Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 með fullfermi

2436. Aþena ÞH 505 ex Sigurvon ÞH 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 kom úr róðri í dag og aflinn góður, s.s fullur bátur sem eru c.a sex til sex og hálft tonn.

Aþena er eini báturinn frá Húsavík sem lagt hefur grásleppunetin enn sem komið er en leggja mátti netin 10. mars sl. sem er tíu dögum fyrr en verið hefur. Kallarnir á Aþenu lögðu netin 19. mars eftir að hafa verið klárir með þau um borð í hartnær viku tíma en ekki lagt vegna veðurs.

Að sögn Stefáns Guðmundssonar skipstjóra hefur grásleppuvertíðin farið erfiðlega af stað. Afleitt tíðarfar og stöðugt verið að sæta lagi á milli stórviðra; þó mest undanfarið ákveðins sunnan sperrings sem hefur gert þeim lífið leitt – þótt öllu jafna fagni menn hér suðlægum áttum, en hæglátari þó.

Aðspurður um aflabrögð segir Stefán þau góð. „Undanfarnar vertíðar hefuraflainn reyndar alltaf verið góður í byrjun undanfarnar vertíðir og misjafnt hvenær hann svo lætur undan; oftast dalar hann svo eftir fyrstu tvær vikurnar og yfirleitt jöfnum höndum eftir því sem fleiri bátar mæta á miðin“ segir Stefán.

Hann segir grásleppuna vel haldna en óvenju mikið er um rauðmaga þessa fyrstu daga á móti sáralitlum rauðmaga í upphafi síðustu vertíðar.

„Við sáum veðurglugga fyrir þennan róður og fórum út kl. 4 í nótt, og byrjuðum að draga við fyrstu skímu. Veiðin hefur verið nokkuð köflótt á milli daga og staða en góður reitingur allsstaðar. 

Grásleppan er enn að skríða inná slóðina, byrjar dýpra og fikrar sig svo upp þegar henni finnst aðstæður heppilegar. Hún stendur enn nokkuð djúpt eins og vant er á þessum árstíma og mun ákveðnar þegar umhleypingarnir eru miklir. 

Þessi tiltekni róður var líklega sá besti enn sem komið er hjá okkur og afar ánægjulegur. Áhöfnin sem ég er með er algerlega til fyrirmyndar í alla staði; þaulvanir jaxlar og toppmenn frá A-Ö“ sagði Stefán í bryggjuspjalli í dag.

Aþena fór í breytingar hjá Trefjum í Hafnarfirði í vetur sem Stefán lýsir svo:

„Báturinn fór til Trefja ( framleiðandi bátsins ) í Hafnarfirði í byrjun desember í 20 ára allsherjarklössun.  Ný aðalvél, gír, öxull og skrúfa.  Nýir síðustokkar. Málaður utan sem innan og lagfært hér og þar sem þurfti þ.m.t. miðstöðvarkerfi, ljósabúnaður ofl. ofl.  

Niðurstaðan úr þessar klössun er á þá leið að báturinn er nánast eins og úr kassanum núna.  Gengur helmingi meira en hann gerði áður, og gerir lífið skemmtilegra fyrir mig, áhöfnina og fyrirtækið.  Hentar okkur afskaplega vel í þau verkefni sem á hann eru sett og leysir þau af stakri prýði“ Sagði Stefán að lokum. 

2436. Aþena ÞH 505 ex Sigurvon ÞH 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s