Súlan EA 300 á Skjálfanda

1060.Súlan EA 300. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér er Súlan EA 300 á leið inn Skjálfandann um árið en hún lagði upp hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Var að mig minnir á fiskitrolli en sennilega á rækju yfir sumarið. Súlan var 354 brl. að stærð, smíðuð í Fredrikstad í Noregi 1967 fyrir Leó Sigurðsson á Akureyri. Hún var lengd  … Halda áfram að lesa Súlan EA 300 á Skjálfanda

Sveinn Guðmundsson GK 315

709. Sveinn Guðmundsson GK 315 ex Árni Ólafur GK 315. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér verið að landa úr Sveini Guðmundssyni GK 315 í Sandgerðishöfn en hans heimahöfn var Garðurinn. Sveinn Guðmundsson GK 315 var 21 tonna eikarbátur, smíðaður í Danmörku árið 1933 og gerður út frá Sandgerði en skráður í Garðinum eins og áður segir. … Halda áfram að lesa Sveinn Guðmundsson GK 315