
Þessar myndir af Reykjaborginni koma til hafnar í Reykjavík þann 30. ágúst árið 2003 hafa ekki birts áður en nokkrar stafrænar sem teknar voru á sama tíma birtust í janúar 2019.
Ekki var hún þó að koma úr róðri því allnokkur hópur manna var þarna um borð. Báturinn nýmálaður og fínn og Bugtin sennilega handan við hornið.
Reykjaborg RE 25 var smíðuð í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði árið 1998. Báturinn var lengdur um fjóra metra í Ósey í Hafnarfirði árið 2001.
Reykjaborg var seld til Keflavíkur árið 2005 en þar fékk hún nafnið Geir KE 6 og var í eigu Útgerðarfélgsins Óskar ehf. sem einnig gerði út Ósk KE 5. Árið 2008 fær báturinn nafnið Arnþór GK 20 þegar Nesfiskur hf. í Garði keypti hann.
agustson hf. í Stykkishólmi keypti bátinn árið 2017 og nefndi hann Leynir SH 120
Leynir SH 120 er 21,88 metrar að lengd og mælist 72 brl./107 BT að stærð. Hann er búinn 470 hestafla Cummins frá árinu 1998.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution