Greipur SH 7

670. Greipur SH 7 ex Manni KE 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Greipur SH 7 hét upphaflega Manni KE 99 og var smíðaður í Eskernförde í Vestur-Þýskalandi árið 1960. 

Manni KE 99, sem var 72 brl. að stærð og búinn 400 hestafla MWM aðalvél, var smíðaður fyrir Keflavík h/f í Keflavík.

Báturinn var endurmældur árið 1977 og mældist eftir það 71 brl. að stærð. Þremárum áður var skipt um aðalvél, 510 hestafla Cummins kom í stað MWM.

Greipur h/f í Ólafsvík keypti Manna KE 99 árið 1979 og hann nefndur Greipur SH 7, hann var endurmældur eftir breytingar og mældist 74 brl. að stærð.

Örlög Greips SH 7 urðu þau að 15. ágúst 1990 valt hann á hliðina þegar verið var að taka hann upp í slipp í Reykjavík. Við það skemmdist báturinn svo að hann var ekki talinn viðgerðarhæfur. Tekinn af skipaskrá síðar það sama ár.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tómas í brælu

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Frystitogari Þorbjarnar hf., Tómas Þorvaldsson GK 10, er hér á toginu á Vestfjarðarmiðum í vikunni, myndirnar tók Hólmgeir Austfjörð.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. 

Þorbjörn hf. keypti Sisimiut og fékk skipið afhent í júní 2019. Það fékk nafnið Tómas Þorvaldsson GK 10 fór fyrst til veiða undir því nafni 22. júlí sama ár.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eldeyjar Hjalti GK 42

1125. Eldeyjar Hjalti GK 42 ex Vöttur SU 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eldeyjar Hjalti GK 42 var smíðaður hjá Einar S. Nielsen Mek. Verksted A/S í Harstad í Noregi og afhentur á árinu 1968.

Bar hann upphaflega nafnið Palomar T-22-SA en árið 1970 keypti Útgerðarfélagið Óðinn h/f á Suðureyri við Súgandafirði bátinn til Íslands. Hann fékk nafnið Kristján Guðmundsson ÍS 177 sem hann bar til ársins 1980 en þá var hann seldur austur á Eskifjörð. Kaupandinn var Þór s/f sem nefndi bátinn Vött SU 3.

Árið 1987 var Vöttur SU 3 seldur útgerðarfyrirtækinu Eldey h/f á Suðurnesjum og fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Eldeyjar Hjalti GK 42.

Eldeyjar Hjalti GK 42, sem var 170 brl. að stærð, átti síðar eftir að heita, Bergvík KE 65, Melavík SF 34 og að lokum Gerður ÞH 110.

Báturinn stóð lengi undir vegg við Skipasmíðastöð Njarðvíkur en fór í pottinn til Belgíu árið 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution