjarka fram yfir aldamótin síðustu en gaf hann að lokum Sjóminjasafninu á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Polonus GDY 58 að rækjuveiðum í Smugunni

IMO 9048902. Polonus GDY 58 ex Baldvin, Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Frystitogarinn Polonus GDY 58 er hér að Rækjuveiðum í Smugunni fyrr í þessari viku en myndina tók Eiríkur Sigurðsson.

Polonus þekkjum við sem Samherjatogarann Baldvin Þorsteinsson EA 10 og síðar Baldvin NC frá Cuxhaven.

Skipið hvarf úr flota Samherja árið 2017 og á heimasíðu fyrirtækisins mátti m.a lesa eftirfarandi:

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til landsins sem fyrsta nýsmíði Samherja fyrir 25 árum, þann 20. nóvember 1992. Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi, 66 metra langt og 1.500 tonn að stærð. Fyrsti skipstjóri þess var Þorsteinn Vilhelmsson en aðrir skipstjórar  í þau 10 ár sem skipið var í eigu Samherja voru Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson og Hákon Þröstur Guðmundsson.

Baldvin Þorsteinsson EA var afar farsælt fiskiskip og áhöfn þess sló ýmis aflamet. Árið 1999 var Baldvin EA t.d. fyrst íslenskra fiskiskipa til að ná aflaverðmæti upp á einn milljarð íslenskra króna.

Árið 2001 var skipið selt til Deutsche Fischfang Union (DFFU), dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og var afhent í maí 2002. Skipið var nefnt Baldvin NC og hefur verið í rekstri hjá DFFU í rúm 15 ár. Skipstjórar Baldvins NC undanfarin ár voru þeir nafnar Sigurður Kristjánsson og Sigurður Hörður Kristjánsson.

Baldvin NC landaði afla öðru hverju hér á landi. Síðustu verkefni skipsins fyrir DFFU voru tveir góðir túrar á grálúðuveiðar við Austur-Grænland. Skipið hefur verið selt til Póllands og fær nafnið Polonus.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Óli á Stað á landleið í gær

2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar sendi drónann til móts við Óla á Stað GK 99 þegar hann kom að landi í Grindavík í gær.

Aflinn var fjórtán tonn en það er Stakkavík ehf. sem gerir bátinn út til línuveiða.

Óli á Stað GK 99 var smíðaður á Akureyri, í Seiglu, og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð.

2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution