Vísir SF 64

1043. Vísir SF 64 ex Vísir ÍS 171. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Vísir SF 64, sem hér er við bryggju í Reykjavík, hét upphaflega Hafdís SU 24 og var með heimahöfn á Breiðdalsvík.

Báturinn var smíðaður 1967 í Stálvík hf. í Garðahreppi fyrir Braga hf. á Breiðdalsvík. Báturinn var seldur árið 1972. Kaupandinn var Hjálmur hf. á Flateyri sem nefndi bátinn Vísi ÍS 171.

Báturinn var 196 brl. að stærð með 550 hestafla MWM aðalvél en sumarið 1972 var hann endurmældur og mældist þá 149 brl. að stærð.

Í lok maí 1981 kaupir Hornfirðingur hf. á Höfn skipið sem heldur nafninu en verður SF 64. Í ársbyrjun 1986 kaupa Jón Gunnar Helgason, Sólveig Edda Bjarnadóttir og Stefán Arngrímsson á Hornafirði bátinn. hann heldur nafni og númeri.  Heimild Íslensk skip.

Árið 1987 var báturinn yfirbyggður og ný brú sett á hann og spurning hvort þessi mynd sé tekin þá. Síðar sett í hann 650 hestafla Mitsubishi aðalvél.

Síðar urðu eigendaskipti á Vísi SF, hann fékk nafnið Sigurður Lárusson SF, aftur urðu eigendaskipti og þá fékk hann nafnið Akurey SF og loks var hann seldur til Þorlákshafnar.

Þar fékk báturinn nafnið Jóhanna ÁR 206 og hélt því til ársins 2019 að hann fór í brotajárn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gitte Henning 1 landar kolmunna á Fáskrúðsfirði

9809265. Gitte Henning 1 FD 950 ex Gitte Henning S349. Ljósmynd Óðinn Magnason 2020.

Færeyska uppsjávarskipið Gitte Henning kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 3.300 tonn af kolmunna til bræðslu.

Á heimaasíðu Loðnuvinnslunnar segir að skipið sé byggt 2018 og er því eitt af nýjustu og stærstu uppsjávarskipum við N-Atlandshaf. Það er 90 metrar að lengd, breidd þess er 18 metrar og það mælist 4624 GT að stærð.

Óðinn Magnason á Fáskrúðsfirði tók þessar myndir sem hér birtast í morgun.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution