Björg EA 7

2894. Björg EA 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Nú birtast hér nokkrar myndir sem voru teknar haustið 2017 þegar Björg EA 7 kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri.

Björg EA 7, sem er í eigu Samherja hf., kom til Akureyrar eftir siglingu frá Tyrklandi þann 31. október. Björg EA 7 var síðust í röð fjögurra syst­ur­skip­a sem smíðuð voru hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi og afhent á árinu 2017.

Kaldbakur EA 1 kom fyrstur, síðan Björgúlfur EA 312 og því næst Drangey SK 2 og að lokum Björg EA 7 eins áður segir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Marta Ágústsdóttir GK 14

967. Marta Ágútsdóttir GK 14 ex GK 31. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Hér koma nokkrar myndir af Mörtu Ágústsdóttur GK 14, sem var í eigu Eldhamars ehf., koma til hafnar í Grindavík þann 10. mars árið 2009.

Upphaflega Keflvíkingur KE 100 og var hann fyrstur í röð átján báta sem Þjóðverjar smíðuðu fyrir Íslendinga í Boizenburg á árunum 1964-1967. 

Keflvíkingur KE 100 hét þessu nafni í rúmlega 30 ár en árið 1996 fékk hann nafnið Bergur Vigfús GK 53. Það nafn bar hann til ársins 2001 er hann fékk það nafn sem hann er með á myndinni. En var GK 31 til ársins 2006 er GK 14 var sett á bátinn.

Árið 2012 fékk báturinn sitt síðasta nafn, Þórsnes SH 109, sem hann bar þangað til að hann fór í pottinn í Ghent í Belgíu um mitt ár 2017. Þá reyndar SH 198.

Upphaflega var 660 hestafla Lister aðalvél í bátnum en 1975 var sett í það 750 hestafla Callesen. Keflvíkingur KE 100 var lengdur og yfirbyggður árið 1978 og mældist eftir það 265 brl. að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fanney ÞH 130

398. Fanney ÞH 130 ex Byr NK 77. Ljósmynd Reynir Jónasson Húsavík.

Hér birtast myndir sem sýna Fanney ÞH 130 sem gerð var út frá Húsavík frá 1961 til ársins 1975 er ný Fanney ÞH 130 leysti hana af hólmi.

Það var í desember 1960 sem báturinn var keyptur og kom hann til heimahafnar á Húsavík í janúar 1961. Kaupendur voru Kristján Sigurjónsson frá Naustavík og synir hans Sigurbjörn og Sigtryggur sem gert höfðu Njörð ÞH 44 út áður. Inn í hópinn kom kom Kristbjörg systir þeirra bræðra og frændi þeirra Ívar Júlíusson. Heimild: Saga Húsavíkur.

Upphaflega hét Fanney ÞH 130 Byr NK 77 og var smíðuð á ísafirði 1955 fyrir Harald Hjálmarsson á Neskaupstað. Báturinn var 17 brl. að stærð búinn 72 hestafla June Munktelvél. Árið 1958 var sett í hann 162 hestafla MWM en eins og áður segir var Byr seldur til Húsavíkur um áramótin 1960-1961.

Aftur var skipt var um vél í Fanney ÞH 130 árið 1970 og aftur var það 162 hestafla MWM sen fór niður í bátinn.

Pálmi Karlsson á Húsavík keypti Fanney ÞH 130 árið 1975 og nefndi hana Helgu Guðmundsdóttur ÞH 133. Hún var seld til Skagastrandar árið 1978 þar sem báturinn fékk nafnið Húni HU 2, eigandi Húnaröst hf.

Haustið 1981 er Húni HU 2 seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Haftindur HF 123, kaupendur Karel Karelsson og Gunnar Jónsson. Rúmu árið síðar var báturinn seldur til Stykkishólms.

Þar fékk hann nafnið Gísli Gunnarsson II SH 85, eigendur Eggert Björnsson og Ásgeir Árnason. Það var svo í ársbyrjun 1987 að báturinn fékk einkennisstafina SH 285 og um haustið það ár var hann tekinn af skipaskrá. Heimild: Íslensk skip

398. Fanney ÞH 130 ex Byr NK 77. Ljósmynd Reynir Jónasson Húsavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution