Hrafn GK 111 kom að landi í Grindavík undir kvöld

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Það er mikil stemming í höfnum við Reykjanesið þessa dagana og margir að róa. Línuskipið Hrafn GK 111 kom að landi í Grindavík undir kvöld og tók Jón Steinar þessa flottu myndasyrpu af honum. Hrafn GK 111 var með fullfermi, það er rúm … Halda áfram að lesa Hrafn GK 111 kom að landi í Grindavík undir kvöld

Júlíus Geirmundsson ÍS 270

1977. Júlíus Geirmundsson ÍS 270. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020. Þessar myndir af Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 tók Hólmgeir Austfjörð á Vestfjarðarmiðum í síðustu viku. Júlíus Geirmundsson ÍS 270, sem var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Gryfia í Stettin í Póllandi árið 1989, er 57,20 metrar á lengd og 12,10 metrar á breidd. Hann er búinn 3340 hestafla … Halda áfram að lesa Júlíus Geirmundsson ÍS 270

Viking Enterprice kom við í Grindavík

Viking Enterprice. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020. Þjónustubáturinn Viking Enterprice kom við í Grindavík gær en hann er á leið vestur á Tálknafjörð frá Djúpavogi þar sem hann hefur verið við vinnu að undanförnu. Báturinn, sem skráður er í Leirvík á Hjaltlandseyjum, hefur verið hér á Íslandi síðan í júlí á síðastliðnu sumri við vinnu … Halda áfram að lesa Viking Enterprice kom við í Grindavík