670. Greipur SH 7 ex Manni KE 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Greipur SH 7 hét upphaflega Manni KE 99 og var smíðaður í Eskernförde í Vestur-Þýskalandi árið 1960. Manni KE 99, sem var 72 brl. að stærð og búinn 400 hestafla MWM aðalvél, var smíðaður fyrir Keflavík h/f í Keflavík. Báturinn var endurmældur árið 1977 … Halda áfram að lesa Greipur SH 7
Day: 7. mars, 2020
Tómas í brælu
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Frystitogari Þorbjarnar hf., Tómas Þorvaldsson GK 10, er hér á toginu á Vestfjarðarmiðum í vikunni, myndirnar tók Hólmgeir Austfjörð. Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 … Halda áfram að lesa Tómas í brælu
Eldeyjar Hjalti GK 42
1125. Eldeyjar Hjalti GK 42 ex Vöttur SU 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Eldeyjar Hjalti GK 42 var smíðaður hjá Einar S. Nielsen Mek. Verksted A/S í Harstad í Noregi og afhentur á árinu 1968. Bar hann upphaflega nafnið Palomar T-22-SA en árið 1970 keypti Útgerðarfélagið Óðinn h/f á Suðureyri við Súgandafirði bátinn til Íslands. Hann … Halda áfram að lesa Eldeyjar Hjalti GK 42