1855 – Sagan í myndum

1855. Skálavík SH 208. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Bátur sá sem ber skipaskrárnúmerið 1855 hefur verið gerð skil hér á síðunni en nú er sagan sögð í myndum.

Örlítill texti þó en báturinn bar upphaflega nafnið Skálavík SH 208 en það reyndar í skamman tíma. Hann var smíðaður í Póllandi árið 1988 fyrir bræðurna Rúnar og Þorgrím Benjamínssyni í Ólafsvík.

Svo sagði frá komu hans til heimahafnar í Alþýðublaðinu laugardaginn 27. febrúar 1988:

Nýr 70 rúmlesta bátur bættist í flota Ólafsvíkinga um síðustu helgi. Nefnist báturinn Skálavík SH 208. Er báturinn í eigu bræðranna Rúnars og Þorgríms Benjamínssona. Skálavík er búin til neta, tog- og snurvoðarveiða. 

Skálavík er 22.5 metrar á lengd og 6 metrar á breidd, en báturinn er byggður hjá Wisla skipasmiðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Heildar kostnaður við smíði Skálavíkur, að meðtalinni heimsiglingu, er tæpar 32 milljónir króna. Þykir það einstaklega lítið ef tekið er mið af búnaði bátsins. 

Aðalvél bátsins er 624 ha. Caterpillar. Spilvindur eru af Rapp-gerð. Lest bátsins er gerð fyrir 660 lítra ker og er sléttur botn í lestinni, sem öll er einangruð. 

Skálavík er eitt af fjórum systurskipum, sem smíðuð eru fyrir íslendinga i Póllandi. Eitt þeirra, Auðbjörg SH, kom fyrir skömmu til Ólafsvíkur. Hin tvö verða í eigu Hvammsfells hf. í Hafnarfirði og Péturs F. Karlssonar á Ólafsvík. 

Íbúðir eru fyrir 6 menn í Skálavík og þykja þær mjög smekklegar, en oft hafa innréttingar í skipum smíðuðum austantjalds þótt groddaralegar og þykir mönnum Pólverjum hafa farið mikið fram í frágangi á íbúðum. 

Svo mörg voru þau orð en báturinn hét síðar Sigurbára VE 249, Sigurbára II VE 248, Sæfari ÁR 117, Hafnarberg RE 404 Ósk KE 5 og núverandi nafn er Maggý VE 108.

Hér koma myndir af bátnum undir þessum nöfnum. Myndirnar af Sigurbáru VE og Maggy VE með gömlu brúna tók Tryggvi Sigurðsson. Myndina af Maggý VE með nýju brúna tók Hólmgeir Austfjörð og af Skálavík SH Alfons Finnsson. Myndirnar af Sæfara ÁR, Ósk KE og Hafnarbergi RE tók Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Steinunn landaði í Þorlákshöfn í dag

2966. Steinunn SF 10. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2020.

Togskipið Steinunn SF 10 landaði um 80 tonnum í Þorlákshöfn í dag og tók Sigurður Davíðsson skipverji á henni þessar myndir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ísey EA 40

1458. Ísey EA 40 ex Ísey ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar tók þessa fínu mynd í vikunni af Ísey EA 40 koma til hafnar í Grindavík.

Ísey EA 40 er gerð út af Hrísey Seafood ehf. og er með heimahöfn í Hrísey. Áður var báturinn gerður út af Saltabergi ehf. og með heimahöfn í Þorlákshöfn. Þá var skráningin ÁR 11.

Bátnum var gerð skil á síðunni fyrir um árið síðan og lesa má þá færslu hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Hafnarberg RE 404

1855. Hafnarberg RE 404 ex Sæfari ÁR 117. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Hér birtast myndir af Hafnarbergi RE 404 sem voru teknar annarsvegar í Grindavík árið 2005 og Sandgerði 2004.

Hafnarberg RE 404, sem var smíðað í Póllandi 1988 og hét upphaflega Skálavík SH 208, var keypt til Reykjavíkur frá Þorlákshöfn haustið 2000. Þar hét hann Sæfari ÁR 117, báturinn er 70 brl. að stærð.

Hafnarberg RE 404 fékk nafnið Ósk KE 5 eftir að hafa verið selt til Keflavíkur árið 2007. Fjórum árum síðar fékk báturinn núverandi nafn, Maggý VE 108. Skipt hefur verið um brú á bátnum.

Það var í annað skipti sem Vestmannaeyjar varð heimhöfn bátsins því 1989 fékk báturinn nafnið Sigurbára VE 249. Um ári síðar var báturinn seldur til Þorlákshafnar þar sem hann fékk nafnið Sæfari ÁR 117.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution