Þorsteinn ÞH 115 rær frá Suðurnesjum

Þorsteinn ÞH 115 ex Þorsteinn GK 15. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Þorsteinn ÞH 115 frá Raufarhöfn hefur róið þessa vertíðina, eins og undanfarnar vertíðir, frá Suðurnesjum.

Elvar Jósefsson sendi síðunni þessar myndir en þá efri tók hann í gær þegar Þorsteinn kom að landi í Njarðvík.

Á þeirri neðri er hann að koma til hafnar í Sandgerði um miðjan febrúar sl. en eins og margir bátaáhugamenn vita er Þorsteinn einn Svíþjóðarbátannasvokölluðu. Af minni gerðinni.

926. Þorsteinn ÞH 115 ex Þorsteinn GK 15. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Þorsteinn ÞH var smíðaður árið 1946 í skipasmíðastöð O.V.Olssen í Falkenb. í Svíþjóð og er efniviður bátsins úr eik.

Báturinn hfur alla tíð heitið Þorsteinn, upphaflega EA 15, síðan GK 15 og loks ÞH 115.

Núverandi aðalvél bátsins er 510 hestafla eða 380,6 kW Caterpillar árg. 1985. Mesta lengd bátsins er 22,43 metrar, en það er skráð 19,80 metrar og breiddin er 5,18 metrar. Báturinn mælist 51 brl./58,0 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Komið til hafnar í Reykjavík

Komið til hafnar í Reykjavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér birtast myndir sem ég tók í Reykjavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar og sýna nokkra fiskibáta koma að landi.

1091. Helgi Magnússon RE 41. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Helgi Magnússon RE 41 var smíðaður fyrir Bíldælinga í Stykkishólmi árið 1969 og hét Helgi Magnússon BA 32.

284. Anna HF 39 ex Anna ÓF 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Anna HF 39 var smíðuð fyrir Ólafsfirðinga á Akureyri og hét Anna ÓF 7.

1499. Sæljón RE 19 ex Flosi ÍS 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sæljón RE 19 var smíðað á Akueyri fyrir Bolvíkinga og hét upphaflega Flosi ÍS 15. Í baksýn er Vigri RE 71.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Stjörnutindur SU 159

972. Stjörnutindur SU 159 ex Pétur Ingi KE 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1984.

Stjörnutindur SU 159 hét upphaflega Þorsteinn RE 303 og hefur nokkuð komið við sögu hér á síðunni enda litríkur ferill hjá þessum bát sem smíðaður var í Þýska alþýðuveldinu árið 1965.

Búlandstindur hf. á Djúpavogi keypti bátinn frá Keflavík þar sem hann hét Pétur Ingi KE 32.

Þetta var í marsmánuði 1984 og birtist eftirfarandi frétt um skipakaupin í Austurlandi 29 mars:

Fyrir nokkru bættist nýr bátur í flota Djúpavogsbúa. Er þar um að ræða 215 lesta nýyfirbyggðan bát, sem hlotið hefur nafnið Stjörnutindur og ber einkennisstafina SU 159.

Var báturinn keyptur frá Keflavík, en hann var smíðaður 1967 og er með 1200 ha. vél. Eigandi bátsins er Búlandstindur hf. og er báturinn þriðja skipið í eigu fyrirtækisins.

Að sögn Gunnlausgs Ingvarssonar framkvæmdastjóra Búlandstinds er ætlunin að Stjörnutindur veiði aðallega úthafsrækju, en nú er að hefjast rækjuvinnsla á Djúpavogi á ný eftir að hafa legið niðri frá 1980.

Skipstjóri á Stjörnutindi er Sigurður Ingimarsson og er áhöfnin öll frá Djúpavogi.

972. Stjörnutindur SU 159 ex Pétur Ingi KE 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1984.

Í upphafi árs 1988 höfðu Búlandstindur hf. og Tangi hf. bátaskipti og fékk Stjörnutindur þá nafnið Lýtingur NS 250.

Annars er nafnasaga bátsins á þessa leið: Þorsteinn RE, Hafrún ÍS, Hafrún BA, Pétur Ingi KE, Stjörnutindur SU,  Lýtingur NS, Vigdís BA, Haraldur EA, Ásgeir Guðmundsson SF, Atlanúpur ÞH, Garðey SF og loks Kristín GK, ÞH og aftur GK sem báturinn ber í dag.

972. Stjörnutindur SU 159 ex Pétur Ingi KE 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1984.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergvík GK 22

2617. Bergvík GK 22 ex Daðey GK 707. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Bergvík GK 22 sem GunGum ehf. gerir út er á grásleppunetum þessa dagana og hér er hún á siglingu til hafnar í Grindavík í gær.

Bergvíkin var að koma í gær austan af Hraunsvíkinni eftir að hafa dregið grásleppunetin og lagði eina trossu rétt vestan innsiglingarinnar til Grindavíkur áður en hún kom í land.

Smíðuð hjá Mótun ehf í Njarðvík 2004 og hét upphaflega Daðey GK 777.

2617. Bergvík GK 22 kemur til hafnar í Grindavík í gær. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nordanvik kom með sement til Helguvíkur

Nordanvik ex Tiger. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Sementsflutningaskipið Nordanvik kom til hafnar í Helguvík um hádegisbil í gær og tók Elvar Jósefsson þessar myndir þá.

Það hefur verið að koma með sement frá Aalborg í Danmörku til sementsbyrgðarstöð Aalborg Portlands í Helguvík.

Skipið var smíðað árið 2002 af Damen Shipyard í Galatí í Rúmeníu og siglir skipið í dag undir fána Bahamaseyja. Heimahöfn þess Nassau.

Skipið mælist 97 metrar á lengd og 17 metrar á breidd og stærð þess er 4,075 GT.

Nordanvik kemur að og Auðunn til aðstoðar. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


Börkur NK 122 í flotkví á Akureyri

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019.

Hilmar Örn Kárason tók þessar myndir af nóta- og togveiðiskipinu Berki NK 122 í flotkví Slippsins á Akureyri.

Börkur NK 122 hét áður Malene S frá Noregi og var keyptur hingað til lands af Síldarvinnslunni hf. í febrúar árið 2014.

Börkur var smíðaður í Tyrklandi árið 2012 en hann er 3588 BT að stærð, 80,30 metr­ar að lengd og 17 m á breidd.

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution