Sjöfn NS 123

2459. Sjöfn NS 123. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Sjöfn NS 123 var smíðuð árið 2000 af Baldri Halldórssyni á Hlíðarenda, ofan Akureyrar, fyrir Fiskiðjunna Bjarg ehf. á Bakkafirði.

Í Morgunblaðinu 13. desember árið 2000 sagði m.a :

Sjöfn NS er 13 metra langur bátur, smíðaður úr 38 feta skel frá Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn er fallega innréttaður, búinn öllum nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum og um borð eru tvær 320 hestafla IVECO- aðalvélar. Þá er í bátnum vökvakrani fyrir netaniðurleggjara og bógskrúfa en hvort tveggja er nýjung í bát sem þessum.

Vorið 2004 keypti GPG fiskverkun ehf. á Húsavík Fiskiðjuna Bjarg ehf. og með fylgdi Sjöfnin ásamt Doddu NS 2.

Sjöfn NS 123 var seld til Keflavíkur árið 2005 og fékk hún nafnið Stafnes KE 130. Árið 2007 er báturinn aftur skráður fyrir norðan þegar hann fékk nafnið Gunnþór ÞH 75, heimahöfn Raufarhöfn.

Gunnþór ÞH 75 var tekinn af skipaskrá og seldur til Noregs árið 2010.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Cleopatra 36B til Båtsfjord

Frøya F-140-BD. Ljósmynd Trefjar 2020.

Raymond Bjørkås útgerðarmaður frá Båtsfjord í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan bát frá Bátasmiðjunni Trefjum ehf. í Hafnarfirði.

Báturinn, sem nefnsit Fr er af gerðinnni Cleopatra 36B og verður Raymond sjálfur skipstjóri bátnum en þrír verða í áhöfn hans.

Nýi báturinn, sem heitir Frøya, er 11 metrar að lengd og mælist 18brúttótonn.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V158TIM 600hö tengd  ZF360IV gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Olex.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línubúnaður kemur frá Mustad í Noregi. Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 16stk 660lítra kör í lest. Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar. Salerni með sturtu.

Bátnum er kominn til Noregs og er á leið til heimahafnar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.