Pálína Þórunn á toginu

2449. Pálína Þórunn GK 49 ex Steinunn SF 10. Ljósmynd Þór Jónsson 2020.

Þór Jónsson skipverji á Ljósafellinu SU tók þessa mynd á dögunum af togskipinu Pálínu Þórunni GK 49 frá Sandgerði.

Pálína Þórunn GK 49 hét áður Steinunn SF 10 en eins og margir vita keypti Nesfiskur hf. hana af Skinney-Þinganesi hf. í fyrra.

Pálína Þórunn GK 49 hét upphaflega Helga RE 49 en Skinney-Þinganes keypti hana árið 2005 og gaf nafnið Steinunn SF 10. Hún var smíðuð í Kína árið 2001 og er um 29 metrar að lengd.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sleipnir

2250. Sleipnir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Sleipnir, hafnarbátur Hafnarsamlags Norðurlands, siglir hér til móts við flutningaskip sem kom til Húsavíkur í vikunni.

Sleipnir var smíðaður á Akureyri árið 1995 og er 41 BT að stærð. Togkraftur hans er 11,2 tonn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þrasi VE 20

6776. Þrasi VE 20 ex Láki ÁR 12. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Þrasi VE 20 varð fyrir linsunni hjá Hólmgeir Austfjörð í gær en báturinn er af Sómagerð. Smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1986.

Báturinn, sem er tæplega 6 brl. að stærð, var fyrst gerður út frá Ólafsvík undir nafninu Eddi SH 101. Síðan var hann seldur til Grundarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Láki SH 55. Það var árið 1988.

Árið 2000 var báturinn seldur til Þorlákshafnar þar sem hann hélt nafninu en varð ÁR 12. Þaðan, árið 2004, lá leið bátsins til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Þrasi VE 20 sem hann ber enn þann dag í dag.

Það er Útgerðarfélagið Hellisey ehf. sem á og gerir Þrasa VE 20 út til handfæraveiða.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution