256. Kristrún RE 177 ex Albert Ólafsson KE 39. Ljósmynd Valdimar Halldórsson. Hér kemur línubáturinn Kristrún RE 177 að landi í Reykjavík á fyrri hluta tíunda áratug síðustu aldar, ef ég man rétt en myndina tók Valdimar Halldórsson. Upphaflega hét báturinn Ólafur Friðbertsson ÍS 34 frá Súgandafirði, smíðaður Flekkefjord í Noregi 1964. Síðar Albert Ólafsson KE 39 … Halda áfram að lesa Kristrún RE 177 kemur að landi
Day: 28. mars, 2020
Dala-Rafn VE 508 á útleið í dag
2758. Dala-Rafn VE 508. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020. Dala-Rafn VE 508, togbátur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hélt til veiða í dag og náði Hólmgeir Austfjörð þessum myndum af honum þá. Dala Rafn VE 508 var smíðaður í Póllandi árið 2007 fyrir samnefnt útgerðarfélag. Þá var hann grænn en Ísfélag Vestmannaeyja keypti Dala-Rafn 2014 og með tímanum varð … Halda áfram að lesa Dala-Rafn VE 508 á útleið í dag
Áskell kom með fullfermi að landi
2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jóns Steinar Sæmundsson 2020. Togskipið Áskell ÞH 48 kom með fullfermi að landi í Grindavík um hádegsibil í dag og tók Jón Steinar þessar myndir af honum. Aflinn fékkst við Surtinn en við skulum njóta myndanna. 2958. Áskell ÞH 48. Ljósmyndir Jóns Steinar Sæmundsson 2020. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Áskell kom með fullfermi að landi
Mark ROS 777 að veiðum
IMO:9690688. Mark ROS 777. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020. Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók þessa mynd af þýska togaranum Mark ROS 777 í morgun. Togarinn var að veiðum norður af Nordkap en Reval Viking á stími inn til Tromsø eftir rækjuveiðar í Smugunni. Togarinn, sem er 84 metra langur og 16 metra breiður, var … Halda áfram að lesa Mark ROS 777 að veiðum
Trudovaya Slava
IMO 6505076. Trudovaya Slava. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Trudovaya Slava heitir þetta 12,487 brúttótonna skip sem pabbi myndaði þegar hann var á Dagfara ÞH 70 við síldveiðar norður í höfum. 1968 eða þar um bil. Þetta skip var byggt í Kiel í Vestur-Þýskalandi árið 1965 og var einhversskonar verksmiðjuskip. Þarna má sjá síldartunnur og því má … Halda áfram að lesa Trudovaya Slava
Brynjólfur ÁR 3
93. Brynjólfur ÁR 3 ex Nói EA 477. Ljósmynd Þorgeir Baldursson 1995. Þorgeir Baldursson tók þessa mynd um árið þegar Brynjólfur ÁR 3 var búinn í slipp á Akureyri en Meitillinn hf. í Þorláksshöfn keypti hann af Samherja haustið 1995. Upphaflega hét báturinn Helgi Flóventsson ÞH 77 og var smíðaður fyrir Svan h/f á Húsavík … Halda áfram að lesa Brynjólfur ÁR 3