Sóley ÞH 349

1688. Sóley ÞH 349 ex Fúsi SH 161. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sóley ÞH 349, sem á þessum myndum sést koma til hafnar á Húsavík, hét upphaflega Fúsi SH 161 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1985.

Það var Guðlaugur Einarsson skipasmiður sem smíðaði þennan rúmlega 8 brl. bát fyrir Pétur Inga Vigfússon á Hellisandi. Smíðaefni fura og eik. Í bátnum var 80 hestafla Ford vél.

Árið 1991 kaupir Ingólfur H. Árnason á Húsavík bátinn og nefnir Sóley ÞH 349. Þegar Ingólfur fékk nýja Cleopötru 33 árið 2000, sem hann nefndi Hrönn ÞH 36, var Sóley seld til Þórshafnar.

Þar fékk hún nafnið Leó II ÞH 66 en frá árinu 2010 hefur báturinn heitið Gára RE 62. Hann er í núllflokki hjá Fiskistofu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Aldey ÞH 380

962. Aldey ÞH 380 ex Votaberg SU 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Rækjubáturinn Aldey ÞH 380 var gerður út frá Húsavík um hríð en það var Íshaf hf. sem gerði hana út.

Upphaflega hét báturinn Óskar Halldórsson RE 157 og var smíðaður í Zandaam í Hollandi fyrir Ólaf Óskarsson útgerðarmann í Reykjavík. Hann nefndi hann eftir föður sínum, Óskari Halldórssyni útgerðarmanni og síldarspekúlant.  

Aldey ÞH 380 kom til heimahafnar 19. janúar árið 2004 og birtist eftirfarandi frétt á mbl.is þann dag:

Tog­skipið Ald­ey ÞH 380 kom í fyrsta skipti til nýrr­ar heima­hafn­ar á Húsa­vík í dag. Ald­ey hét áður Vota­berg SU 10 en er eitt þriggja skipa sem Íshaf hf. fékk í skipa­skipt­um við Eskju hf. á Eskif­irði.  Hin eru Guðrún Þor­kels­dótt­ir SU 211, sem fær nafnið Seley ÞH 381 og Hólma­nes SU 1, sem af­hent verður síðar.

 Strax var haf­ist handa við að út­búa Ald­ey til rækju­veiða og að sögn skip­verja stefnt að því að halda til veiða um leið og allt er orðið klárt.  

  Ald­ey er 379 brútt­ót­onna skip byggt í Hollandi 1964 og verður því fer­tugt síðar á ár­inu.  Skipið hét upp­haf­lega, og lengst af Óskar Hall­dórs­son RE 157, síðar Gest­ur SU 160, þá Vota­berg SU 10 þangað til það komst í eigu Íshafs að það fékk nafnið Ald­ey.

Aldey fékk nafnið Óskar ÞH 380 árið 2006 og varð svo Óskar RE 157 um árið síðar. Óskar fór í pottinn 2010, nánar tiltekið til Ghent í Belgíu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution