Pálmi BA 30

1016. Pálmi BA 30 ex Sigurbjörg ÓF 30. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983. Pálmi BA 30 er hér að draga netin á Breiðafirði á vetravertíðinni 1983. Þarna var maður vopnaður Kodak fermingarmyndavélinni og gæðin eftir því. Pálmi BA 30 hét upphaflega Sigurbjörg ÓF 1 og var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1966 fyrir Magnús Gamalíesson … Halda áfram að lesa Pálmi BA 30

Reykjaborg RE 25 kemur að landi í Reykjavík

2325. Reykjaborg RE 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003. Þessar myndir af Reykjaborginni koma til hafnar í Reykjavík þann 30. ágúst árið 2003 hafa ekki birts áður en nokkrar stafrænar sem teknar voru á sama tíma birtust í janúar 2019. Ekki var hún þó að koma úr róðri því allnokkur hópur manna var þarna um borð. … Halda áfram að lesa Reykjaborg RE 25 kemur að landi í Reykjavík

Hinn glænýi Kongsfjord að veiðum

IMO: 9856000. Kongsfjord F-50-BD. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020. Hér sést glænýr togari Norðmanna, Kongsfjord, taka trollið fyrir stundu en myndina tók Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking nyrst í norksu landhelginni. Kongsfjord er í eigu norsku stórútgerðarinnar Havfisk AS og er með heimahöfn í Álasundi. Togarinn, sem er 80,40 metrar að lengd, 16,70 metra breiður og mælist … Halda áfram að lesa Hinn glænýi Kongsfjord að veiðum

Breki VE 61 kom til hafnar í morgun

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020. Skuttogarinn Breki VE 61 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í morgun og tók Hólmgeir Austfjörð meðfylgjandi myndir við það tækifæri. "Hann er væntanlega fullur" sagði ljósmyndarinn í póstinum og á þá sennilega við að Breki sé með fullfermi. Breki VE 61 var smíðaður í Kína og eru … Halda áfram að lesa Breki VE 61 kom til hafnar í morgun