Pálmi BA 30

1016. Pálmi BA 30 ex Sigurbjörg ÓF 30. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983.

Pálmi BA 30 er hér að draga netin á Breiðafirði á vetravertíðinni 1983. Þarna var maður vopnaður Kodak fermingarmyndavélinni og gæðin eftir því.

Pálmi BA 30 hét upphaflega Sigurbjörg ÓF 1 og var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1966 fyrir Magnús Gamalíesson á Ólafsfirði.

Sigurbjörg ÓF 1 var seld vestur á Patreksfjörð árið 1979 en sama ár var hún skráð með ÓF 30 enda ný Sigurbjörg ÓF 1 flota Ólafsfirðinga það ár. Kaupandinn var Blakkur hf. á Patreksfirði.

Pálmi BA 30 var seldur austur á Neskaupsstað árið 1983 og fékk hann þar nafnið Fylkir NK 102

Nánari sögu þessa skips verður gerð betri skil síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Reykjaborg RE 25 kemur að landi í Reykjavík

2325. Reykjaborg RE 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Þessar myndir af Reykjaborginni koma til hafnar í Reykjavík þann 30. ágúst árið 2003 hafa ekki birts áður en nokkrar stafrænar sem teknar voru á sama tíma birtust í janúar 2019.

Ekki var hún þó að koma úr róðri því allnokkur hópur manna var þarna um borð. Báturinn nýmálaður og fínn og Bugtin sennilega handan við hornið.

Reykjaborg RE 25 var smíðuð í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði árið 1998. Báturinn var lengdur um fjóra metra í Ósey í Hafnarfirði árið 2001.

Reykjaborg var seld til Keflavíkur árið 2005 en þar fékk hún nafnið Geir KE 6 og var í eigu Útgerðarfélgsins Óskar ehf. sem einnig gerði út Ósk KE 5. Árið 2008 fær báturinn nafnið Arnþór GK 20 þegar Nesfiskur hf. í Garði keypti hann.

agustson hf. í Stykkishólmi keypti bátinn árið 2017 og nefndi hann Leynir SH 120

Leynir SH 120 er 21,88 metrar að lengd og mælist 72 brl./107 BT að stærð. Hann er búinn 470 hestafla Cummins frá árinu 1998.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hinn glænýi Kongsfjord að veiðum

IMO: 9856000. Kongsfjord F-50-BD. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Hér sést glænýr togari Norðmanna, Kongsfjord, taka trollið fyrir stundu en myndina tók Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking nyrst í norksu landhelginni.

Kongsfjord er í eigu norsku stórútgerðarinnar Havfisk AS og er með heimahöfn í Álasundi.

Togarinn, sem er 80,40 metrar að lengd, 16,70 metra breiður og mælist 4,171 BT að stærð, var afhentur fyrir skömmu frá Vard skipasmíðastöðinni í Søviknes í Noregi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Dagfari ÞH 40

973. Dagfari ÞH 40. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Hreiðar Olgeirsson tók þessar myndir sem nú birtast þegar hann var skipverji á Dagfara ÞH 40 frá Húsavík.

Get ekki betur séð en það sé verið að dæla síld yfir í síldarflutningaskip á tveim þeirra en á hinni þriðju eru kallarnir með nótina á síðunni.

Skipstjóri á Dagfara var Sigurður Sigurðsson sem sjá má í brúnni á einni myndinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Breki VE 61 kom til hafnar í morgun

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Skuttogarinn Breki VE 61 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í morgun og tók Hólmgeir Austfjörð meðfylgjandi myndir við það tækifæri.

„Hann er væntanlega fullur“ sagði ljósmyndarinn í póstinum og á þá sennilega við að Breki sé með fullfermi.

Breki VE 61 var smíðaður í Kína og eru rúm tvö ár síðan Visnnslustöðin fékk hann afhentan en hann kom til heimahafnar 6. maí 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution