Kristín GK 457 lét úr höfn í Vestmannaeyjum í kvöld

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Línubáturinn Kristín GK 457 lét úr höfn í Vestmannaeyjum og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir við það tækifæri.

Kristín ÞH 157 var smíðuð í Boizenburg í Austur-Þýskalandi 1965, hét upphaflega Þorsteinn RE 303. 

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Síðar bar báturinn nöfnin Þorsteinn RE, Hafrún ÍS, Hafrún BA, Pétur Ingi KE, Stjörnutindur SU,  Lýtingur NS, Vigdís BA, Haraldur EA, Ásgeir Guðmundsson SF og Atlanúpur ÞH þangað til hann fékk nafnið Garðey SF og loks Kristín GK eftir að Vísir eignaðist hann. 

2008 varð Kristín ÞH 157 með heimahöfn á Húsavík, eigandi Vísir hf. Árið 2014 fékk báturinn aftur einkennisstafina GK og númerið 457. Eigandi Vísir hf. og heimahöfnin Grindavík.

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristján Guðmundsson ÍS 77

1125. Kristján Guðmundsson ÍS 77 ex Palomar T-22-SA. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson.

Kristján Guðmundsson ÍS 77 kemur hér að landi á Suðureyri við Súgandafjörð en báturinn var keyptur þangað frá Noregi í lok árs 1970.

Það var Útgerðarfélagið Óðinn hf. sem keypti bátinn sem var smíðaður hjá Einar S. Nielsen Mek. Verksted A/S í Harstad og afhentur á árinu 1968. Bar hann upphaflega nafnið Palomar T-22-SA.

Báturinn, sem var 170 brl. að stærð, átti síðar eftir að heita Vöttur SU 3, Eldeyjar-Hjalti GK 42, Bergvík KE 65, Melavík SF 34 og að lokum Gerður ÞH 110.

Báturinn var yfirbyggður og skipt um brú, mig minnir á Seyðisfirði en ef það er vitleysa þá leiðréttir mig einhver með það.

Báturinn stóð lengi undir vegg við Skipasmíðastöð Njarðvíkur en fór í pottinn til Belgíu árið 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sævík GK 757 að draga línuna

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Grindvíski línubáturinn Sævík GK 757 er hér að draga línuna á dögunum skammt undan sinni heimahöfn.

Það er Vísir hf. sem gerir bátinn út en hann hét áður Óli Gísla GK 112 frá Sandgerði. Báturinn var smíðaður fyrir Sjávarmál ehf. í Sandgerði í Seiglu árið 2006 en Vísir hf. keypti Sjávarmál ehf. árið 2018.

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Qaqqatsiaq GR 6-403 kom til Hafnarfjarðar

Qaqqatsiaq GR 6-403 ex Steffen C. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Grænlenski frystitogarinn Qaqqatsiaq GR 6-403 kom til hafnar í Hafnarfirði undir kvöld í gær og tók Óskar Franz þessar myndir af honum.

Qaqqatsiaq GR 6-403 var smíðaður hjá Ørskov Christensens Staalskibsværft A/S í Frederikshavn, Danmörku, og afhentur á árinu 2001. Stálvinna smíðinnar fór fram hjá Santierul Naval Braila SA í Braila í Rúmeníu.

Skipið fékk nafnið Steffen C. GR 6-403. sem það ber fram til ársins 2005 en þá fékk það nafnið sem það ber í dag, Qaqqatsiaq GR 6-403 með heimahöfn í Nuuk.

Qaqqatsiaq GR 6-403 ex Steffen C. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Qaqqatsiaq GR 6-403 er 70 metra langur, 15 metra breiður og mælist 2,772 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution