Guðbjörg GK 77

2468. Guðbjörg GK 77 ex Guðbjörg GK 666. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Guðbjörg GK 77 sem áður var GK 666 kemur hér til hafnar í Grindavík í gær.

Upphaflega hét báturinn, sem er í eigu Stakkavíkue ehf., Ársæll Sigurðsson HF 80 og var smíðaður í Kína árið 2001.

Yfirbyggður i Póllandi 2005. Seldur Ingimundi hf. í Reykjavík árið 2006 og fékk hann nafnið Ögmundur RE 78. 

Seldur til Grindavíkur snemma árs 2007 og kom hann til heimahafnar að kvöldi 3. apríl það ár eftir slipp í Reykjavík. Grindavíkin var í eigu Stakkavíkur ehf. og Rúnars Björgvinssonar.

Næsta nafn sem báturinn fékk var Kristinn SH 112, því næst Kristbjörg SH 112 og HF 212. Guðbjörg HF 212 kom næst og síðan Guðbjörg GK 666.

Það heitir hann í dag eins og kom fram í upphafi en er GK 77, eins og Hópnesið forðum.

Guðbjörg var lengd í Skipasmíðastöð Njarðvíkur ásamt fleiri endurbótum eftir að Stakkavík keypti hana síðla árs 2015.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geysir BA 25

1608. Geysir BA 25 ex Lómur HF 177. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Geysir BA 25 siglir hér til hafnar á Húsavík um árið en hann var á rækjuveiðum undir stjórn Þórðar Birgissonar.

Geysir hét upphaflega Baldur EA 108 á íslenskri skipaskrá en þegar hann var keyptur til Dalvíkur 1981 af Upsaströnd hf. hét hann Glen Urquhart A-364 og hafði verið gerður út frá Aberdeen.

Baldur, sem var tæpir 36 metrar að lengd, var smíðaður 1974 í Goole Shipbuilding & Repairing Co Ltd í Goole í Englandi og var smíðanúmer 579 frá þeirri stöð. 

1608. Geysir BA 25 ex Lómur HF 177, Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Samkvæmt miða frá góðvini síðunnar eru þetta nöfnin sem togarinn bar en hann var afskráður 2009:

Glen Urquhart A364. Útg: Aberdeen. Bretlandi. (1974 – 1981).

Baldur EA 108. Útg: Upsaströnd h.f. Jóhann Antonsson. Dalvík. (1981 – 1988).

Baldur EA 108. Útg: Útgerðarfélag KEA. Dalvík. (1988 – 1990).

Baldur EA 108. Útg: Snorri Snorrason. Dalvík. (1990).

Þór EA 108. Útg: Snorri Snorrason. Dalvík. (1990 – 1992).

Þór HF 6. Útg: Stálskip hf. Hafnarfirði. (1992 – 1994).

Lómur HF 177 Útg: Lómur h.f. Hafnarfirði. (1994 – 1997). Lómur HF 777 Útg: Lómur h.f. Hafnarfirði.

(1997 Geysir BA 25. Útg: Vesturskip. Eiríkur Böðvarsson. Bíldudal (1997 – 2003).

Geysir BA 25. Útg: Hreinn Hjartarsson. Reykjavík. (2003 – 2004).

Seldur til Rússlands 2004 og var þá í eigu Skeljungs.

Navip. Útg: Murmansk. (2004 – 2009).

Afskráður í Rússlandi 2009.

1608. Geysir BA 25 ex Lómur HF 177. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geirfugl GK 66 kom til Grindavíkur í gær

2500. Geirfugl GK 66 ex Oddur á Nesi ÓF 176. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Geirfugl GK 66 kom til heimahafnar í Grindavík í gær eftir að hafa róið fyrir norðan frá því Stakkavík eignaðist hann á dögunum.

Eins og kom fram á síðunni fyrir skömmu höfðu Stakkavík ehf. og BG nes ehf. bátaskipti.

Geirfugl GK 66 hét upphaflega Ósk KE 5. Hann var smíðaður hjá Seiglu ehf. í Reykjavík árið 2004 og er af gerðinni Seigur 1400. Hann er 14 metra langur, 4,20 á breidd og mælist 25 BT að stærð.

Báturinn er ekki ókunnur Grindvíkingum því bæði hefur Stakkavík ehf. átt hann áður og eins hét hann Árni í Teigi GK 1 árin 2005-2012.

Annars er nafnarunan svona: Ósk KE 5, Frosti II KE 230, Árni í Teigi GK1, Pálína Ágústsdóttir GK 1, Reynir GK 666, Guðbjörg GK 666, Hulda HF 27, Oddur á Nesi SI 76, Oddur á Nesi ÓF 176 og loks Geirfugl GK 66.

Báturinn var yfirbyggður hjá Siglufjarðar-Seig árið 2014. 

2500. Geirfugl GK 66 ex Oddur á Nesi ÓF 176. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


Bára ÞH 7

1300. Bára ÞH 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bára ÞH 7 er hér á útleið frá Húsavík áleiðis á grásleppumiðin vestur undan um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Bára ÞH 7 var smíðuð af Herði Björnssyni á Borgarfirði eystra árið 1973 fyrir Jón B. Gunnarsson og Kristinn Lúðvíksson á Húsavík.

Hún er smíðuð úr furu og eik og mælist 7,51 brl. að stærð.

Þeir Nonni Begg og Kiddi Lúlla áttu Báru til ársins 1998 að hún var seld. Grímur ehf. á Húsavík keypti hana og seldi aftur stuttu seinna til Raufarhafnar og þar var hún undir sama nafni og númeri til ársins 2010.

Þá fór Bára ÞH 7 austur á sínar fornu slóðir, Borgarfjörð eystri þar sem hún fékk nafnið Sveinbjörg NS 49.

Í dag heitir báturinn Glófaxi NS 49 og er í eigu Ólafs Sveinbjörnssonar sem hefur gert bátinn upp. Glófaxi NS 49 er í núllflokki á vef Fiskistofu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Victoriaborg á Húsavík

Victoraborg við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarsson 2019.

Flutningaskipið Victoriaborg frá Hollandi kom upp að Bökugarðinum í gærmorgun eftir að Selfoss fór frá.

Victoriaborg er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka og hafði legið fyrir framan höfnina meðan Selfoss var losaður og lestaður.

Victoriaborg, sem er með heimahöfn Delfzijl í Hollandi, var smíðað árið 2001 í Volhardingskipasmíðastöðinni í Vesterbroek í Hollandi.

Skipið er 132,23 metrar að lengd og 15,87 metra breitt. Það mælist 6,361 BT að stærðog eigandi þess er Royal Wagenborg.

Victoriaborg á Skjálfandaflóa í gærmorgun. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution