Steinunn kemur að landi í Þorlákshöfn

2966. Steinunn SF 10. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2020. Gundi skipverji á Frosta ÞH 229 tók þessar myndir í dag þegar Steinunn SF 10 kom til hafnar í Þorlákshöfn. Frosti lá þar inni vegna brælu og eins og sjá má á myndunum var hörkubræla úti fyrir. 2966. Steinunn SF 10. Ljósmyndir Guðmundur Rafn Guðmundsson 2020. … Halda áfram að lesa Steinunn kemur að landi í Þorlákshöfn

Skálavík SH 208

1354. Skálavík SH 208 ex Harpa II GK 101. Ljósmynd Alfons Finnsson. Skálavík SH 208, sem hér sést á dragnótaveiðum á Breiðafirði, hét upphaflega Múli ÓF 5 og var smíðaður á Akureyri árið 1974. Báturinn var smíðaður á Bátaverkstæði Gunnlauga og Trausta og mældist 36 brl. að stærð. Hann var búinn 350 hestafla Caterpillar aðalvél. … Halda áfram að lesa Skálavík SH 208

Kristján HF 100

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Línubáturinn Kristján HF 100, sem á þessum myndum sést koma inn til Grindavíkur, var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2018. Hann var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Kamb ehf. í Hafnarfirði og er af gerðinni Cleopatra 46B. 2961. Kristján HF 100. Ljósmyndir Jón Steinar 6. mars 2020. Með … Halda áfram að lesa Kristján HF 100