Sóley ÞH 349

1688. Sóley ÞH 349 ex Fúsi SH 161. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sóley ÞH 349, sem á þessum myndum sést koma til hafnar á Húsavík, hét upphaflega Fúsi SH 161 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1985. Það var Guðlaugur Einarsson skipasmiður sem smíðaði þennan rúmlega 8 brl. bát fyrir Pétur Inga Vigfússon á Hellisandi. Smíðaefni … Halda áfram að lesa Sóley ÞH 349